Enski boltinn

Lallana: Heill Sturridge er eins og tveir nýir leikmenn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Adama Lallana og Daniel Sturridge.
Adama Lallana og Daniel Sturridge. vísir/getty
Adam Lallana segir að heill Daniel Sturridge sé ígildi tveggja nýrra leikmanna fyrir Liverpool.

Sturridge, sem hefur verið mikið meiddur undanfarin ár, hefur litið afar vel út á undirbúningstímabilinu.

„Hann hefur verið algjörlega frábær á undirbúningstímabilinu. Það er ómetanlegt,“ sagði Lallana í samtali við The Telegraph.

„Hann er heimsklassa leikmaður. Hann kom vel undan sumri og er í góðu formi. Hann verður mikilvægur fyrir okkur á næsta tímabili. Ég veit það.“

Lallana vonast til að Sturridge haldist heill í vetur og muni raða inn mörkum fyrir Liverpool.

„Hann lítur út fyrir að vera mjög beittur og ef hann verður heitur í vetur og helst heill er það eins og að fá tvo nýja leikmenn,“ sagði Lallana.

Sturridge skoraði eitt marka Liverpool í 3-0 sigri á Herthu Berlin á laugardaginn. Dominic Solanke og Mohamed Salah voru einnig á skotskónum fyrir Rauða herinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×