Íslenski boltinn

Grindavík fær færeyskan landsliðsmann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, hefur fengið þrjá leikmenn síðan félagaskiptaglugginn opnaði um miðjan mánuðinn.
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, hefur fengið þrjá leikmenn síðan félagaskiptaglugginn opnaði um miðjan mánuðinn. Vísir/Andri Marínó
Færeyski landsliðsmaðurinn Rene Shaki Joensen hefur skrifað undir þriggja mánaða samning við Grindavík.

Þetta staðfesti Joensen í samtali við færeyska Kringvarpið.

Joensen, sem er 24 ára gamall miðjumaður, var síðast á mála hjá Vensyssel í Danmörku.

Hann hóf ferilinn hjá Bröndby en fór til HB Tórshöfn árið 2014. Ári síðar fór Joensen svo til Vendsyssel og lék með liðinu þar til í byrjun þessa mánaðar.

Joensen hefur leikið 11 landsleiki fyrir Færeyjar.

Hann er þriðji leikmaðurinn sem Grindavík fær í félagaskiptaglugganum sem lokar í dag. Áður voru þeir Edu Cruz og Simon Smidt komnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×