Íslenski boltinn

Fjölnir fær aðstoð frá Tromsö

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fjölnismenn sitja í 9. sæti Pepsi-deildar karla.
Fjölnismenn sitja í 9. sæti Pepsi-deildar karla. vísir/andri marinó
Fjölnir hefur fengið norska miðjumanninn Fredrik Michalsen á láni frá Tromsö út tímabilið.

Michalsen, sem er tvítugur, hefur aðeins komið við sögu í einum leik með Tromsö í norsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Hann lék sex deildarleiki í fyrra.

Michalsen verður kominn með leikheimild fyrir leik Fjölnis og KA 9. ágúst næstkomandi.

Grafarvogsliðið hefur tengingu við Tromsö en Fjölnismaðurinn Aron Sigurðarson hefur leikið með norska liðinu undanfarin tvö tímabil.

Fjölnir, sem er í 9. sæti Pepsi-deildarinnar, mætir Breiðabliki klukkan 19:15 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×