Guðjón Baldvins: Skoðaði það í vetur hvað hann væri að gera vitlaust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2017 19:15 Stjarnan og ÍBV mætast á morgun í undanúrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta en hlutskipti liðanna hefur verið ólíkt í sumar í Pepsi-deildinni. Stjörnumenn unnu stórsigur á ÍBV í annarri umferð en nú fá Eyjamenn tækifæri til að hefna. Hörður Magnússon hitti Stjörnumanninn Guðjón Baldvinsson og ræddi við hann um þennan bikarleik á morgun í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Guðjón verður eflaust í stóru hlutverki hjá Garðbæingum. „Ég held að það hafi sýnt sig í fortíðinni að fyrri úrslit skipti engu máli því það getur allt gerst í deildinni og þá bikarnum sérstaklega.Við verðum bara að mæta ákveðnir til leiks. Þetta er nýr leikur og ný tækifæri fyrir alla,“ sagði Guðjón Baldvinsson. Guðjón skoraði sigurmark Stjörnunnar á móti KR í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins og tryggði sínu liði þar sem sæti í undanúrslitaleiknum. Hann hefur skorað átta mörk í níu leikjum í Pepsi-deildinni. „Þegar ég var kannski gagnrýndur í fyrrasumar þá var enginn að gagnrýna mig jafnmikið og ég sjálfur. Mig langar alltaf að skora mörk og til þess er ég í þessu. Ég elska að skora mörk,“ sagði Guðjón en hann skoraði aðeins 6 mörk í 21 deildar- og bikarleik síðasta sumar. Nú eru mörkin hans orðin 9 í 12 leikjum „Ég fór aðeins að skoða hvað ég væri að gera vitlaust sem orsakaði það að ég skoraði ekki mörk. Var ég að vinna of mikið eða hlaupa vitlaust? Þegar ég mat þetta hjá mér í vetur þá finnst mér að mér hafi tekist að stilla mig inná línu sem er milli þess að hjálpa liðinu með baráttu en um leið að ná líka að skapa færi og skora mörk,“ sagði Guðjón. „Flestir leikmenn og þá senterar sérstaklega vilja fá traustið þannig að þeir geti bara spilað án þess að vera hugsa um hvort þeir séu í liðinu eða ekki. Maður verður bara að fá að spila sinn leik og þá gerast góðir hlutir,“ sagði Guðjón, Það má sjá alla fréttina hjá Herði með því að smella á spilarann hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Sjá meira
Stjarnan og ÍBV mætast á morgun í undanúrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta en hlutskipti liðanna hefur verið ólíkt í sumar í Pepsi-deildinni. Stjörnumenn unnu stórsigur á ÍBV í annarri umferð en nú fá Eyjamenn tækifæri til að hefna. Hörður Magnússon hitti Stjörnumanninn Guðjón Baldvinsson og ræddi við hann um þennan bikarleik á morgun í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Guðjón verður eflaust í stóru hlutverki hjá Garðbæingum. „Ég held að það hafi sýnt sig í fortíðinni að fyrri úrslit skipti engu máli því það getur allt gerst í deildinni og þá bikarnum sérstaklega.Við verðum bara að mæta ákveðnir til leiks. Þetta er nýr leikur og ný tækifæri fyrir alla,“ sagði Guðjón Baldvinsson. Guðjón skoraði sigurmark Stjörnunnar á móti KR í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins og tryggði sínu liði þar sem sæti í undanúrslitaleiknum. Hann hefur skorað átta mörk í níu leikjum í Pepsi-deildinni. „Þegar ég var kannski gagnrýndur í fyrrasumar þá var enginn að gagnrýna mig jafnmikið og ég sjálfur. Mig langar alltaf að skora mörk og til þess er ég í þessu. Ég elska að skora mörk,“ sagði Guðjón en hann skoraði aðeins 6 mörk í 21 deildar- og bikarleik síðasta sumar. Nú eru mörkin hans orðin 9 í 12 leikjum „Ég fór aðeins að skoða hvað ég væri að gera vitlaust sem orsakaði það að ég skoraði ekki mörk. Var ég að vinna of mikið eða hlaupa vitlaust? Þegar ég mat þetta hjá mér í vetur þá finnst mér að mér hafi tekist að stilla mig inná línu sem er milli þess að hjálpa liðinu með baráttu en um leið að ná líka að skapa færi og skora mörk,“ sagði Guðjón. „Flestir leikmenn og þá senterar sérstaklega vilja fá traustið þannig að þeir geti bara spilað án þess að vera hugsa um hvort þeir séu í liðinu eða ekki. Maður verður bara að fá að spila sinn leik og þá gerast góðir hlutir,“ sagði Guðjón, Það má sjá alla fréttina hjá Herði með því að smella á spilarann hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Sjá meira