Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2017 10:41 Banni Trump við að transfólk gegni herþjónustu var mótmælt í New York í gær. Vísir/EPA Hvíta húsið hefur enn ekki greint frá því hvernig það mun útfæra bann Donalds Trump forseta við því að transfólk gegni herþjónustu. Forsetinn tilkynnti um bannið í gær en ekki er vitað hvort að transfólk sem nú þjónar í hernum verði látið hætta. Réttindasamtök transfólks hafa gagnrýnt ákvörðun Trump harðlega. Í röð tísta í gær sagði forsetinn að herinn mætti ekki við kostnaðinum og trufluninni sem hann telur hljótast af transfólki. Í kjölfarið hefur transfólk í hernum lýst áhyggjum af því að það verði leyst frá störfum eða bannað að skrá sig aftur til herþjónustu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að ríkisstjórnin muni vinna með varnarmálaráðuneytinu um útfærslu á banninu. Hún gat ekki svarað spurningum um hvort að hermenn sem væru þegar á vígvellinum yrðu sendir heim. Þá virðist tímasetning ákvörðunarinnar hafa komið hermálayfirvöldum í opna skjöldu. James Mattis, varnarmálaráðherra, heyrði þannig ekki af ákvörðuninni fyrr en eftir að Trump tilkynnti um hana á Twitter.Herinn eyðir meira fé í stinningarlyf en transfólkRökstuðningur forsetans hefur verið dreginn í efa. Þannig benti Washington Post á að herinn greiði fimmfalt meira fyrir stinningarlyfið Viagra en fyrir heilbrigðisþjónustu við transfólk. Alls greiðir herinn 42 milljónir dollara til að viðhalda reisn starfsliðs síns á ári. Stjórnmálaskýrendur hafa leitt líkum að því að Trump hafi tekið ákvörðunina til þess að fylkja kristnum íhaldsmönnum að baki sér og til að dreifa athyglinni frá rannsókninni á meintu samráði bandamanna hans við Rússa.Vefsíðan Axios.com hafði til dæmis eftir embættismanni í stjórn Trump í gær að bannið kæmi demókrötum sem berjast fyrir endurkjöri í íhaldssömum ríkjum Bandaríkjanna í þingkosningum á næsta ári í krappa stöðu með því að neyða þá til að lýsa andstöðu við bannið. Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37 Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta. 27. júlí 2017 07:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Hvíta húsið hefur enn ekki greint frá því hvernig það mun útfæra bann Donalds Trump forseta við því að transfólk gegni herþjónustu. Forsetinn tilkynnti um bannið í gær en ekki er vitað hvort að transfólk sem nú þjónar í hernum verði látið hætta. Réttindasamtök transfólks hafa gagnrýnt ákvörðun Trump harðlega. Í röð tísta í gær sagði forsetinn að herinn mætti ekki við kostnaðinum og trufluninni sem hann telur hljótast af transfólki. Í kjölfarið hefur transfólk í hernum lýst áhyggjum af því að það verði leyst frá störfum eða bannað að skrá sig aftur til herþjónustu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að ríkisstjórnin muni vinna með varnarmálaráðuneytinu um útfærslu á banninu. Hún gat ekki svarað spurningum um hvort að hermenn sem væru þegar á vígvellinum yrðu sendir heim. Þá virðist tímasetning ákvörðunarinnar hafa komið hermálayfirvöldum í opna skjöldu. James Mattis, varnarmálaráðherra, heyrði þannig ekki af ákvörðuninni fyrr en eftir að Trump tilkynnti um hana á Twitter.Herinn eyðir meira fé í stinningarlyf en transfólkRökstuðningur forsetans hefur verið dreginn í efa. Þannig benti Washington Post á að herinn greiði fimmfalt meira fyrir stinningarlyfið Viagra en fyrir heilbrigðisþjónustu við transfólk. Alls greiðir herinn 42 milljónir dollara til að viðhalda reisn starfsliðs síns á ári. Stjórnmálaskýrendur hafa leitt líkum að því að Trump hafi tekið ákvörðunina til þess að fylkja kristnum íhaldsmönnum að baki sér og til að dreifa athyglinni frá rannsókninni á meintu samráði bandamanna hans við Rússa.Vefsíðan Axios.com hafði til dæmis eftir embættismanni í stjórn Trump í gær að bannið kæmi demókrötum sem berjast fyrir endurkjöri í íhaldssömum ríkjum Bandaríkjanna í þingkosningum á næsta ári í krappa stöðu með því að neyða þá til að lýsa andstöðu við bannið.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37 Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta. 27. júlí 2017 07:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37
Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta. 27. júlí 2017 07:00