Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2017 12:12 Trump og Sessions þegar allt lék í lyndi. Vísir/AFP Sögur um að Donald Trump Bandaríkjaforseti láti Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, taka poka sinn ganga enn fjöllunum hærra. Nú er forsetinn sagður íhuga að nýta sér þinghlé til að komast hjá því að þurfa samþykki þingheims fyrir skipan eftirmanns Sessions. Trump hefur verið bálreiður Sessions undanfarið. Hann er sagður kenna dómsmálaráðherranum um að sérstakur rannsakandi hafi verið settur yfir rannsókn á meintum tengslum bandamanna hans við Rússa. Sessions sagði sig frá rannsókn þeirra mála. Forsetinn hefur keppst við að gagnrýna Sessions í viðtölum og á Twitter. Hefur hann gagnrýnt ráðherrann fyrir að rannsaka ekki meinta glæpi Hillary Clinton, keppinautar hans í forsetakosningunum í fyrra.Hugsar upphátt um leiðir til að losna við SessionsNú hefur Washington Post eftir ónafngreindum heimildamönnum í Hvíta húsinu að Trump hafi rætt við nánustu ráðgjafa sína um möguleikann á að setja nýjan dómsmálaráðherra í embætti á meðan Bandaríkjaþing fer í sumarfrí ef Sessions lætur af embætti. Heimildamennirnir lýsa umræðunum þó þannig að Trump sé að hugsa upphátt frekar en að hann hafi nokkra mótaða stefnu um framtíð dómsmálaráðherrans. Trump er jafnframt sagður kjósa heldur að Sessions fari sjálfviljugur en að hann neyðist til að reka hann sjálfur. Ráðgjafar forsetans hafa varað hann sterklega við því að reka dómsmálaráðherrann vegna pólitískra afleiðinga þess.Stephen Bannon (t.v.) og Reince Priebus (t.h.) hafa varað yfirmann sinn við því að reka sérstakan rannsakanda á Rússatengslum framboðs Trump.Vísir/AFPRepúblikanar komu í veg fyrir að Obama nýtti þinghléBandaríkjaforseti hefur lagaheimild til að fylla lausar stöður í ríkisstjórninni tímabundið á meðan þingheimur er fjarri góðu gamni. Ef Trump myndi skipa nýjan dómsmálaráðherra þegar þingið fer í frí í ágúst þá gæti eftirmaður Sessions setið til áramóta án þess að þingmenn þyrftu að staðfesta skipan hans áður. Þegar Barack Obama, fyrrverandi forseti, hugðist nýta sér lagaákvæðið til að fylla stöður sem repúblikanar höfðu neitað að staðfesta tilnefningar hans í hélt Mitch McConnell, oddviti repúblikana í öldungadeildinni, þinginu starfandi formlega, jafnvel þó að þingmenn væru farnir heim í frí. Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti síðar að skipan Obama á embættismönnum í þinghléinu hefði ekki staðist lög. Demókratar hafa þegar lýst því yfir að þeir muni tefja mál í þinginu til þess að koma í veg fyrir að þingi verði formlega slitið þegar til stendur að það fari í frí í næsta mánuði. Hluti af ástæðunni er að koma í veg fyrir að Trump geti neytt þeirrar leiðar til að skipa nýjan dómsmálaráðherra. Vangaveltur hafa verið uppi um að brotthvarf Sessions úr stól dómsmálaráðherra yrði fyrsta skrefið í átt að því að Trump reki Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á Rússatengslunum. Ráðgjafar Trump, þar á meðal Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins, og Stephen Bannon, aðalráðgjafi Trump, eru sagðir leggjast eindregið gegn því að forsetinn reki Mueller. Pólitískar afleiðingar þess yrðu hræðilegar að þeirra mati, að sögn Washington Post. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. 22. júlí 2017 07:00 Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Sögur um að Donald Trump Bandaríkjaforseti láti Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, taka poka sinn ganga enn fjöllunum hærra. Nú er forsetinn sagður íhuga að nýta sér þinghlé til að komast hjá því að þurfa samþykki þingheims fyrir skipan eftirmanns Sessions. Trump hefur verið bálreiður Sessions undanfarið. Hann er sagður kenna dómsmálaráðherranum um að sérstakur rannsakandi hafi verið settur yfir rannsókn á meintum tengslum bandamanna hans við Rússa. Sessions sagði sig frá rannsókn þeirra mála. Forsetinn hefur keppst við að gagnrýna Sessions í viðtölum og á Twitter. Hefur hann gagnrýnt ráðherrann fyrir að rannsaka ekki meinta glæpi Hillary Clinton, keppinautar hans í forsetakosningunum í fyrra.Hugsar upphátt um leiðir til að losna við SessionsNú hefur Washington Post eftir ónafngreindum heimildamönnum í Hvíta húsinu að Trump hafi rætt við nánustu ráðgjafa sína um möguleikann á að setja nýjan dómsmálaráðherra í embætti á meðan Bandaríkjaþing fer í sumarfrí ef Sessions lætur af embætti. Heimildamennirnir lýsa umræðunum þó þannig að Trump sé að hugsa upphátt frekar en að hann hafi nokkra mótaða stefnu um framtíð dómsmálaráðherrans. Trump er jafnframt sagður kjósa heldur að Sessions fari sjálfviljugur en að hann neyðist til að reka hann sjálfur. Ráðgjafar forsetans hafa varað hann sterklega við því að reka dómsmálaráðherrann vegna pólitískra afleiðinga þess.Stephen Bannon (t.v.) og Reince Priebus (t.h.) hafa varað yfirmann sinn við því að reka sérstakan rannsakanda á Rússatengslum framboðs Trump.Vísir/AFPRepúblikanar komu í veg fyrir að Obama nýtti þinghléBandaríkjaforseti hefur lagaheimild til að fylla lausar stöður í ríkisstjórninni tímabundið á meðan þingheimur er fjarri góðu gamni. Ef Trump myndi skipa nýjan dómsmálaráðherra þegar þingið fer í frí í ágúst þá gæti eftirmaður Sessions setið til áramóta án þess að þingmenn þyrftu að staðfesta skipan hans áður. Þegar Barack Obama, fyrrverandi forseti, hugðist nýta sér lagaákvæðið til að fylla stöður sem repúblikanar höfðu neitað að staðfesta tilnefningar hans í hélt Mitch McConnell, oddviti repúblikana í öldungadeildinni, þinginu starfandi formlega, jafnvel þó að þingmenn væru farnir heim í frí. Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti síðar að skipan Obama á embættismönnum í þinghléinu hefði ekki staðist lög. Demókratar hafa þegar lýst því yfir að þeir muni tefja mál í þinginu til þess að koma í veg fyrir að þingi verði formlega slitið þegar til stendur að það fari í frí í næsta mánuði. Hluti af ástæðunni er að koma í veg fyrir að Trump geti neytt þeirrar leiðar til að skipa nýjan dómsmálaráðherra. Vangaveltur hafa verið uppi um að brotthvarf Sessions úr stól dómsmálaráðherra yrði fyrsta skrefið í átt að því að Trump reki Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á Rússatengslunum. Ráðgjafar Trump, þar á meðal Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins, og Stephen Bannon, aðalráðgjafi Trump, eru sagðir leggjast eindregið gegn því að forsetinn reki Mueller. Pólitískar afleiðingar þess yrðu hræðilegar að þeirra mati, að sögn Washington Post.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. 22. júlí 2017 07:00 Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. 22. júlí 2017 07:00
Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00
Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18
Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31