Rússar reyndu að njósna um Macron í gegnum Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2017 14:06 Facebook sagði frá því í apríl að fyrirtækið hefði lokað reikningum sem dreifðu lygafréttum í aðdraganda forsetakosninganna. Vísir/AFP Njósnarar rússneskra stjórnvalda reyndu að njósna um Emannuel Macron, forseta Frakklands, í kosningabaráttunni þar í landi með því að búa til gervimanneskjur á samfélagsmiðlinum Facebook.Reuters-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir bandarískum þingmanni og fleiri heimildamönnum sem hafi fengið kynningu á málinu. Rússarnir eru sagðir hafa búið til á þriðja tug Facebook-reikninga til að fylgja með starfsmönnum framboðs Macron og fleiri nánum bandamönnum hans. Macron hafði öruggan sigur á Marine Le Pen, frambjóðandi hægriöfgamanna, í seinni umferð forsetakosninganna í maí. Forsvarsmenn Facebook staðfestu við Reuters að þeir hefðu lokað reikningum sem voru ætlaðir til njósna í Frakklandi. Heimildir Reuters herma að alls hafi um 70.000 reikningum verið lokað. Áður hafði samfélagsmiðillinn greint frá aðgerðum til að loka reikningum sem voru notaðir til að dreifa fölskum upplýsingum í kosningabaráttunni.Þóttust vera vinir vina bandamanna MacronRússar hafa neitað að hafa reynt að hafa áhrif á frönsku kosningarnar með því að hakka tölvukerfi og leka tölvupóstum og skjölum. Bandaríska leyniþjónustan telur að Rússar hafi staðið að baki slíkum árásum í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi í fyrra. Heimildir Reuters herma að rússnesku leyniþjónustumennirnir hafi þóst vera vinir vina bandamanna Macron og reynt að nálgast persónulegar upplýsingar um þá. Facebook hafi rakið aðferðir þeirra til tækja sem herleyniþjónusta Rússa hafi áður notað.Macron hafði auðveldan sigur á öfgaþjóðernissinnanum Marine Le Pen þrátt fyrir að tölvupóstum framboðs hans hafi verið lekið á lokametrum kosningabaráttunnar.Vísir/AFPStarfsmenn Facebook telja þó að Rússarnir hafi ekki náð svo langt að fá bandamenn Macron til að ná í spilliforrit eða gefa upp aðgangsupplýsingar sínar. Það gæti þó hafa verið markmið þeirra. Brotist var inn í tölvupósta starfsmanna framboðs Macron og þeim lekið á netið rétt fyrir seinni umferð forsetakosninganna. Enginn hefur enn verið bendlaður við þá árás. Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Sjá meira
Njósnarar rússneskra stjórnvalda reyndu að njósna um Emannuel Macron, forseta Frakklands, í kosningabaráttunni þar í landi með því að búa til gervimanneskjur á samfélagsmiðlinum Facebook.Reuters-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir bandarískum þingmanni og fleiri heimildamönnum sem hafi fengið kynningu á málinu. Rússarnir eru sagðir hafa búið til á þriðja tug Facebook-reikninga til að fylgja með starfsmönnum framboðs Macron og fleiri nánum bandamönnum hans. Macron hafði öruggan sigur á Marine Le Pen, frambjóðandi hægriöfgamanna, í seinni umferð forsetakosninganna í maí. Forsvarsmenn Facebook staðfestu við Reuters að þeir hefðu lokað reikningum sem voru ætlaðir til njósna í Frakklandi. Heimildir Reuters herma að alls hafi um 70.000 reikningum verið lokað. Áður hafði samfélagsmiðillinn greint frá aðgerðum til að loka reikningum sem voru notaðir til að dreifa fölskum upplýsingum í kosningabaráttunni.Þóttust vera vinir vina bandamanna MacronRússar hafa neitað að hafa reynt að hafa áhrif á frönsku kosningarnar með því að hakka tölvukerfi og leka tölvupóstum og skjölum. Bandaríska leyniþjónustan telur að Rússar hafi staðið að baki slíkum árásum í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi í fyrra. Heimildir Reuters herma að rússnesku leyniþjónustumennirnir hafi þóst vera vinir vina bandamanna Macron og reynt að nálgast persónulegar upplýsingar um þá. Facebook hafi rakið aðferðir þeirra til tækja sem herleyniþjónusta Rússa hafi áður notað.Macron hafði auðveldan sigur á öfgaþjóðernissinnanum Marine Le Pen þrátt fyrir að tölvupóstum framboðs hans hafi verið lekið á lokametrum kosningabaráttunnar.Vísir/AFPStarfsmenn Facebook telja þó að Rússarnir hafi ekki náð svo langt að fá bandamenn Macron til að ná í spilliforrit eða gefa upp aðgangsupplýsingar sínar. Það gæti þó hafa verið markmið þeirra. Brotist var inn í tölvupósta starfsmanna framboðs Macron og þeim lekið á netið rétt fyrir seinni umferð forsetakosninganna. Enginn hefur enn verið bendlaður við þá árás.
Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Sjá meira