Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2017 15:07 Anthony Scaramucci virðist saka starfsmannastjóra Hvíta hússins um að leka upplýsingum í fjölmiðla. Vísir/AFP Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins skorar á starfsmannastjóra þess að sýna fram á að hann hafi ekki lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Í viðtali við CNN í morgun sagði hann það í höndum Donalds Trump að meta hvort hægt væri að laga samskipti þeirra tveggja. Anthony Scaramucci tók við starfi samskiptastjóra eftir að Sean Spicer sagði upp í síðustu viku. Spicer hafði verið ósáttur við að Trump forseti ætlaði að ráða Scaramucci í upplýsingateymi Hvíta hússins. Politico greindi í gærkvöldi frá fjárhagsupplýsingum um Scaramucci frá því þegar hann starfaði fyrir Export-Import-banka Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Þær upplýsingar eru opinberar hverjum sem biður um þær. Blaðið vitnaði í þær upplýsingar til að greina frá því að Scaramucci gæti hagnast um milljónir dollara á eignarhlut í fjárfestingarfélagi á sama tíma og hann starfaði í Hvíta húsinu. Scaramucci tók fréttunum hins vegar illa og kallaði opinberun upplýsinganna leka og glæpsamlegt athæfi. Nefndi hann Reince Priebus, starfsmannastjóra Hvíta hússins, í tísti þar sem hann sagðist ætla að hafa samband við alríkislögregluna FBI vegna málsins. Samskiptastjórinn eyddi tístinu síðar en einhverjir túlkuðu það þannig að hann vildi að FBI rannsakaði Priebus fyrir meintan ólöglegan leka á upplýsingum.Trump forseti er sagður hafa gefið Scaramucci leyfi til að ræða um Reince Priebus og leka við CNN.Vísir/AFPEins og Kain og AbelÍ viðtali við CNN í morgun upplýsti Scaramucci svo að samband þeirra Priebus væri stirt. Líkti hann þeim meðal annars við bræðurna Kain og Abel úr Biblíunni. Í sögunni af þeim myrti Kain bróður sinni vegna afbrýðisemi. Ástæðuna fyrir því að hann nefndi Priebus í tístinu sagði hann þá að sem starsfmannastjóri bæri hann ábyrgð á að afhjúpa þá sem leka upplýsingum í Hvíta húsinu. „Ef Reince vill útskýra að hann sé ekki lekari leyfið honum að gera það,“ sagði Scaramucci. Sagði hann jafnframt að þeir sem leka upplýsingum um aðgerðir vegna Norður-Kóreu eða Írans fremji landráð. Fyrir 150 árum hefði slíkir menn verið hengdir.Washington Post segir að Scaramucci hafi staðfest að Trump hafi sjálfur leyft honum að fara í viðtalið við CNN og tala um Priebus og lekana.Uppfært: Starfstitill Scaramucci hefur verið leiðréttur. Donald Trump Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins skorar á starfsmannastjóra þess að sýna fram á að hann hafi ekki lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Í viðtali við CNN í morgun sagði hann það í höndum Donalds Trump að meta hvort hægt væri að laga samskipti þeirra tveggja. Anthony Scaramucci tók við starfi samskiptastjóra eftir að Sean Spicer sagði upp í síðustu viku. Spicer hafði verið ósáttur við að Trump forseti ætlaði að ráða Scaramucci í upplýsingateymi Hvíta hússins. Politico greindi í gærkvöldi frá fjárhagsupplýsingum um Scaramucci frá því þegar hann starfaði fyrir Export-Import-banka Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Þær upplýsingar eru opinberar hverjum sem biður um þær. Blaðið vitnaði í þær upplýsingar til að greina frá því að Scaramucci gæti hagnast um milljónir dollara á eignarhlut í fjárfestingarfélagi á sama tíma og hann starfaði í Hvíta húsinu. Scaramucci tók fréttunum hins vegar illa og kallaði opinberun upplýsinganna leka og glæpsamlegt athæfi. Nefndi hann Reince Priebus, starfsmannastjóra Hvíta hússins, í tísti þar sem hann sagðist ætla að hafa samband við alríkislögregluna FBI vegna málsins. Samskiptastjórinn eyddi tístinu síðar en einhverjir túlkuðu það þannig að hann vildi að FBI rannsakaði Priebus fyrir meintan ólöglegan leka á upplýsingum.Trump forseti er sagður hafa gefið Scaramucci leyfi til að ræða um Reince Priebus og leka við CNN.Vísir/AFPEins og Kain og AbelÍ viðtali við CNN í morgun upplýsti Scaramucci svo að samband þeirra Priebus væri stirt. Líkti hann þeim meðal annars við bræðurna Kain og Abel úr Biblíunni. Í sögunni af þeim myrti Kain bróður sinni vegna afbrýðisemi. Ástæðuna fyrir því að hann nefndi Priebus í tístinu sagði hann þá að sem starsfmannastjóri bæri hann ábyrgð á að afhjúpa þá sem leka upplýsingum í Hvíta húsinu. „Ef Reince vill útskýra að hann sé ekki lekari leyfið honum að gera það,“ sagði Scaramucci. Sagði hann jafnframt að þeir sem leka upplýsingum um aðgerðir vegna Norður-Kóreu eða Írans fremji landráð. Fyrir 150 árum hefði slíkir menn verið hengdir.Washington Post segir að Scaramucci hafi staðfest að Trump hafi sjálfur leyft honum að fara í viðtalið við CNN og tala um Priebus og lekana.Uppfært: Starfstitill Scaramucci hefur verið leiðréttur.
Donald Trump Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira