Íslenski boltinn

Sveinn Aron í Breiðablik

Sveinn og Milos Milojevic þjálfari Breiðabliks handsala samninginn í dag.
Sveinn og Milos Milojevic þjálfari Breiðabliks handsala samninginn í dag. mynd/blikar.is/HVH
Sveinn Aron Guðjohnsen skipti í dag úr Val yfir í Breiðablik.

Sveinn sem kom til Vals frá HK í fyrra, átti ekki fast sæti í liði Vals á þessu tímabili og hefur ákveðið að að skipta um félag.

Mörg lið höfðu áhuga á Sveini, sem er aðeins 19 ára gamall, en Breiðablik varð fyrir valinu.

Sveinn Aron kemur frítt til Breiðabliks, þar sem að hann var ekki með KSÍ samning við Val.

Sveinn hefur leikið 17 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað 3 mörk.  Þetta er góður liðsstyrkur fyrir Breiðablik þar sem að Höskuldur Gunnlaugsson og Oliver Sigurjónsson eru báðir farnir frá félaginu í atvinnumennsku og mun því Sveinn fylla upp í skarð Höskuldar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×