Lækkað miðaverð á leik Man City og West Ham fyrir börn 14. júlí 2017 21:00 Sergio Agüero mætir á Laugardalsvöllinn. vísir/getty Búið er að lækka miðaverð fyrir 16 ára og ára og yngri á leik Manchester City og West Ham á Laugardalsvelli um 50%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum leiksins. Ensku liðin mætast á Laugardalsvellinum 4. ágúst næstkomandi. Þetta er síðasti leikur þeirra áður en keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst. Þeir sem kaupa miða á leikinn 4. ágúst fá einnig aðgang að opnum æfingum liðanna daginn fyrir leik. Þá verður efnt til fjölda leikja þar sem flottir vinningar verða í boði.Tilkynning frá skipuleggjendum leiks Manchester City og West Ham: Leikur Manchester City og West Ham á Laugardalsvelli 04. ágúst er síðasti leikur þessara liða áður en boltinn rúllar í enska boltanum og er sögulegur að því leyti að þetta er í fyrsta sinn sem tvö félög úr ensku úrvalsdeildinni spila gegn hvoru öðru á íslenskri grundu. Leikurinn er allt annað en æfingaleikur, heldur þvert á móti lokahnykkurinn á undirbúningstímabili beggja liða fyrir komandi tímabil í ensku knattspyrnunni. Þessi sögufrægu lið munu stilla upp sínum sterkustu byrjunarliðum og ekki verða margar skiptingar eins og í æfingaleikjum heldur líta knattspyrnustjórar beggja liða á leikinn sem mikilvægan keppnisleik. Í þessum leik mun bakvörðurinn Pablo Zabaleta mæta sínum gömlu félögum í City en Argentínumaðurinn skrifaði undir samning við West Ham í sumar. Þarna verða leikmenn á borð við Sergio Aguero, Manuel Lanzini, Kevin De Bruyne, Bernardo Silva og Michail Antonio, svo einhverjir séu nefndir til sögunnar. Þeir sem kaupa miða á leikinn á Laugardalsvelli geta átt von á óvæntum glaðningi, því auk þess að sjá þessi sögufrægu lið spila, fá miðahafar aðgang að opnum æfingum liðanna daginn fyrir leik. Þá verður efnt til fjölda leikja þar sem miðahafar geta unnið VIP ferð á báða leiki Manchester City og West Ham í úrvalsdeildinni, leik West Ham og Manchester City, þar sem ekki einungis er farið á leikina, heldur líka farið á æfingasvæði liðanna, hægt að hitta leikmenn og svo mætti áfram telja. Þeir sem kaupa miða á leikinn hér heima geta einnig unnið áritaðar treyjur, trefla og aðra minjagripi, yngri miðakaupendur geta átt möguleika á að leiða leikmenn inn á Laugardalsvöll, hitta leikmenn og loks er hægt að vinna sjónvarpsáskriftir að enska boltanum hjá Stöð 2 Sport. Vegna fjölda óska hefur nú verið ákveðið að bjóða 50% afslátt af miðaverði fyrir 16 ára og yngri og hefst sala á þeim miðum á hádegi fimmtudaginn 13. júlí. Slaven Bilic, þjálfari West Ham, segir leikinn á Laugardalsvelli verða merkilegan. „Það er ótrúlega spennandi að skrifa söguna með því að vera hluti af fyrsta leik enskra liða á Íslandi og við erum afskaplega spenntir að heimsækja Ísland, þar sem West Ham nýtur stuðnings. Ísland fangaði athygli allra með frábærri frammistöðu á EM síðasta sumar og jafnvel þó þjóðin sé fámenn er hún heilluð af knattspyrnu.“ Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, tekur í sama streng. „Ísland er fallegt land og það verður sönn ánægja að fara þangað og upplifa land og þjóð, hitta fólk og skemmta stuðningsmönnum. Við vitum að Íslendingar elska enska boltann og það hefur alltaf verið tekið vel á móti okkur á Íslandi.“ Miðasala á leikinn fer fram á miði.is og kosta miðar frá 5.900 kr. Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Búið er að lækka miðaverð fyrir 16 ára og ára og yngri á leik Manchester City og West Ham á Laugardalsvelli um 50%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum leiksins. Ensku liðin mætast á Laugardalsvellinum 4. ágúst næstkomandi. Þetta er síðasti leikur þeirra áður en keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst. Þeir sem kaupa miða á leikinn 4. ágúst fá einnig aðgang að opnum æfingum liðanna daginn fyrir leik. Þá verður efnt til fjölda leikja þar sem flottir vinningar verða í boði.Tilkynning frá skipuleggjendum leiks Manchester City og West Ham: Leikur Manchester City og West Ham á Laugardalsvelli 04. ágúst er síðasti leikur þessara liða áður en boltinn rúllar í enska boltanum og er sögulegur að því leyti að þetta er í fyrsta sinn sem tvö félög úr ensku úrvalsdeildinni spila gegn hvoru öðru á íslenskri grundu. Leikurinn er allt annað en æfingaleikur, heldur þvert á móti lokahnykkurinn á undirbúningstímabili beggja liða fyrir komandi tímabil í ensku knattspyrnunni. Þessi sögufrægu lið munu stilla upp sínum sterkustu byrjunarliðum og ekki verða margar skiptingar eins og í æfingaleikjum heldur líta knattspyrnustjórar beggja liða á leikinn sem mikilvægan keppnisleik. Í þessum leik mun bakvörðurinn Pablo Zabaleta mæta sínum gömlu félögum í City en Argentínumaðurinn skrifaði undir samning við West Ham í sumar. Þarna verða leikmenn á borð við Sergio Aguero, Manuel Lanzini, Kevin De Bruyne, Bernardo Silva og Michail Antonio, svo einhverjir séu nefndir til sögunnar. Þeir sem kaupa miða á leikinn á Laugardalsvelli geta átt von á óvæntum glaðningi, því auk þess að sjá þessi sögufrægu lið spila, fá miðahafar aðgang að opnum æfingum liðanna daginn fyrir leik. Þá verður efnt til fjölda leikja þar sem miðahafar geta unnið VIP ferð á báða leiki Manchester City og West Ham í úrvalsdeildinni, leik West Ham og Manchester City, þar sem ekki einungis er farið á leikina, heldur líka farið á æfingasvæði liðanna, hægt að hitta leikmenn og svo mætti áfram telja. Þeir sem kaupa miða á leikinn hér heima geta einnig unnið áritaðar treyjur, trefla og aðra minjagripi, yngri miðakaupendur geta átt möguleika á að leiða leikmenn inn á Laugardalsvöll, hitta leikmenn og loks er hægt að vinna sjónvarpsáskriftir að enska boltanum hjá Stöð 2 Sport. Vegna fjölda óska hefur nú verið ákveðið að bjóða 50% afslátt af miðaverði fyrir 16 ára og yngri og hefst sala á þeim miðum á hádegi fimmtudaginn 13. júlí. Slaven Bilic, þjálfari West Ham, segir leikinn á Laugardalsvelli verða merkilegan. „Það er ótrúlega spennandi að skrifa söguna með því að vera hluti af fyrsta leik enskra liða á Íslandi og við erum afskaplega spenntir að heimsækja Ísland, þar sem West Ham nýtur stuðnings. Ísland fangaði athygli allra með frábærri frammistöðu á EM síðasta sumar og jafnvel þó þjóðin sé fámenn er hún heilluð af knattspyrnu.“ Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, tekur í sama streng. „Ísland er fallegt land og það verður sönn ánægja að fara þangað og upplifa land og þjóð, hitta fólk og skemmta stuðningsmönnum. Við vitum að Íslendingar elska enska boltann og það hefur alltaf verið tekið vel á móti okkur á Íslandi.“ Miðasala á leikinn fer fram á miði.is og kosta miðar frá 5.900 kr.
Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti