Joe Hart, markvörður Manchester City og enska landsliðsins, er á leiðinni í læknisskoðun hjá West Ham ef marka má heimildir SkySports sem segja ensku félögin hafa komist að samkomulagi um eins árs lánssamning.
Hinn þrítugi Hart er úti í kuldanum hjá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, sem hefur keypt tvo markmenn á rúmu ári til að leysa Hart af hólmi. Eyddi hann síðasta tímabili á láni hjá Torino á Ítalíu.
Ljóst var að hann fengi ekki annað tækifæri er Manchester City gekk frá kaupunum á brasilíska markmanninum Ederson í sumar en honum er ætlað að verja markið á næsta tímabili með Claudio Bravo á bekknum.
Hjá West Ham hittir hann fyrir fyrrum liðsfélaga sinn, Pablo Zabaleta, og gætu því tveir fyrrum leikmenn Manchester City mætt gömlu liðsfélögum sínum er West Ham og Manchester City mætast á Laugardalsvelli þann 4. ágúst næstkomandi.
Hart í læknisskoðun hjá West Ham | Gæti mætt gömlu liðsfélögunum á Laugardalsvelli
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið




Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn

KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn





Sjö lið skiptust á sex leikmönnum
Körfubolti