Willum Þór Þórsson: Hver leikur er bara bardagi Árni Jóhannsson skrifar 17. júlí 2017 22:56 Willum Þór Þórsson, þjálfari KR. Vísir/Eyþór Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, fannst sitt lið eiga meira skilið í kvöld en KR tapaði þá 2-0 á móti Stjörnunni í Garðabæ. Eftir leikinn er KR-liðsins í tíunda sæti Pepsi-deildarinnar. „Mér fannst við geta fengið eitthvað út úr þessum leik, sérstaklega eins og fyrri hálfleikur spilaðist. Jöfn staða í hálfleik hefði gefið allt öðruvísi leik í þeim seinni“, voru fyrstu viðbrögð þjálfara KR eftir tap á móti Stjörnunni. „Við þurftum aðeins að opna okkur í seinni hálfleik en mér fannst við alltaf eiga möguleika á að jafna. Það var óþarfi að vera undir í hálfleik, það fór svolítið illa með okkur en það vantaði augljóslega smá bensín á tankinn. Við erum ekkert að gráta það að spila fótboltaleiki en Stjörnuliðið vann mjög vel úr þessari stöðu að ná 1-0 forystu. Þetta var jafn hálfleikur og þegar við þurfum að opna okkur aðeins nýta þeir sér það og koma öðru marki á okkur og sigla þessu heim“. Willum nefndi að bensín vantaði á tankinn og var hann beðinn um að ræða það aðeins nánar. „Auðvitað vill maður ekki vera að tala um það að ferðalög í leiki sitji í mönnum, við erum í toppstandi og viljum spila fótboltaleiki. Leikurinn úti var samt bæði erfiður þar sem það var mikill hiti og mikill raki og síðan tók við 24 klukkustunda ferðalag. Auðvitað situr það í mönnum en það er engin afsökun þar sem við erum með menn í toppstandi. Við þurftum ekki á þessu marki að halda í fyrri hálfleik, jöfn stað í hálfleik hefði gert það að verkum að við hefðum haldið skipulagi betur og haldið þessum leik í járnum á erfiðum útivelli“. Willum var beðinn um að gera upp fyrri umferð mótsins en sem stendur er KR í 10. sæti og í bullandi fallbaráttu. „Nei nei ég er bara engan vegin sáttur en það þýðir ekkert að vera að gráta það sem búið er. Við þurfum bara að halda áfram og berjast fyrir hverju einasta stigi, þessi deild er bara þannig og ef við ekki áttum okkur á því þá er ekkert víst að við söfnum fleiri stigum í seinni umferðinni en við gerðum í þeirri fyrri. Hver leikur er bara bardagi“. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, fannst sitt lið eiga meira skilið í kvöld en KR tapaði þá 2-0 á móti Stjörnunni í Garðabæ. Eftir leikinn er KR-liðsins í tíunda sæti Pepsi-deildarinnar. „Mér fannst við geta fengið eitthvað út úr þessum leik, sérstaklega eins og fyrri hálfleikur spilaðist. Jöfn staða í hálfleik hefði gefið allt öðruvísi leik í þeim seinni“, voru fyrstu viðbrögð þjálfara KR eftir tap á móti Stjörnunni. „Við þurftum aðeins að opna okkur í seinni hálfleik en mér fannst við alltaf eiga möguleika á að jafna. Það var óþarfi að vera undir í hálfleik, það fór svolítið illa með okkur en það vantaði augljóslega smá bensín á tankinn. Við erum ekkert að gráta það að spila fótboltaleiki en Stjörnuliðið vann mjög vel úr þessari stöðu að ná 1-0 forystu. Þetta var jafn hálfleikur og þegar við þurfum að opna okkur aðeins nýta þeir sér það og koma öðru marki á okkur og sigla þessu heim“. Willum nefndi að bensín vantaði á tankinn og var hann beðinn um að ræða það aðeins nánar. „Auðvitað vill maður ekki vera að tala um það að ferðalög í leiki sitji í mönnum, við erum í toppstandi og viljum spila fótboltaleiki. Leikurinn úti var samt bæði erfiður þar sem það var mikill hiti og mikill raki og síðan tók við 24 klukkustunda ferðalag. Auðvitað situr það í mönnum en það er engin afsökun þar sem við erum með menn í toppstandi. Við þurftum ekki á þessu marki að halda í fyrri hálfleik, jöfn stað í hálfleik hefði gert það að verkum að við hefðum haldið skipulagi betur og haldið þessum leik í járnum á erfiðum útivelli“. Willum var beðinn um að gera upp fyrri umferð mótsins en sem stendur er KR í 10. sæti og í bullandi fallbaráttu. „Nei nei ég er bara engan vegin sáttur en það þýðir ekkert að vera að gráta það sem búið er. Við þurfum bara að halda áfram og berjast fyrir hverju einasta stigi, þessi deild er bara þannig og ef við ekki áttum okkur á því þá er ekkert víst að við söfnum fleiri stigum í seinni umferðinni en við gerðum í þeirri fyrri. Hver leikur er bara bardagi“.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira