Valsmaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson var heppinn að fjúka ekki af velli í 0-1 sigrinum á Víkingi R. á sunnudagskvöldið.
Bjarni fékk gult spjald fyrir brot á Dofra Snorrasyni á 16. mínútu. Á 62. mínútu hefði hann átt að fá að líta sitt annað gula spjald fyrir brot á Milos Ozegovic.
Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, dæmdi hins vegar ekki neitt og Bjarni fékk því að klára leikinn sem Valur vann með marki frá Nicolas Bögild.
„Bjarni Ólafur átti að fara af velli. Þetta er bara annað gult spjald þótt snertingin sé ekki mikil,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Pepsimörkunum í gærkvöldi. Óskar Hrafn Þorvaldsson tók í sama streng.
„Þetta er bara gult spjald. Hann fellir hann,“ sagði Óskar Hrafn.
Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, var ekki sáttur með Ívar Orra eftir leik og sakaði hann um hugleysi.
Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
„Bjarni Ólafur átti að fara af velli“
Tengdar fréttir

Logi: Rakið hugleysi hjá dómaranum að sleppa þessu
Logi Ólafsson þjálfari Víkinga var ósáttur með Ívar Orra Kristjánsson dómara í lok leiks sinna manna gegn Val í kvöld. Valsmenn unnu 1-0 sigur og eru komnir með þriggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildarinnar.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Valur 0-1 | Bögild hetja Valsmanna | Sjáðu mark Vals
Nicolas Bögild skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Vals gegn Víking í 11. umferð Pepsi-deild karla en með sigrinum nær Valur þriggja stiga forskoti á toppi Pepsi-deildarinnar á Grindvíkinga sem eiga leik til góða.

„Myndi ekki bæta neitt fyrir KR að skipta um þjálfara“
Staða KR var til umræðu í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi.