Trump og Pútín funduðu óformlega í kvöldverðarboði Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2017 23:30 Vladimir Putin og Donald Trump á formlegum fundi sínum á ráðstefnu G20-ríkja. Vísir/AFP Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hitti rússneska kollega sinn, Vladimir Pútín, tvisvar á ráðstefnu G20-ríkja í Hamborg í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Seinni fundurinn var haldinn við kvöldverðarboð fyrir þjóðarleiðtoga, nokkrum klukkutímum eftir að forsetarnir tveir hittust á formlegum fundi. Talsmenn Hvíta hússins hafa ekki gefið upp hvað var rætt á seinni fundinum, aðeins að hann hafi átt sér stað, og engin opinber gögn eru til um það sem forsetunum fór á milli. Í frétt New York Times segir að aðrir þjóðarleiðtogar, sem urðu vitni að samtalinu, hafi sérstaklega gert athugasemdir við hegðun Bandaríkjaforseta. Einkennilegt þykir að hann láti svo mikið bera á samræðum við rússneskan kollega sinn.Trump mætti einn og Pútín í fylgd túlks Fyrri fundur forsetanna einkenndist af umræðum um meint afskipti Rússa af forsetakosningum Bandaríkjanna. Pútín neitaði öllum ásökunum og talið barst að því búnu að vopnahléi í Sýrlandi. Í frétt Washington Post segir að um miðbik kvöldverðarins hafi Trump staðið upp úr sæti sínu og sest í stól við hlið Pútíns. Bandaríkjaforseti mætti einn á þennan óformlega fund og þá var Pútín sjálfur aðeins í fylgd opinbers túlks. Fundurinn er sagður hafa staðið yfir í um eina klukkustund. Þá vekja þessar einkasamræður forsetanna einnig upp spurningar um eðli sambands þeirra, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. Framganga Donalds Trump á fyrsta fundi hans og Pútín í Hamborg sætti mikilli gagnrýni fyrr í þessum mánuði. Trump sagðist í tísti sínu um formlega fundinn að hann og Pútín hefðu rætt að koma á fót öflugri, sameiginlegri netöryggissveit ríkjanna. Tengdar fréttir Reiði og hneykslan eftir fund G20 ríkja Um 20 þúsund lögreglumenn stóðu vaktina á fundi 20 stærstu efnahagsríkja í heiminum. Um 480 lögreglumenn hlutu meiðsli í mótmælum vegna fundarins. Kanslari Þýskalands þurfti að verja val sitt á fundarstaðnum opinberlega. 10. júlí 2017 06:00 Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51 Trump harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á fundi með Pútín Trump hélt beint heim til Bandaríkjanna að loknum leiðtogafundinum og ræddi heldur ekki við fréttamenn. Við heimkomuna hóf hann nær tafarlaust að tísta um fund sinn með Vladimir Putin Rússlandsforseta. 9. júlí 2017 19:14 Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hitti rússneska kollega sinn, Vladimir Pútín, tvisvar á ráðstefnu G20-ríkja í Hamborg í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Seinni fundurinn var haldinn við kvöldverðarboð fyrir þjóðarleiðtoga, nokkrum klukkutímum eftir að forsetarnir tveir hittust á formlegum fundi. Talsmenn Hvíta hússins hafa ekki gefið upp hvað var rætt á seinni fundinum, aðeins að hann hafi átt sér stað, og engin opinber gögn eru til um það sem forsetunum fór á milli. Í frétt New York Times segir að aðrir þjóðarleiðtogar, sem urðu vitni að samtalinu, hafi sérstaklega gert athugasemdir við hegðun Bandaríkjaforseta. Einkennilegt þykir að hann láti svo mikið bera á samræðum við rússneskan kollega sinn.Trump mætti einn og Pútín í fylgd túlks Fyrri fundur forsetanna einkenndist af umræðum um meint afskipti Rússa af forsetakosningum Bandaríkjanna. Pútín neitaði öllum ásökunum og talið barst að því búnu að vopnahléi í Sýrlandi. Í frétt Washington Post segir að um miðbik kvöldverðarins hafi Trump staðið upp úr sæti sínu og sest í stól við hlið Pútíns. Bandaríkjaforseti mætti einn á þennan óformlega fund og þá var Pútín sjálfur aðeins í fylgd opinbers túlks. Fundurinn er sagður hafa staðið yfir í um eina klukkustund. Þá vekja þessar einkasamræður forsetanna einnig upp spurningar um eðli sambands þeirra, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. Framganga Donalds Trump á fyrsta fundi hans og Pútín í Hamborg sætti mikilli gagnrýni fyrr í þessum mánuði. Trump sagðist í tísti sínu um formlega fundinn að hann og Pútín hefðu rætt að koma á fót öflugri, sameiginlegri netöryggissveit ríkjanna.
Tengdar fréttir Reiði og hneykslan eftir fund G20 ríkja Um 20 þúsund lögreglumenn stóðu vaktina á fundi 20 stærstu efnahagsríkja í heiminum. Um 480 lögreglumenn hlutu meiðsli í mótmælum vegna fundarins. Kanslari Þýskalands þurfti að verja val sitt á fundarstaðnum opinberlega. 10. júlí 2017 06:00 Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51 Trump harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á fundi með Pútín Trump hélt beint heim til Bandaríkjanna að loknum leiðtogafundinum og ræddi heldur ekki við fréttamenn. Við heimkomuna hóf hann nær tafarlaust að tísta um fund sinn með Vladimir Putin Rússlandsforseta. 9. júlí 2017 19:14 Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Sjá meira
Reiði og hneykslan eftir fund G20 ríkja Um 20 þúsund lögreglumenn stóðu vaktina á fundi 20 stærstu efnahagsríkja í heiminum. Um 480 lögreglumenn hlutu meiðsli í mótmælum vegna fundarins. Kanslari Þýskalands þurfti að verja val sitt á fundarstaðnum opinberlega. 10. júlí 2017 06:00
Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51
Trump harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á fundi með Pútín Trump hélt beint heim til Bandaríkjanna að loknum leiðtogafundinum og ræddi heldur ekki við fréttamenn. Við heimkomuna hóf hann nær tafarlaust að tísta um fund sinn með Vladimir Putin Rússlandsforseta. 9. júlí 2017 19:14
Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34