Trump og Pútín funduðu óformlega í kvöldverðarboði Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2017 23:30 Vladimir Putin og Donald Trump á formlegum fundi sínum á ráðstefnu G20-ríkja. Vísir/AFP Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hitti rússneska kollega sinn, Vladimir Pútín, tvisvar á ráðstefnu G20-ríkja í Hamborg í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Seinni fundurinn var haldinn við kvöldverðarboð fyrir þjóðarleiðtoga, nokkrum klukkutímum eftir að forsetarnir tveir hittust á formlegum fundi. Talsmenn Hvíta hússins hafa ekki gefið upp hvað var rætt á seinni fundinum, aðeins að hann hafi átt sér stað, og engin opinber gögn eru til um það sem forsetunum fór á milli. Í frétt New York Times segir að aðrir þjóðarleiðtogar, sem urðu vitni að samtalinu, hafi sérstaklega gert athugasemdir við hegðun Bandaríkjaforseta. Einkennilegt þykir að hann láti svo mikið bera á samræðum við rússneskan kollega sinn.Trump mætti einn og Pútín í fylgd túlks Fyrri fundur forsetanna einkenndist af umræðum um meint afskipti Rússa af forsetakosningum Bandaríkjanna. Pútín neitaði öllum ásökunum og talið barst að því búnu að vopnahléi í Sýrlandi. Í frétt Washington Post segir að um miðbik kvöldverðarins hafi Trump staðið upp úr sæti sínu og sest í stól við hlið Pútíns. Bandaríkjaforseti mætti einn á þennan óformlega fund og þá var Pútín sjálfur aðeins í fylgd opinbers túlks. Fundurinn er sagður hafa staðið yfir í um eina klukkustund. Þá vekja þessar einkasamræður forsetanna einnig upp spurningar um eðli sambands þeirra, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. Framganga Donalds Trump á fyrsta fundi hans og Pútín í Hamborg sætti mikilli gagnrýni fyrr í þessum mánuði. Trump sagðist í tísti sínu um formlega fundinn að hann og Pútín hefðu rætt að koma á fót öflugri, sameiginlegri netöryggissveit ríkjanna. Tengdar fréttir Reiði og hneykslan eftir fund G20 ríkja Um 20 þúsund lögreglumenn stóðu vaktina á fundi 20 stærstu efnahagsríkja í heiminum. Um 480 lögreglumenn hlutu meiðsli í mótmælum vegna fundarins. Kanslari Þýskalands þurfti að verja val sitt á fundarstaðnum opinberlega. 10. júlí 2017 06:00 Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51 Trump harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á fundi með Pútín Trump hélt beint heim til Bandaríkjanna að loknum leiðtogafundinum og ræddi heldur ekki við fréttamenn. Við heimkomuna hóf hann nær tafarlaust að tísta um fund sinn með Vladimir Putin Rússlandsforseta. 9. júlí 2017 19:14 Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hitti rússneska kollega sinn, Vladimir Pútín, tvisvar á ráðstefnu G20-ríkja í Hamborg í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Seinni fundurinn var haldinn við kvöldverðarboð fyrir þjóðarleiðtoga, nokkrum klukkutímum eftir að forsetarnir tveir hittust á formlegum fundi. Talsmenn Hvíta hússins hafa ekki gefið upp hvað var rætt á seinni fundinum, aðeins að hann hafi átt sér stað, og engin opinber gögn eru til um það sem forsetunum fór á milli. Í frétt New York Times segir að aðrir þjóðarleiðtogar, sem urðu vitni að samtalinu, hafi sérstaklega gert athugasemdir við hegðun Bandaríkjaforseta. Einkennilegt þykir að hann láti svo mikið bera á samræðum við rússneskan kollega sinn.Trump mætti einn og Pútín í fylgd túlks Fyrri fundur forsetanna einkenndist af umræðum um meint afskipti Rússa af forsetakosningum Bandaríkjanna. Pútín neitaði öllum ásökunum og talið barst að því búnu að vopnahléi í Sýrlandi. Í frétt Washington Post segir að um miðbik kvöldverðarins hafi Trump staðið upp úr sæti sínu og sest í stól við hlið Pútíns. Bandaríkjaforseti mætti einn á þennan óformlega fund og þá var Pútín sjálfur aðeins í fylgd opinbers túlks. Fundurinn er sagður hafa staðið yfir í um eina klukkustund. Þá vekja þessar einkasamræður forsetanna einnig upp spurningar um eðli sambands þeirra, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. Framganga Donalds Trump á fyrsta fundi hans og Pútín í Hamborg sætti mikilli gagnrýni fyrr í þessum mánuði. Trump sagðist í tísti sínu um formlega fundinn að hann og Pútín hefðu rætt að koma á fót öflugri, sameiginlegri netöryggissveit ríkjanna.
Tengdar fréttir Reiði og hneykslan eftir fund G20 ríkja Um 20 þúsund lögreglumenn stóðu vaktina á fundi 20 stærstu efnahagsríkja í heiminum. Um 480 lögreglumenn hlutu meiðsli í mótmælum vegna fundarins. Kanslari Þýskalands þurfti að verja val sitt á fundarstaðnum opinberlega. 10. júlí 2017 06:00 Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51 Trump harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á fundi með Pútín Trump hélt beint heim til Bandaríkjanna að loknum leiðtogafundinum og ræddi heldur ekki við fréttamenn. Við heimkomuna hóf hann nær tafarlaust að tísta um fund sinn með Vladimir Putin Rússlandsforseta. 9. júlí 2017 19:14 Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Reiði og hneykslan eftir fund G20 ríkja Um 20 þúsund lögreglumenn stóðu vaktina á fundi 20 stærstu efnahagsríkja í heiminum. Um 480 lögreglumenn hlutu meiðsli í mótmælum vegna fundarins. Kanslari Þýskalands þurfti að verja val sitt á fundarstaðnum opinberlega. 10. júlí 2017 06:00
Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51
Trump harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á fundi með Pútín Trump hélt beint heim til Bandaríkjanna að loknum leiðtogafundinum og ræddi heldur ekki við fréttamenn. Við heimkomuna hóf hann nær tafarlaust að tísta um fund sinn með Vladimir Putin Rússlandsforseta. 9. júlí 2017 19:14
Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34