Trump og Pútín funduðu óformlega í kvöldverðarboði Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2017 23:30 Vladimir Putin og Donald Trump á formlegum fundi sínum á ráðstefnu G20-ríkja. Vísir/AFP Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hitti rússneska kollega sinn, Vladimir Pútín, tvisvar á ráðstefnu G20-ríkja í Hamborg í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Seinni fundurinn var haldinn við kvöldverðarboð fyrir þjóðarleiðtoga, nokkrum klukkutímum eftir að forsetarnir tveir hittust á formlegum fundi. Talsmenn Hvíta hússins hafa ekki gefið upp hvað var rætt á seinni fundinum, aðeins að hann hafi átt sér stað, og engin opinber gögn eru til um það sem forsetunum fór á milli. Í frétt New York Times segir að aðrir þjóðarleiðtogar, sem urðu vitni að samtalinu, hafi sérstaklega gert athugasemdir við hegðun Bandaríkjaforseta. Einkennilegt þykir að hann láti svo mikið bera á samræðum við rússneskan kollega sinn.Trump mætti einn og Pútín í fylgd túlks Fyrri fundur forsetanna einkenndist af umræðum um meint afskipti Rússa af forsetakosningum Bandaríkjanna. Pútín neitaði öllum ásökunum og talið barst að því búnu að vopnahléi í Sýrlandi. Í frétt Washington Post segir að um miðbik kvöldverðarins hafi Trump staðið upp úr sæti sínu og sest í stól við hlið Pútíns. Bandaríkjaforseti mætti einn á þennan óformlega fund og þá var Pútín sjálfur aðeins í fylgd opinbers túlks. Fundurinn er sagður hafa staðið yfir í um eina klukkustund. Þá vekja þessar einkasamræður forsetanna einnig upp spurningar um eðli sambands þeirra, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. Framganga Donalds Trump á fyrsta fundi hans og Pútín í Hamborg sætti mikilli gagnrýni fyrr í þessum mánuði. Trump sagðist í tísti sínu um formlega fundinn að hann og Pútín hefðu rætt að koma á fót öflugri, sameiginlegri netöryggissveit ríkjanna. Tengdar fréttir Reiði og hneykslan eftir fund G20 ríkja Um 20 þúsund lögreglumenn stóðu vaktina á fundi 20 stærstu efnahagsríkja í heiminum. Um 480 lögreglumenn hlutu meiðsli í mótmælum vegna fundarins. Kanslari Þýskalands þurfti að verja val sitt á fundarstaðnum opinberlega. 10. júlí 2017 06:00 Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51 Trump harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á fundi með Pútín Trump hélt beint heim til Bandaríkjanna að loknum leiðtogafundinum og ræddi heldur ekki við fréttamenn. Við heimkomuna hóf hann nær tafarlaust að tísta um fund sinn með Vladimir Putin Rússlandsforseta. 9. júlí 2017 19:14 Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hitti rússneska kollega sinn, Vladimir Pútín, tvisvar á ráðstefnu G20-ríkja í Hamborg í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Seinni fundurinn var haldinn við kvöldverðarboð fyrir þjóðarleiðtoga, nokkrum klukkutímum eftir að forsetarnir tveir hittust á formlegum fundi. Talsmenn Hvíta hússins hafa ekki gefið upp hvað var rætt á seinni fundinum, aðeins að hann hafi átt sér stað, og engin opinber gögn eru til um það sem forsetunum fór á milli. Í frétt New York Times segir að aðrir þjóðarleiðtogar, sem urðu vitni að samtalinu, hafi sérstaklega gert athugasemdir við hegðun Bandaríkjaforseta. Einkennilegt þykir að hann láti svo mikið bera á samræðum við rússneskan kollega sinn.Trump mætti einn og Pútín í fylgd túlks Fyrri fundur forsetanna einkenndist af umræðum um meint afskipti Rússa af forsetakosningum Bandaríkjanna. Pútín neitaði öllum ásökunum og talið barst að því búnu að vopnahléi í Sýrlandi. Í frétt Washington Post segir að um miðbik kvöldverðarins hafi Trump staðið upp úr sæti sínu og sest í stól við hlið Pútíns. Bandaríkjaforseti mætti einn á þennan óformlega fund og þá var Pútín sjálfur aðeins í fylgd opinbers túlks. Fundurinn er sagður hafa staðið yfir í um eina klukkustund. Þá vekja þessar einkasamræður forsetanna einnig upp spurningar um eðli sambands þeirra, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. Framganga Donalds Trump á fyrsta fundi hans og Pútín í Hamborg sætti mikilli gagnrýni fyrr í þessum mánuði. Trump sagðist í tísti sínu um formlega fundinn að hann og Pútín hefðu rætt að koma á fót öflugri, sameiginlegri netöryggissveit ríkjanna.
Tengdar fréttir Reiði og hneykslan eftir fund G20 ríkja Um 20 þúsund lögreglumenn stóðu vaktina á fundi 20 stærstu efnahagsríkja í heiminum. Um 480 lögreglumenn hlutu meiðsli í mótmælum vegna fundarins. Kanslari Þýskalands þurfti að verja val sitt á fundarstaðnum opinberlega. 10. júlí 2017 06:00 Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51 Trump harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á fundi með Pútín Trump hélt beint heim til Bandaríkjanna að loknum leiðtogafundinum og ræddi heldur ekki við fréttamenn. Við heimkomuna hóf hann nær tafarlaust að tísta um fund sinn með Vladimir Putin Rússlandsforseta. 9. júlí 2017 19:14 Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Sjá meira
Reiði og hneykslan eftir fund G20 ríkja Um 20 þúsund lögreglumenn stóðu vaktina á fundi 20 stærstu efnahagsríkja í heiminum. Um 480 lögreglumenn hlutu meiðsli í mótmælum vegna fundarins. Kanslari Þýskalands þurfti að verja val sitt á fundarstaðnum opinberlega. 10. júlí 2017 06:00
Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51
Trump harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á fundi með Pútín Trump hélt beint heim til Bandaríkjanna að loknum leiðtogafundinum og ræddi heldur ekki við fréttamenn. Við heimkomuna hóf hann nær tafarlaust að tísta um fund sinn með Vladimir Putin Rússlandsforseta. 9. júlí 2017 19:14
Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila