Reiði og hneykslan eftir fund G20 ríkja Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. júlí 2017 06:00 Fólk tekur myndir af skemmdum í Schanzenviertel stórmarkaðnum. Mótmælendur unnu miklar skemmdir þegar fundur G20 ríkjanna fór fram. vísir/epa Reiði og hneykslan ríkir í Þýskalandi vegna óeirða í tengslum við G20 fundinn í Hamborg. Um 20 þúsund lögreglumenn stóðu vaktina til að halda í skefjum nokkur hundruð mótmælendum sem skemmdu bíla, stálu úr búðum og köstuðu Molotov-kokteilum á fundinum sem fram fór á föstudag og laugardag. Tugþúsundir annarra mótmælenda mótmæltu friðsamlega við sama tilefni. Tæplega 480 lögreglumenn hlutu meiðsl í mótmælunum; skurði, brunasár eftir flugelda og augnskemmdir eftir laserbendla. Lögreglan greindi frá því í gær að 186 manns hefðu verið handteknir. Þýskir fréttamiðlar vörðu umtalsvert meira plássi í myndir af átökum lögreglunnar við mótmælendur en af fundum Merkel kanslara með leiðtogum annarra þjóða. „Skömm fyrir Þýskaland“ var fyrirsögn í þýska blaðinu Tagesspiegel. Einn af dálkahöfundum blaðsins, Gerd Nowakowski, sagði að myndir af máttlausri lögreglu í baráttu við mótmælendur væru pólitískt stórslys. Víðlesnasta blað Þýskalands, Bild, birti myndir af grímuklæddum mótmælendum og lögreglunni með fyrirsögninni „Glæpamenn og grey“. Inni í blaðinu lýsti stjórnmálafræðingur atburðarásinni í mótmælunum og sagði þau hafa verið mjög ofbeldisfull. Heimspressan hefur beint kastljósinu meira að fundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á fundinum og að skoðunum Bandaríkjaforseta á loftslagsmálum. Skoðanakönnun sýnir að meirihluti Þjóðverja, 59 prósent, telur að óeirðirnar skemmi ímynd Þýskalands jafnvel þótt ofbeldi hafi haft áhrif á fjölda alþjóðafunda víða um heim í gegnum árin. Hamborg er önnur stærsta borg Þýskalands og Reuters fréttastofan segir að íbúar séu þekktir fyrir að vera róttækir vinstrisinnar. Merkel kanslari hefur varið val sitt á Hamborg sem fundarstað og sagði að slíkir fundir hefðu verið haldnir í öðrum stórborgum, eins og Lundúnum. Merkel hafði viljað sýna aðilum G20, þar á meðal Pútín og Erdogan, forseta Tyrklands, að hún aðhylltist tjáningarfrelsi og hafnaði fullyrðingum um að sumar borgir gætu ekki haldið viðburð af þessu tagi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Reiði og hneykslan ríkir í Þýskalandi vegna óeirða í tengslum við G20 fundinn í Hamborg. Um 20 þúsund lögreglumenn stóðu vaktina til að halda í skefjum nokkur hundruð mótmælendum sem skemmdu bíla, stálu úr búðum og köstuðu Molotov-kokteilum á fundinum sem fram fór á föstudag og laugardag. Tugþúsundir annarra mótmælenda mótmæltu friðsamlega við sama tilefni. Tæplega 480 lögreglumenn hlutu meiðsl í mótmælunum; skurði, brunasár eftir flugelda og augnskemmdir eftir laserbendla. Lögreglan greindi frá því í gær að 186 manns hefðu verið handteknir. Þýskir fréttamiðlar vörðu umtalsvert meira plássi í myndir af átökum lögreglunnar við mótmælendur en af fundum Merkel kanslara með leiðtogum annarra þjóða. „Skömm fyrir Þýskaland“ var fyrirsögn í þýska blaðinu Tagesspiegel. Einn af dálkahöfundum blaðsins, Gerd Nowakowski, sagði að myndir af máttlausri lögreglu í baráttu við mótmælendur væru pólitískt stórslys. Víðlesnasta blað Þýskalands, Bild, birti myndir af grímuklæddum mótmælendum og lögreglunni með fyrirsögninni „Glæpamenn og grey“. Inni í blaðinu lýsti stjórnmálafræðingur atburðarásinni í mótmælunum og sagði þau hafa verið mjög ofbeldisfull. Heimspressan hefur beint kastljósinu meira að fundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á fundinum og að skoðunum Bandaríkjaforseta á loftslagsmálum. Skoðanakönnun sýnir að meirihluti Þjóðverja, 59 prósent, telur að óeirðirnar skemmi ímynd Þýskalands jafnvel þótt ofbeldi hafi haft áhrif á fjölda alþjóðafunda víða um heim í gegnum árin. Hamborg er önnur stærsta borg Þýskalands og Reuters fréttastofan segir að íbúar séu þekktir fyrir að vera róttækir vinstrisinnar. Merkel kanslari hefur varið val sitt á Hamborg sem fundarstað og sagði að slíkir fundir hefðu verið haldnir í öðrum stórborgum, eins og Lundúnum. Merkel hafði viljað sýna aðilum G20, þar á meðal Pútín og Erdogan, forseta Tyrklands, að hún aðhylltist tjáningarfrelsi og hafnaði fullyrðingum um að sumar borgir gætu ekki haldið viðburð af þessu tagi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila