Reiði og hneykslan eftir fund G20 ríkja Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. júlí 2017 06:00 Fólk tekur myndir af skemmdum í Schanzenviertel stórmarkaðnum. Mótmælendur unnu miklar skemmdir þegar fundur G20 ríkjanna fór fram. vísir/epa Reiði og hneykslan ríkir í Þýskalandi vegna óeirða í tengslum við G20 fundinn í Hamborg. Um 20 þúsund lögreglumenn stóðu vaktina til að halda í skefjum nokkur hundruð mótmælendum sem skemmdu bíla, stálu úr búðum og köstuðu Molotov-kokteilum á fundinum sem fram fór á föstudag og laugardag. Tugþúsundir annarra mótmælenda mótmæltu friðsamlega við sama tilefni. Tæplega 480 lögreglumenn hlutu meiðsl í mótmælunum; skurði, brunasár eftir flugelda og augnskemmdir eftir laserbendla. Lögreglan greindi frá því í gær að 186 manns hefðu verið handteknir. Þýskir fréttamiðlar vörðu umtalsvert meira plássi í myndir af átökum lögreglunnar við mótmælendur en af fundum Merkel kanslara með leiðtogum annarra þjóða. „Skömm fyrir Þýskaland“ var fyrirsögn í þýska blaðinu Tagesspiegel. Einn af dálkahöfundum blaðsins, Gerd Nowakowski, sagði að myndir af máttlausri lögreglu í baráttu við mótmælendur væru pólitískt stórslys. Víðlesnasta blað Þýskalands, Bild, birti myndir af grímuklæddum mótmælendum og lögreglunni með fyrirsögninni „Glæpamenn og grey“. Inni í blaðinu lýsti stjórnmálafræðingur atburðarásinni í mótmælunum og sagði þau hafa verið mjög ofbeldisfull. Heimspressan hefur beint kastljósinu meira að fundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á fundinum og að skoðunum Bandaríkjaforseta á loftslagsmálum. Skoðanakönnun sýnir að meirihluti Þjóðverja, 59 prósent, telur að óeirðirnar skemmi ímynd Þýskalands jafnvel þótt ofbeldi hafi haft áhrif á fjölda alþjóðafunda víða um heim í gegnum árin. Hamborg er önnur stærsta borg Þýskalands og Reuters fréttastofan segir að íbúar séu þekktir fyrir að vera róttækir vinstrisinnar. Merkel kanslari hefur varið val sitt á Hamborg sem fundarstað og sagði að slíkir fundir hefðu verið haldnir í öðrum stórborgum, eins og Lundúnum. Merkel hafði viljað sýna aðilum G20, þar á meðal Pútín og Erdogan, forseta Tyrklands, að hún aðhylltist tjáningarfrelsi og hafnaði fullyrðingum um að sumar borgir gætu ekki haldið viðburð af þessu tagi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Reiði og hneykslan ríkir í Þýskalandi vegna óeirða í tengslum við G20 fundinn í Hamborg. Um 20 þúsund lögreglumenn stóðu vaktina til að halda í skefjum nokkur hundruð mótmælendum sem skemmdu bíla, stálu úr búðum og köstuðu Molotov-kokteilum á fundinum sem fram fór á föstudag og laugardag. Tugþúsundir annarra mótmælenda mótmæltu friðsamlega við sama tilefni. Tæplega 480 lögreglumenn hlutu meiðsl í mótmælunum; skurði, brunasár eftir flugelda og augnskemmdir eftir laserbendla. Lögreglan greindi frá því í gær að 186 manns hefðu verið handteknir. Þýskir fréttamiðlar vörðu umtalsvert meira plássi í myndir af átökum lögreglunnar við mótmælendur en af fundum Merkel kanslara með leiðtogum annarra þjóða. „Skömm fyrir Þýskaland“ var fyrirsögn í þýska blaðinu Tagesspiegel. Einn af dálkahöfundum blaðsins, Gerd Nowakowski, sagði að myndir af máttlausri lögreglu í baráttu við mótmælendur væru pólitískt stórslys. Víðlesnasta blað Þýskalands, Bild, birti myndir af grímuklæddum mótmælendum og lögreglunni með fyrirsögninni „Glæpamenn og grey“. Inni í blaðinu lýsti stjórnmálafræðingur atburðarásinni í mótmælunum og sagði þau hafa verið mjög ofbeldisfull. Heimspressan hefur beint kastljósinu meira að fundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á fundinum og að skoðunum Bandaríkjaforseta á loftslagsmálum. Skoðanakönnun sýnir að meirihluti Þjóðverja, 59 prósent, telur að óeirðirnar skemmi ímynd Þýskalands jafnvel þótt ofbeldi hafi haft áhrif á fjölda alþjóðafunda víða um heim í gegnum árin. Hamborg er önnur stærsta borg Þýskalands og Reuters fréttastofan segir að íbúar séu þekktir fyrir að vera róttækir vinstrisinnar. Merkel kanslari hefur varið val sitt á Hamborg sem fundarstað og sagði að slíkir fundir hefðu verið haldnir í öðrum stórborgum, eins og Lundúnum. Merkel hafði viljað sýna aðilum G20, þar á meðal Pútín og Erdogan, forseta Tyrklands, að hún aðhylltist tjáningarfrelsi og hafnaði fullyrðingum um að sumar borgir gætu ekki haldið viðburð af þessu tagi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira