Reiði og hneykslan eftir fund G20 ríkja Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. júlí 2017 06:00 Fólk tekur myndir af skemmdum í Schanzenviertel stórmarkaðnum. Mótmælendur unnu miklar skemmdir þegar fundur G20 ríkjanna fór fram. vísir/epa Reiði og hneykslan ríkir í Þýskalandi vegna óeirða í tengslum við G20 fundinn í Hamborg. Um 20 þúsund lögreglumenn stóðu vaktina til að halda í skefjum nokkur hundruð mótmælendum sem skemmdu bíla, stálu úr búðum og köstuðu Molotov-kokteilum á fundinum sem fram fór á föstudag og laugardag. Tugþúsundir annarra mótmælenda mótmæltu friðsamlega við sama tilefni. Tæplega 480 lögreglumenn hlutu meiðsl í mótmælunum; skurði, brunasár eftir flugelda og augnskemmdir eftir laserbendla. Lögreglan greindi frá því í gær að 186 manns hefðu verið handteknir. Þýskir fréttamiðlar vörðu umtalsvert meira plássi í myndir af átökum lögreglunnar við mótmælendur en af fundum Merkel kanslara með leiðtogum annarra þjóða. „Skömm fyrir Þýskaland“ var fyrirsögn í þýska blaðinu Tagesspiegel. Einn af dálkahöfundum blaðsins, Gerd Nowakowski, sagði að myndir af máttlausri lögreglu í baráttu við mótmælendur væru pólitískt stórslys. Víðlesnasta blað Þýskalands, Bild, birti myndir af grímuklæddum mótmælendum og lögreglunni með fyrirsögninni „Glæpamenn og grey“. Inni í blaðinu lýsti stjórnmálafræðingur atburðarásinni í mótmælunum og sagði þau hafa verið mjög ofbeldisfull. Heimspressan hefur beint kastljósinu meira að fundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á fundinum og að skoðunum Bandaríkjaforseta á loftslagsmálum. Skoðanakönnun sýnir að meirihluti Þjóðverja, 59 prósent, telur að óeirðirnar skemmi ímynd Þýskalands jafnvel þótt ofbeldi hafi haft áhrif á fjölda alþjóðafunda víða um heim í gegnum árin. Hamborg er önnur stærsta borg Þýskalands og Reuters fréttastofan segir að íbúar séu þekktir fyrir að vera róttækir vinstrisinnar. Merkel kanslari hefur varið val sitt á Hamborg sem fundarstað og sagði að slíkir fundir hefðu verið haldnir í öðrum stórborgum, eins og Lundúnum. Merkel hafði viljað sýna aðilum G20, þar á meðal Pútín og Erdogan, forseta Tyrklands, að hún aðhylltist tjáningarfrelsi og hafnaði fullyrðingum um að sumar borgir gætu ekki haldið viðburð af þessu tagi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Reiði og hneykslan ríkir í Þýskalandi vegna óeirða í tengslum við G20 fundinn í Hamborg. Um 20 þúsund lögreglumenn stóðu vaktina til að halda í skefjum nokkur hundruð mótmælendum sem skemmdu bíla, stálu úr búðum og köstuðu Molotov-kokteilum á fundinum sem fram fór á föstudag og laugardag. Tugþúsundir annarra mótmælenda mótmæltu friðsamlega við sama tilefni. Tæplega 480 lögreglumenn hlutu meiðsl í mótmælunum; skurði, brunasár eftir flugelda og augnskemmdir eftir laserbendla. Lögreglan greindi frá því í gær að 186 manns hefðu verið handteknir. Þýskir fréttamiðlar vörðu umtalsvert meira plássi í myndir af átökum lögreglunnar við mótmælendur en af fundum Merkel kanslara með leiðtogum annarra þjóða. „Skömm fyrir Þýskaland“ var fyrirsögn í þýska blaðinu Tagesspiegel. Einn af dálkahöfundum blaðsins, Gerd Nowakowski, sagði að myndir af máttlausri lögreglu í baráttu við mótmælendur væru pólitískt stórslys. Víðlesnasta blað Þýskalands, Bild, birti myndir af grímuklæddum mótmælendum og lögreglunni með fyrirsögninni „Glæpamenn og grey“. Inni í blaðinu lýsti stjórnmálafræðingur atburðarásinni í mótmælunum og sagði þau hafa verið mjög ofbeldisfull. Heimspressan hefur beint kastljósinu meira að fundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á fundinum og að skoðunum Bandaríkjaforseta á loftslagsmálum. Skoðanakönnun sýnir að meirihluti Þjóðverja, 59 prósent, telur að óeirðirnar skemmi ímynd Þýskalands jafnvel þótt ofbeldi hafi haft áhrif á fjölda alþjóðafunda víða um heim í gegnum árin. Hamborg er önnur stærsta borg Þýskalands og Reuters fréttastofan segir að íbúar séu þekktir fyrir að vera róttækir vinstrisinnar. Merkel kanslari hefur varið val sitt á Hamborg sem fundarstað og sagði að slíkir fundir hefðu verið haldnir í öðrum stórborgum, eins og Lundúnum. Merkel hafði viljað sýna aðilum G20, þar á meðal Pútín og Erdogan, forseta Tyrklands, að hún aðhylltist tjáningarfrelsi og hafnaði fullyrðingum um að sumar borgir gætu ekki haldið viðburð af þessu tagi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira