Erlent

Lögreglan í Mexíkó skaut nítján úr eiturlyfjagengi El Chapo

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Joaquín El Chapo Guzmán
Joaquín El Chapo Guzmán EPA
Lögreglan í Mexíkó skaut nítján vopnaða menn úr einu stærsta eiturlyfjagengi landsins í skotbardaga í Sinaloa fyrr í dag. Fimm lögreglumenn meiddust í átökunum.Þessi aðgerð var ein sú umfangsmesta sem lögreglan hefur tekið þátt í síðustu mánuði. Hófust átökin aðfaranótt miðvikudags en þá hafði brotist út skotbardagi milli tveggja fíkniefnagenga. Tveir höfðu látist þegar lögreglan greip inn í leikinn.Lagt var hald á um tuttugu vopn og þrjá pallbíla frá genginu. Mikið hefur verið um átök í Sinaloa eftir að eiturlyfjabarónninn Joaquín „El ChapoGuzmán var handtekinn á síðasta ári. Guzmán var handtekinn í janúar 2016, sex mánuðum eftir að hafa flúið Altiplano fangelsið. Fangelsið er staðsett nálægt Mexíkóborg og er öryggisgæsla þar meiri en gengur og gerist. Guzman stofnaði Sinaloa eiturlyfjagengið á níunda áratug síðustu aldar og varð fljótt milljarðamæringur á eiturlyfjaviðskiptum.Ofbeldi hefur stóraukist á svæðinu á fyrstu fimm mánuðum ársins, eða um 76% ef borið er saman við sama tímabil í fyrra.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.