Erlent

Átta tróðust undir fyrir fótboltaleik í Malaví

Atli Ísleifsson skrifar
Frá malavísku höfuðborginni Lilongwe. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Frá malavísku höfuðborginni Lilongwe. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Lögregla í Malaví segir að átta manns hafi troðist undir – þar af sjö börn – og tugir særst fyrir fótboltaleik í höfuðborginni Lilongwe í dag.

Fólkið tróðst undir þegar þúsundir manna flykktust inn á Bingu-þjóðarleikvanginn í borginni í leit að sætum fyrir vináttuleik Nyasa Big Bullets og Silver Strikers.

Peter Mutharika, forseti landsins, hefur sent samúðarkveðjur til fórnarlamba og aðstandenda þeirra og heitið því að stjórnvöld muni gera allt til að aðstoða fjölskyldur hinna látnu. Fastlega er búist við að tala látinna komi til með að hækka.

Þjóðarleikvangurinn tekur um 40 þúsund manns í sæti og átti að opna klukkan 6:30 að staðartíma til að hleypa fólki frítt inn. Eftir þriggja tíma seinkun var hliðunum loks opnað þar sem þúsundir manna biður fyrir utan.

Fótboltaleikurinn var liður í hátíðarhöldum til að minnast þess að 53 ár eru liðin frá því að landið lýsti yfir sjálfstæði frá Bretum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×