Skoða ábendingar um meðferð fyrir dauðvona dreng Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2017 19:41 Mál Charlie Gard hefur vakið athygli víða um heim. Hópur fólks krefst þess að hann fái áfram meðferð á Ítalíu. Vísir/AFP Sjúkrahúsið sem hefur annast breska drenginn Charlie Gard sem þjáist af afar sjaldgæfum og banvænum sjúkdómi hefur óskað eftir að enskur dómstóll taki mál hans aftur upp vegna nýrra ábendinga um mögulegar meðferðir. Charlie er tíu mánaða gamalla og þjáist af mergmisþroska sem hamlar þroska hans. Læknar hans segja hann heilaskaddaðan, hann sé blindur og heyrnalaus og hann geti hvorki kyngt né grátið. Drengurinn hefur verið í öndunarvél sem heldur í honum lífinu. Foreldrar Charlie hafa barist fyrir að fá að senda hann til Bandaríkjanna í umdeilda tilraunameðferð en enskur dómstóll úrskurðaði að læknar mættu taka hann úr öndunarvél. Evrópudómstóllinn komst að sömu niðurstöðu í lok júní. Töldu dómstólar að áframhaldandi meðferð yrði Charlie til skaða. Nú hefur Great Osmond Street-sjúkrahúsið óskað eftir að hæstiréttur Englands taki mál Charlie aftur fyrir, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Vísar það til ábendinga sem því hafi borist frá læknum um mögulegan ávinning af meðferð. Sjúkrahúsið segist ætla skoða óbirtar rannsóknar sem því hefur verið sent og vill að dómstóllinn taki afstöðu til þeirra líka. Dómsúrskurður bannar nú að Charlie sé færður til meðferðar annars staðar. Bæði Frans páfi og Donald Trump Bandaríkjaforseti hafa lýst yfir stuðningi við foreldra Charlie opinberlega. Tengdar fréttir Ekki hægt að flytja dauðvona dreng í Páfagarð Utanríkisráðherra Bretlands segir best að fela sérfræðingum og dómstólum að taka ákvarðanir um örlög dauðvona drengs. Sjúkrahús Páfagarðs hafði boðist til að taka við drengnum og halda meðferð áfram. 5. júlí 2017 18:02 Sjúkrahús Páfagarðs býðst til að taka við langveiku barni Mál Charlie Gard, langveiks drengs sem bíður dauðans, hefur vakið athygli um allan heim. Barnasjúkrahús í eigu Páfagarðs hefur nú boðist til að taka við drengnum til að foreldrarnir geti sjálfir ákveðið hvenær lífsbarátta hans endar. 4. júlí 2017 18:25 Trump og páfinn heita foreldrum barns sem á að leyfa að deyja stuðningi Foreldrar tíu mánaða gamals langveiks drengs sem læknar ætla að taka úr öndunarvél hafa fengið stuðning frá Páfagarði og Hvíta húsinu. 3. júlí 2017 19:27 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Sjá meira
Sjúkrahúsið sem hefur annast breska drenginn Charlie Gard sem þjáist af afar sjaldgæfum og banvænum sjúkdómi hefur óskað eftir að enskur dómstóll taki mál hans aftur upp vegna nýrra ábendinga um mögulegar meðferðir. Charlie er tíu mánaða gamalla og þjáist af mergmisþroska sem hamlar þroska hans. Læknar hans segja hann heilaskaddaðan, hann sé blindur og heyrnalaus og hann geti hvorki kyngt né grátið. Drengurinn hefur verið í öndunarvél sem heldur í honum lífinu. Foreldrar Charlie hafa barist fyrir að fá að senda hann til Bandaríkjanna í umdeilda tilraunameðferð en enskur dómstóll úrskurðaði að læknar mættu taka hann úr öndunarvél. Evrópudómstóllinn komst að sömu niðurstöðu í lok júní. Töldu dómstólar að áframhaldandi meðferð yrði Charlie til skaða. Nú hefur Great Osmond Street-sjúkrahúsið óskað eftir að hæstiréttur Englands taki mál Charlie aftur fyrir, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Vísar það til ábendinga sem því hafi borist frá læknum um mögulegan ávinning af meðferð. Sjúkrahúsið segist ætla skoða óbirtar rannsóknar sem því hefur verið sent og vill að dómstóllinn taki afstöðu til þeirra líka. Dómsúrskurður bannar nú að Charlie sé færður til meðferðar annars staðar. Bæði Frans páfi og Donald Trump Bandaríkjaforseti hafa lýst yfir stuðningi við foreldra Charlie opinberlega.
Tengdar fréttir Ekki hægt að flytja dauðvona dreng í Páfagarð Utanríkisráðherra Bretlands segir best að fela sérfræðingum og dómstólum að taka ákvarðanir um örlög dauðvona drengs. Sjúkrahús Páfagarðs hafði boðist til að taka við drengnum og halda meðferð áfram. 5. júlí 2017 18:02 Sjúkrahús Páfagarðs býðst til að taka við langveiku barni Mál Charlie Gard, langveiks drengs sem bíður dauðans, hefur vakið athygli um allan heim. Barnasjúkrahús í eigu Páfagarðs hefur nú boðist til að taka við drengnum til að foreldrarnir geti sjálfir ákveðið hvenær lífsbarátta hans endar. 4. júlí 2017 18:25 Trump og páfinn heita foreldrum barns sem á að leyfa að deyja stuðningi Foreldrar tíu mánaða gamals langveiks drengs sem læknar ætla að taka úr öndunarvél hafa fengið stuðning frá Páfagarði og Hvíta húsinu. 3. júlí 2017 19:27 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Sjá meira
Ekki hægt að flytja dauðvona dreng í Páfagarð Utanríkisráðherra Bretlands segir best að fela sérfræðingum og dómstólum að taka ákvarðanir um örlög dauðvona drengs. Sjúkrahús Páfagarðs hafði boðist til að taka við drengnum og halda meðferð áfram. 5. júlí 2017 18:02
Sjúkrahús Páfagarðs býðst til að taka við langveiku barni Mál Charlie Gard, langveiks drengs sem bíður dauðans, hefur vakið athygli um allan heim. Barnasjúkrahús í eigu Páfagarðs hefur nú boðist til að taka við drengnum til að foreldrarnir geti sjálfir ákveðið hvenær lífsbarátta hans endar. 4. júlí 2017 18:25
Trump og páfinn heita foreldrum barns sem á að leyfa að deyja stuðningi Foreldrar tíu mánaða gamals langveiks drengs sem læknar ætla að taka úr öndunarvél hafa fengið stuðning frá Páfagarði og Hvíta húsinu. 3. júlí 2017 19:27
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“