Fótbolti

Manchester United staðfestir komu Lukaku

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lukaku hefur skorað mikið fyrir Everton undanfarin ár.
Lukaku hefur skorað mikið fyrir Everton undanfarin ár. vísir/getty
Manchester United hefur gefið frá sér tilkynningu þess efnis að félagið hafi komist að samkomulagi við Everton um kaup á belgíska framherjanum Romelu Lukaku.

Breskir fjölmiðlar greindu frá því fyrr í vikunni að samkomulag hafi náðst, en ekkert heyrðist frá félögunum fyrr en í morgun.



 

Lukaku á þó eftir að komast að persónulegu samkomulagi við United og standast læknisskoðun félagsins.

Þessi 24 ára framherji fór á kostum með Everton á síðasta tímabili og skoraði 25 mörk fyrir félagið í ensku úrvalsdeildinni.

Forráðamenn Manchester United munu vilja klára samningaviðræðurnar áður en félagið heldur í æfingaferð til Bandaríkjanna á sunnudag.

Lukaku er góður vinur franska framherjans Paul Pogba og er talið að vinskapur þeirra hafi verið ein af ástæðum þess að Lukaku valdi United fram yfir ensku meistarana í Chelsea. Pogba birti myndband á Instagram í morgun og skrifar undir það Sjáumst á æfingu á morgun Lukaku.



 
See you tomorrow in training @rlukaku9 #bienvenue #AgentP

A post shared by Paul Labile Pogba (@paulpogba) on Jul 8, 2017 at 12:20am PDT






Tengdar fréttir

Lukaku á leið til Man Utd

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Manchester United hafi komist að samkomulagi við Everton um kaup á belgíska framherjanum Romelu Lukaku.

Pogba byrjaður að æfa með Lukaku

Í gær var greint frá því að Romelu Lukaku væri á leið frá Everton til Man. Utd en beðið er nú eftir því að félögin staðfesti þessi vistaskipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×