Theresa May í vanda bæði heima og að heiman Heimir Már Pétursson skrifar 22. júní 2017 19:45 Theresa May ræðir við Dalia Grybauskaite, forseta Litháen, og Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu. Vísir/afp Theresa May forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu bæði innanlands sem utan. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir framkomu sína í tengslum við brunann í Grenfell-turninum og hefur þurft að gefa eftir í skilyrðum fyrir viðræðum um brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May kom til Brussel síðdegis til viðræðna við leiðtoga Evrópusambandsríkjanna um innflytjendamál og réttindi borgara hinna 27 aðildarríkjanna í Bretlandi eftir að Bretar hafa sagt skilið við sambandið. En þegar formlega viðræður um sambandsslitin hófust á mánudag gerði Evrópusambandið það að skilyrði að þau mál yrðu rædd fyrst allra. Þá þurfti breska stjórnin að láta í minni pokann með þá kröfu sína að nýr samningur við Breta yrði ræddur samhliða viðræðum um brotthvarfið. Breski forsætisráðherrann er því í vörn heima og að heiman. Áður en May fór til Brussel í dag gaf hún yfirlýsingu í breska þinginu varðandi brunann í Grenfell-turninum í Lundúnum í síðustu viku. May hefur einnig verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við brunanum, sem hún segir nú að aldrei hefði átt að getað átt sér stað. „Ég mun hér á eftir greina frá því hvernig eldurinn kviknkaði. En eins og ég sagði í gær þá var gráu bætt ofan á svart vegna þess að stuðningur á vettvangi var ekki nógu góður eftir að eldurinn kviknaði. Ég sem forsætisráðherra hef beðist afsökunar áþví og axlað þá ábyrgð að allt verði gert til að bæta fyrir það,“ sagði May. Opinberum leigufélögum hefur verið gert að herða á brunavörnum og eftirliti og einkaaðilum sem leigja út húsnæði hefur verið boðinn aðgangur að áætlunum hins opinbera. Forsætisráðherrann hefur tekið við stjórn á aðgerðarhópi sem leysa á úr vanda þeirra sem misstu heimili sín í Grenfell brunanum. Þá hafa farið fram skoðanir á klæðningum hárra íbúðarbygginga í Lundúnum en klæðningin í Grenfell reyndist mjög eldfim. „Virðulegur forseti, rétt áður en ég gekk í þingsalinn var ég upplýst um að í fjölmörgum tilfellum hafa klæðningar húsanna reynst vera eldfimar. Viðeigandi yfirvöldum og slökkviliðum hefur verið greint frá þessu. Á meðan ég tala hér eru þessir aðilar að stíga skref til að tryggja öryggi þessara bygginga og gera íbúum þessara húsa grein fyrir stöðunni,“ sagði Theresa May á breska þinginu í dag. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir May neyðst til að bakka með stefnumál Jeremy Corbyn segir valdatap forsætisráðherra Bretlands kristallast í því að hún dragi stefnumál til baka. Sjálf hvetur May til aukinnar samvinnu. Stefnuræða drottningar einkenndist af væntanlegri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 22. júní 2017 07:00 Vafasöm klæðning á ellefu háhýsum Þetta er niðurstaðan eftir prófun á sex hundrað háhýsum á Englandi í kjölfar brunans í Grenfell-turninum. 22. júní 2017 13:39 Íbúar Grenfell-turnsins fá nýjar íbúðir Breska ríkisstjórnin hefur útvegað eftirlifandi íbúum Grenfell-turnsins, sem brann í Kensington-hverfi í London í síðustu viku, nýjar félagslegar íbúðir. 21. júní 2017 19:52 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Theresa May forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu bæði innanlands sem utan. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir framkomu sína í tengslum við brunann í Grenfell-turninum og hefur þurft að gefa eftir í skilyrðum fyrir viðræðum um brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May kom til Brussel síðdegis til viðræðna við leiðtoga Evrópusambandsríkjanna um innflytjendamál og réttindi borgara hinna 27 aðildarríkjanna í Bretlandi eftir að Bretar hafa sagt skilið við sambandið. En þegar formlega viðræður um sambandsslitin hófust á mánudag gerði Evrópusambandið það að skilyrði að þau mál yrðu rædd fyrst allra. Þá þurfti breska stjórnin að láta í minni pokann með þá kröfu sína að nýr samningur við Breta yrði ræddur samhliða viðræðum um brotthvarfið. Breski forsætisráðherrann er því í vörn heima og að heiman. Áður en May fór til Brussel í dag gaf hún yfirlýsingu í breska þinginu varðandi brunann í Grenfell-turninum í Lundúnum í síðustu viku. May hefur einnig verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við brunanum, sem hún segir nú að aldrei hefði átt að getað átt sér stað. „Ég mun hér á eftir greina frá því hvernig eldurinn kviknkaði. En eins og ég sagði í gær þá var gráu bætt ofan á svart vegna þess að stuðningur á vettvangi var ekki nógu góður eftir að eldurinn kviknaði. Ég sem forsætisráðherra hef beðist afsökunar áþví og axlað þá ábyrgð að allt verði gert til að bæta fyrir það,“ sagði May. Opinberum leigufélögum hefur verið gert að herða á brunavörnum og eftirliti og einkaaðilum sem leigja út húsnæði hefur verið boðinn aðgangur að áætlunum hins opinbera. Forsætisráðherrann hefur tekið við stjórn á aðgerðarhópi sem leysa á úr vanda þeirra sem misstu heimili sín í Grenfell brunanum. Þá hafa farið fram skoðanir á klæðningum hárra íbúðarbygginga í Lundúnum en klæðningin í Grenfell reyndist mjög eldfim. „Virðulegur forseti, rétt áður en ég gekk í þingsalinn var ég upplýst um að í fjölmörgum tilfellum hafa klæðningar húsanna reynst vera eldfimar. Viðeigandi yfirvöldum og slökkviliðum hefur verið greint frá þessu. Á meðan ég tala hér eru þessir aðilar að stíga skref til að tryggja öryggi þessara bygginga og gera íbúum þessara húsa grein fyrir stöðunni,“ sagði Theresa May á breska þinginu í dag.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir May neyðst til að bakka með stefnumál Jeremy Corbyn segir valdatap forsætisráðherra Bretlands kristallast í því að hún dragi stefnumál til baka. Sjálf hvetur May til aukinnar samvinnu. Stefnuræða drottningar einkenndist af væntanlegri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 22. júní 2017 07:00 Vafasöm klæðning á ellefu háhýsum Þetta er niðurstaðan eftir prófun á sex hundrað háhýsum á Englandi í kjölfar brunans í Grenfell-turninum. 22. júní 2017 13:39 Íbúar Grenfell-turnsins fá nýjar íbúðir Breska ríkisstjórnin hefur útvegað eftirlifandi íbúum Grenfell-turnsins, sem brann í Kensington-hverfi í London í síðustu viku, nýjar félagslegar íbúðir. 21. júní 2017 19:52 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
May neyðst til að bakka með stefnumál Jeremy Corbyn segir valdatap forsætisráðherra Bretlands kristallast í því að hún dragi stefnumál til baka. Sjálf hvetur May til aukinnar samvinnu. Stefnuræða drottningar einkenndist af væntanlegri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 22. júní 2017 07:00
Vafasöm klæðning á ellefu háhýsum Þetta er niðurstaðan eftir prófun á sex hundrað háhýsum á Englandi í kjölfar brunans í Grenfell-turninum. 22. júní 2017 13:39
Íbúar Grenfell-turnsins fá nýjar íbúðir Breska ríkisstjórnin hefur útvegað eftirlifandi íbúum Grenfell-turnsins, sem brann í Kensington-hverfi í London í síðustu viku, nýjar félagslegar íbúðir. 21. júní 2017 19:52