Íslenski boltinn

Ágúst: Dómarinn leggur þetta upp í hendurnar á þeim

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis vísir/ernir
„Maður er svolítið svekktur eftir þessi úrslit eins og leikurinn spilaðist,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í dag. Fjölnir og Valsmenn gerður 1-1 jafntefli í fyrsta leik 9. Umferðar Pepsi-deildar karla á Extra-vellinum í dag og náði toppliðið að jafna metin úr vítaspyrnu á síðustu mínútum leiksins.

„Valsarar fengu nokkur dauðafæri í leiknum og náðu bara ekki að skora. Það voru hrindingar út um allan völl allan leikinn og lítið dæmt en svo kemur ein hrinding inni í okkar teig og dómarinn leggur þetta upp í hendurnar á þeim að skora eitt mark.“

Ágúst segir að liðið hafi varist vel og allir leikmenn Fjölnis hafi barist eins og ljón allan tímann.

„Það kom mér verulega á óvart þegar dómarinn dæmdi víti. Línan í leiknum var þannig að það mátti ýta töluvert en síðan kemur þetta atvik inni í vítateig og mér fannst þetta mjög einkennilegur dómur.“

Varnarleikur Fjölnis hefur verið ákveðin hausverkur á tímabilinu en Ágúst var sáttur með sína varnarmenn í dag.

„Þeir skoruðu allavega ekki úr opnum leik og skora bara úr víti. Ég er ánægður með strákana og þeir stóðu sig vel og ég held að við höfum komið Völsurunum svolítið á óvart í dag. Við vitum það alveg að við getum verið alveg jafn góðir og Valsmenn.“

 

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×