Erlent

Al-Qaeda sleppir sænskum gísl í Malí

Atli Ísleifsson skrifar
Johan Gustafsson var á mótorhjólaferð um Afríku þegar honum var rænt.
Johan Gustafsson var á mótorhjólaferð um Afríku þegar honum var rænt.
Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hefur sleppt Svíanum Johan Gustafsson sem hefur verið haldið í gíslingu frá árinu 2011. Frá þessu greinir sænska blaðið Expressen.

Blaðið vísaði í ónafngreinda heimildarmenn, en fréttirnar hafa nú fengist staðfestar hjá sænska utanríkisráðuneytinu.

Gustafsson var rænt af liðsmönnum al-Qaeda þegar hann var 36 ára og á mótorhjólaferð um Afríku. Var hann á ferð ásamt Hollendingi og Suður-Afríkumanni þegar mönnunum var rænt á veitingastað í malísku borginni Timbúktú.

Í frétt SVT segir að maðurinn er nú í flugvél á leiðinni heim til Svíþjóðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×