Trump hæðist að sjónvarpskonu og segir hana hafa verið blæðandi eftir andlitslyftingu Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2017 15:03 Donald Trump hefur ítrekað látið gífuryrði flakka á Twitter og oft hafa þau komið honum í koll. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræðst með furðulegum hætti á sjónvarpskonu í nýju tísti. Kallar hann sjónvarpskonuna heimska og klikkaða og segir að henni hafi „blætt illa eftir andlitslyftingu“ um áramótin. Í enn einum tíststorminum lætur Bandaríkjaforseti fúkyrðin flæða yfir Mika Brzezinski, annan stjórnanda morgunþáttarins Morning Joe á sjónvarpsstöðinni MSNBC. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hún hafi sakaði Trump um að vera að þróa „einræðisríki“ í vikunni. „Ég heyri að Morning Joe sem lítið er horft á tali illa um mig (ég horfi ekki lengur),“ tísti Trump í morgun. Fylgdi hann því eftir með ofsafenginni árás á Brzezinski og meðstjórnanda hennar Joe Scarborough. Kallaði hann þau „Lág greindarvísitala, klikkaða Mika“ og „Geðveiki Joe“ í öðru tísti. Þau hafi „krafist þess“ að fá að koma til Mar-a-Lago, aðsetur Trump í Flórída, í þrjá daga yfir áramótin. „Henni blæddi illa eftir andlitslyftingu. Ég sagði nei!“ skrifaði forsetinn.Höfðu gagnrýnt tíst forsetans í morgunÁ móti hæddist Brzezinski að stærð handa Trump sem hann er afar viðkvæmur fyrir. Talsmaður MSNBC sagði í tísti að honum hefði ekki órað fyrir því að sá dagur rynni upp að það yrði fyrir neðan virðingu hans að svara forseta Bandaríkjanna. Skjáskot af tísti Trump frá morgni 29. júní 2017 þar sem hann segir sjónvarpskonuna Mike Brzezinski hafa blætt illa eftir andlitslyftingu um áramótin.Washington Post segir að tíst Trump hafi komið beint í kjölfar þess að Brzezinski og Scarborough gagnrýndu hann fyrir þann vana að tísta í gríð og erg í þætti sínum í morgun. Hafði Brzezinski meðal annars sagt Trump ljúga í einu tístanna. Bendir blaðið jafnframt á að þvert á það sem Trump tísti þá hafi áhorf á þáttinn aldrei verið meira en á öðrum ársfjórðungi þessa árs.Ítrekaðar árásir Trump á konurÞetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur gerst sekur um svívirðilega framkomu í garð kvenna. Í kosningabaráttunni spurði Megyn Kelly, þáverandi sjónvarpskona Fox, hann út í ummæli sem hann hefði látið falla um nafngreindar konur þess efnis að þær væru „feit svín“, „hundar“ og „druslur“. Svaraði Trump fyrir sig með því að gefa í skyn að Kelly hefði verið á blæðingum þegar hún stjórnaði kappræðunum þar sem hún bar spurninguna fram. Joe Scarborough (t.v.) og Mika Brzezinski (t.h.) stjórna saman þætti á MSNBC og eru trúlofuð.Vísir/AFP„Maður sá að það kom blóð út úr augunum á henni, blóð kom út úr hvað í ósköpunum sem er á henni,“ sagði Trump sem þá var frambjóðandi í forvali repúblikana. Rétt fyrir kjördag voru svo gamlar hljóðupptökur birtar þar sem Trump stærði sig af því að geta áreitt konur kynferðislega í krafti fræðgar sinnar, meðal annars með þeim orðum að hann gæti „gripið í píkuna á þeim“. Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræðst með furðulegum hætti á sjónvarpskonu í nýju tísti. Kallar hann sjónvarpskonuna heimska og klikkaða og segir að henni hafi „blætt illa eftir andlitslyftingu“ um áramótin. Í enn einum tíststorminum lætur Bandaríkjaforseti fúkyrðin flæða yfir Mika Brzezinski, annan stjórnanda morgunþáttarins Morning Joe á sjónvarpsstöðinni MSNBC. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hún hafi sakaði Trump um að vera að þróa „einræðisríki“ í vikunni. „Ég heyri að Morning Joe sem lítið er horft á tali illa um mig (ég horfi ekki lengur),“ tísti Trump í morgun. Fylgdi hann því eftir með ofsafenginni árás á Brzezinski og meðstjórnanda hennar Joe Scarborough. Kallaði hann þau „Lág greindarvísitala, klikkaða Mika“ og „Geðveiki Joe“ í öðru tísti. Þau hafi „krafist þess“ að fá að koma til Mar-a-Lago, aðsetur Trump í Flórída, í þrjá daga yfir áramótin. „Henni blæddi illa eftir andlitslyftingu. Ég sagði nei!“ skrifaði forsetinn.Höfðu gagnrýnt tíst forsetans í morgunÁ móti hæddist Brzezinski að stærð handa Trump sem hann er afar viðkvæmur fyrir. Talsmaður MSNBC sagði í tísti að honum hefði ekki órað fyrir því að sá dagur rynni upp að það yrði fyrir neðan virðingu hans að svara forseta Bandaríkjanna. Skjáskot af tísti Trump frá morgni 29. júní 2017 þar sem hann segir sjónvarpskonuna Mike Brzezinski hafa blætt illa eftir andlitslyftingu um áramótin.Washington Post segir að tíst Trump hafi komið beint í kjölfar þess að Brzezinski og Scarborough gagnrýndu hann fyrir þann vana að tísta í gríð og erg í þætti sínum í morgun. Hafði Brzezinski meðal annars sagt Trump ljúga í einu tístanna. Bendir blaðið jafnframt á að þvert á það sem Trump tísti þá hafi áhorf á þáttinn aldrei verið meira en á öðrum ársfjórðungi þessa árs.Ítrekaðar árásir Trump á konurÞetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur gerst sekur um svívirðilega framkomu í garð kvenna. Í kosningabaráttunni spurði Megyn Kelly, þáverandi sjónvarpskona Fox, hann út í ummæli sem hann hefði látið falla um nafngreindar konur þess efnis að þær væru „feit svín“, „hundar“ og „druslur“. Svaraði Trump fyrir sig með því að gefa í skyn að Kelly hefði verið á blæðingum þegar hún stjórnaði kappræðunum þar sem hún bar spurninguna fram. Joe Scarborough (t.v.) og Mika Brzezinski (t.h.) stjórna saman þætti á MSNBC og eru trúlofuð.Vísir/AFP„Maður sá að það kom blóð út úr augunum á henni, blóð kom út úr hvað í ósköpunum sem er á henni,“ sagði Trump sem þá var frambjóðandi í forvali repúblikana. Rétt fyrir kjördag voru svo gamlar hljóðupptökur birtar þar sem Trump stærði sig af því að geta áreitt konur kynferðislega í krafti fræðgar sinnar, meðal annars með þeim orðum að hann gæti „gripið í píkuna á þeim“.
Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira