Erlent

Corbyn vill fella ríkisstjórn May

Sæunn Gísladóttir skrifar
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Vísir/EPA
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur tilkynnt að flokkurinn hyggist bjóða öðrum stjórnmálaflokkum að fella ríkisstjórn Íhaldsflokksins og kjósa stefnuskrá Verkamannaflokksins í kjölfar niðurstöðu þingkosninganna í Bretlandi.

Eins og Vísir greindi frá um helgina vill Theresa May, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, mynda minnihlutaríkisstjórn með stuðningi Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) á Norður-Írlandi.

Til þess að koma á minnihlutastjórninni þarf May að halda ræðu sem nefnist „Drottningarræða“ og fá meirihluta þingsins til að kjósa með trauststillögu um að Íhaldsflokkurinn geti verið leiðtogi þingsins. Það ætti að nást ef allir þingmenn DUP styðja tillöguna. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær hafði þó ekki verið gengið frá samningum flokkanna á milli.

Verkamannaflokkurinn náði að bæta við sig 30 sætum í neðri deild breska þingsins í kosningunum sem fóru fram í síðustu viku. Á sama tíma missti Íhaldsflokkurinn meirihluta sinn á þingi.

The Guardian greinir frá því að Corbyn telji að önnur kosning muni eiga sér stað áður en árið er úti.


Tengdar fréttir

Ríkisstjórn May stendur veikum fótum

Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins.

Flokkarnir hafa enn ekki komist að samkomulagi

Downing Street, skrifstofa forsætisráðuneytisins í Bretlandi, og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) sitja enn að samningum og hafa ekki enn komist að niðurstöðu um myndun minnihlutastjórnar. Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust tilkynningar frá báðum fylkingum um að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×