Vodkaframleiðandi notfærir sér tengsl Trump við Rússland Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júní 2017 15:43 Donald Trump Bandaríkjaforseti í garðinum fyrir utan Hvíta húsið í gær. Vísir/getty Vodkaframleiðandinn Smirnoff notfærir sér nú meint tengsl Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, við Rússland í nýrri auglýsingaherferð. Herferðin hefur aðeins verið gangsett í Bandaríkjunum en í henni sjást myndir af vodkaflösku frá fyrirtækinu ásamt textanum „Framleitt í Ameríku en við myndum glöð ræða tengsl okkar við Rússland, eiðsvarin.“Smirnoff's new ad campaign pic.twitter.com/IPEwbLJFlq— Robbie Gramer (@RobbieGramer) June 11, 2017 Smirnoff var stofnað í Moskvu, höfuðborg Rússlands, árið 1864 og er einn vinsælasti áfengisframleiðandi í heimi. Auglýsingin er vísun í rannsókn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, og þingnefndum á tengslum forsetans við Rússa. Nýlega mætti fyrrverandi forstjóri FBI, James Comey, frammi fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar og lýsti þar samskiptum sínum við Trump eiðsvarinn. Samkvæmt Comey á forsetinn að hafa sagst vonast til að Comey myndi hætta rannsókn á tengslum Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trumps, við Rússa. Comey varð ekki við þeirri beiðni og var rekinn skömmu síðar. Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar öllum ásökunum Comey. Þá sagðist Trump í síðustu viku vera sjálfur tilbúinn til að bera vitni eiðsvarinn um samskipti sín við Comey. Ljóst er að þessi atburðarás hefur veitt markaðsdeild vodkaframleiðandans Smirnoff innblástur. Donald Trump Tengdar fréttir Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32 Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Orðrómar ganga nú fjöllunum hærra að Donald Trump sé að íhuga að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meint tengsl samstarfsmanna foretans við Rússa. 13. júní 2017 08:01 Sessions kemur fyrir þingnefnd í dag Búist er við að dómsmálaráðherrann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI. 13. júní 2017 12:38 Trump segist tilbúinn að ræða samskipti sín við Comey eiðsvarinn Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist tilbúinn að bera vitni eiðsvarinn um samskipti sín við James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. 9. júní 2017 20:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Vodkaframleiðandinn Smirnoff notfærir sér nú meint tengsl Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, við Rússland í nýrri auglýsingaherferð. Herferðin hefur aðeins verið gangsett í Bandaríkjunum en í henni sjást myndir af vodkaflösku frá fyrirtækinu ásamt textanum „Framleitt í Ameríku en við myndum glöð ræða tengsl okkar við Rússland, eiðsvarin.“Smirnoff's new ad campaign pic.twitter.com/IPEwbLJFlq— Robbie Gramer (@RobbieGramer) June 11, 2017 Smirnoff var stofnað í Moskvu, höfuðborg Rússlands, árið 1864 og er einn vinsælasti áfengisframleiðandi í heimi. Auglýsingin er vísun í rannsókn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, og þingnefndum á tengslum forsetans við Rússa. Nýlega mætti fyrrverandi forstjóri FBI, James Comey, frammi fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar og lýsti þar samskiptum sínum við Trump eiðsvarinn. Samkvæmt Comey á forsetinn að hafa sagst vonast til að Comey myndi hætta rannsókn á tengslum Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trumps, við Rússa. Comey varð ekki við þeirri beiðni og var rekinn skömmu síðar. Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar öllum ásökunum Comey. Þá sagðist Trump í síðustu viku vera sjálfur tilbúinn til að bera vitni eiðsvarinn um samskipti sín við Comey. Ljóst er að þessi atburðarás hefur veitt markaðsdeild vodkaframleiðandans Smirnoff innblástur.
Donald Trump Tengdar fréttir Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32 Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Orðrómar ganga nú fjöllunum hærra að Donald Trump sé að íhuga að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meint tengsl samstarfsmanna foretans við Rússa. 13. júní 2017 08:01 Sessions kemur fyrir þingnefnd í dag Búist er við að dómsmálaráðherrann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI. 13. júní 2017 12:38 Trump segist tilbúinn að ræða samskipti sín við Comey eiðsvarinn Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist tilbúinn að bera vitni eiðsvarinn um samskipti sín við James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. 9. júní 2017 20:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32
Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Orðrómar ganga nú fjöllunum hærra að Donald Trump sé að íhuga að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meint tengsl samstarfsmanna foretans við Rússa. 13. júní 2017 08:01
Sessions kemur fyrir þingnefnd í dag Búist er við að dómsmálaráðherrann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI. 13. júní 2017 12:38
Trump segist tilbúinn að ræða samskipti sín við Comey eiðsvarinn Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist tilbúinn að bera vitni eiðsvarinn um samskipti sín við James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. 9. júní 2017 20:00