Áhugi Everton á Gylfa ekki minnkað þrátt fyrir kaupin á Klaassen Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júní 2017 14:30 Spilar Gylfi næsta vetur í bláu fyrir lið og land? Vísir/Getty Gylfi Sigurðsson er enn þá ofarlega á lista hjá Everton yfir leikmenn sem það vill kaupa þrátt fyrir að það sé að ganga frá 26 milljóna punda kaupum á Davy Klaassen, fyrirliða Ajax. Þetta fullyrðir blaðamaðurinn Chris Wathan á Wales Online og vitnar í heimildamenn sína hjá Everton. Wathan fylgist grannt með málefnum Swansea og er vel tengdur inn í félagið. Klaassen er miðjumaður eins og Gylfi en það þýðir ekki að Koeman sé búinn að fullmanna þær stöður samkvæmt frétt Wales Online. Koeman er sagður enn þá mjög áhugasamur um að fá Gylfa til Everton. Everton hefur verið með veskið á lofti undanfarna daga en það er búið að ganga frá 30 milljóna punda kaupum á enska markverðinum Jordan Pickford frá Sunderland og kaupin á Klaassen eiga að klárast á næstu tveimur dögum. Everton er vel stætt fjárhagslega eftir yfirtöku Farhad Moshiri á félaginu á síðasta ári og er fullyrt að það sé enn þá tilbúið að reiða fram að minnsta kosti 25 milljónir punda fyrir Gylfa. Þá sömu upphæð bauð Everton í íslenska landsliðsmanninn á síðustu leiktíð en verðið á honum hefur bara farið upp á við síðustu mánuði. Everton þarf vafalítið að rjúfa 30 milljóna punda múrinn ætli það að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson. West Ham, Southampton og nú helst Leicester eru einnig sögð áhugasöm um að fá Gylfa til sín en Swansea hefur engan áhuga á að selja sinn besta mann. Talið er að Gylfi muni ekki krefjast þess að fara nema lið sem spilar í Meistaradeildinni komi á eftir honum. Enski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira
Gylfi Sigurðsson er enn þá ofarlega á lista hjá Everton yfir leikmenn sem það vill kaupa þrátt fyrir að það sé að ganga frá 26 milljóna punda kaupum á Davy Klaassen, fyrirliða Ajax. Þetta fullyrðir blaðamaðurinn Chris Wathan á Wales Online og vitnar í heimildamenn sína hjá Everton. Wathan fylgist grannt með málefnum Swansea og er vel tengdur inn í félagið. Klaassen er miðjumaður eins og Gylfi en það þýðir ekki að Koeman sé búinn að fullmanna þær stöður samkvæmt frétt Wales Online. Koeman er sagður enn þá mjög áhugasamur um að fá Gylfa til Everton. Everton hefur verið með veskið á lofti undanfarna daga en það er búið að ganga frá 30 milljóna punda kaupum á enska markverðinum Jordan Pickford frá Sunderland og kaupin á Klaassen eiga að klárast á næstu tveimur dögum. Everton er vel stætt fjárhagslega eftir yfirtöku Farhad Moshiri á félaginu á síðasta ári og er fullyrt að það sé enn þá tilbúið að reiða fram að minnsta kosti 25 milljónir punda fyrir Gylfa. Þá sömu upphæð bauð Everton í íslenska landsliðsmanninn á síðustu leiktíð en verðið á honum hefur bara farið upp á við síðustu mánuði. Everton þarf vafalítið að rjúfa 30 milljóna punda múrinn ætli það að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson. West Ham, Southampton og nú helst Leicester eru einnig sögð áhugasöm um að fá Gylfa til sín en Swansea hefur engan áhuga á að selja sinn besta mann. Talið er að Gylfi muni ekki krefjast þess að fara nema lið sem spilar í Meistaradeildinni komi á eftir honum.
Enski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira