Ný öfl í frönskum stjórnmálum: Flokkur Macron með meirihluta franska þingsins Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 19. júní 2017 08:54 Þetta er mikill sigur fyrir tiltölulega nýstofnaðan flokk Macron en flokkurinn er rúmlega árs gamall. Vísir/afp Flokkur Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur unnið meirihluta þingsæta í seinni umferð frönsku þingkosninganna sem haldin var í gær. Flokkurinn forsetans, La République en Marche ásamt Modem, Lýðræðishreyfingunni, fengu samtals 350 þingsæti. Þar af fékk flokkur Macron 308 þingsæti. Kjörspár höfðu þó gert ráð fyrir stærri sigri. Hjáseta í þingkosningunum var nokkuð mikil í ár eða 57,4 prósent. Kjörsókn var því nokkuð minni en fyrir fimm árum. Niðurstöður kosninganna má sjá í frétt Le Monde.Stór sigur Þetta er mikill sigur fyrir tiltölulega nýstofnaðan flokk Macron en flokkurinn er rúmlega árs gamall. Margir af þeim sem buðu sig fram fyrir flokkinn hafa litla sem enga reynslu af stjórnmálum. Því er þingið skipað að miklu leyti skipað nýjum einstaklingum. Macron hefur því sterka stöðu innan innan nýja þingsins og gerir honum kleift að leggja áherslu á umbótamálefni sín. Hann má því búast við miklum stuðningi. Macron og meirihluti hans leggur áherslu á sparnaðaráætlun til fimm ára. BBC greinir frá umbótaáætlun Macrons. Reynt verður að spara um 60 milljarða evra á þeim tíma. Einnig verður ríkisstarfsmönnum fækkað um 120 þúsund og vinnumarkaðurinn verður endurskoðaður.Nýtt þing Búast má við miklum breytingum innan franska þingheimsins í kjölfar niðurstöðu kosninga. Bandalag íhaldsmanna með Rebúblikana fremsta í fylkingu gæti myndað minnihluta með um 130 þingsætum. Sosíalistar, sem setið hafa við völd síðastliðinn fimm ár, hlutu mikinn ósigur í kosningunum og náðu rúmlega 40 sætum. Leiðtogi Sosíalistahreyfingarinnar, Jean- Claude Cambadélis, tilkynnti í kjölfarið að hann hyggðist setjast í helgan stein. Hann kvatti vinstri menn að sama skapi að endurskoða gildi sín fyrir næstu kosningar. Fyrrum forsetaframbjóðandinn og leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, fékk þingsæti í fyrsta sinn. Hún lagði áherslu á að málefni Macrons og meirihlutans væru ekki allra. Frakkar myndu ekki sætta sig við hans hugmyndafræði sem myndi veikja þjóðina. Alls fékk franska Þjóðfylkingin átta þingsæti. Tengdar fréttir Frönsku þingkosningarnar: Þingið stútfullt af nýgræðingum Seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi fór fram í dag og útlit er fyrir stórsigur hjá flokki Frakklandsforseta. Prófessor í stjórnmálafræði lýsir þessu sem jarðskjálfta í frönskum stjórnmálum. 18. júní 2017 19:30 Útgönguspá bendir til að flokkur Macron nái hreinum meirihluta Síðari umferð frönsku þingkosninganna fóru fram í dag. 18. júní 2017 18:13 Útlit fyrir yfirburðasigur En Marche Flokki Emmanuels Macron forseta er spáð stórsigri í annarri umferð frönsku þingkosninganna sem fara fram í dag. Talið er að kjörsókn verði öllu verri en í fyrri umferð kosninganna. 18. júní 2017 12:31 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Flokkur Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur unnið meirihluta þingsæta í seinni umferð frönsku þingkosninganna sem haldin var í gær. Flokkurinn forsetans, La République en Marche ásamt Modem, Lýðræðishreyfingunni, fengu samtals 350 þingsæti. Þar af fékk flokkur Macron 308 þingsæti. Kjörspár höfðu þó gert ráð fyrir stærri sigri. Hjáseta í þingkosningunum var nokkuð mikil í ár eða 57,4 prósent. Kjörsókn var því nokkuð minni en fyrir fimm árum. Niðurstöður kosninganna má sjá í frétt Le Monde.Stór sigur Þetta er mikill sigur fyrir tiltölulega nýstofnaðan flokk Macron en flokkurinn er rúmlega árs gamall. Margir af þeim sem buðu sig fram fyrir flokkinn hafa litla sem enga reynslu af stjórnmálum. Því er þingið skipað að miklu leyti skipað nýjum einstaklingum. Macron hefur því sterka stöðu innan innan nýja þingsins og gerir honum kleift að leggja áherslu á umbótamálefni sín. Hann má því búast við miklum stuðningi. Macron og meirihluti hans leggur áherslu á sparnaðaráætlun til fimm ára. BBC greinir frá umbótaáætlun Macrons. Reynt verður að spara um 60 milljarða evra á þeim tíma. Einnig verður ríkisstarfsmönnum fækkað um 120 þúsund og vinnumarkaðurinn verður endurskoðaður.Nýtt þing Búast má við miklum breytingum innan franska þingheimsins í kjölfar niðurstöðu kosninga. Bandalag íhaldsmanna með Rebúblikana fremsta í fylkingu gæti myndað minnihluta með um 130 þingsætum. Sosíalistar, sem setið hafa við völd síðastliðinn fimm ár, hlutu mikinn ósigur í kosningunum og náðu rúmlega 40 sætum. Leiðtogi Sosíalistahreyfingarinnar, Jean- Claude Cambadélis, tilkynnti í kjölfarið að hann hyggðist setjast í helgan stein. Hann kvatti vinstri menn að sama skapi að endurskoða gildi sín fyrir næstu kosningar. Fyrrum forsetaframbjóðandinn og leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, fékk þingsæti í fyrsta sinn. Hún lagði áherslu á að málefni Macrons og meirihlutans væru ekki allra. Frakkar myndu ekki sætta sig við hans hugmyndafræði sem myndi veikja þjóðina. Alls fékk franska Þjóðfylkingin átta þingsæti.
Tengdar fréttir Frönsku þingkosningarnar: Þingið stútfullt af nýgræðingum Seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi fór fram í dag og útlit er fyrir stórsigur hjá flokki Frakklandsforseta. Prófessor í stjórnmálafræði lýsir þessu sem jarðskjálfta í frönskum stjórnmálum. 18. júní 2017 19:30 Útgönguspá bendir til að flokkur Macron nái hreinum meirihluta Síðari umferð frönsku þingkosninganna fóru fram í dag. 18. júní 2017 18:13 Útlit fyrir yfirburðasigur En Marche Flokki Emmanuels Macron forseta er spáð stórsigri í annarri umferð frönsku þingkosninganna sem fara fram í dag. Talið er að kjörsókn verði öllu verri en í fyrri umferð kosninganna. 18. júní 2017 12:31 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Frönsku þingkosningarnar: Þingið stútfullt af nýgræðingum Seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi fór fram í dag og útlit er fyrir stórsigur hjá flokki Frakklandsforseta. Prófessor í stjórnmálafræði lýsir þessu sem jarðskjálfta í frönskum stjórnmálum. 18. júní 2017 19:30
Útgönguspá bendir til að flokkur Macron nái hreinum meirihluta Síðari umferð frönsku þingkosninganna fóru fram í dag. 18. júní 2017 18:13
Útlit fyrir yfirburðasigur En Marche Flokki Emmanuels Macron forseta er spáð stórsigri í annarri umferð frönsku þingkosninganna sem fara fram í dag. Talið er að kjörsókn verði öllu verri en í fyrri umferð kosninganna. 18. júní 2017 12:31
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila