Aldrei séð jafn stressaðan mann í þingsal og Willum í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2017 10:00 Willum Þór Þórsson. Mynd/Hanna Willum Þór Þórsson, þjálfari karlaliðs KR, þurfti að fylgjast með því úr þingsal í gær þegar lið hans keppti við b-deildarlið ÍR í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins. Willum Þór er varaþingmaður Suðvesturkjördæmis og var kallaður inn í fjarveru Eyglóar Harðardóttur. Í gærkvöldi var mikið í gangi á Alþingi þar sem þingmenn voru að reyna að ganga frá öllum lausum endum áður en þeir komust sumarfrí. Willum komst því ekki upp í Mjódd til að stýra sínu liði í bikarleiknum en Arnar Gunnlaugsson, aðstoðarþjálfari hans hjá KR, var þjálfari KR-liðsins í þessum leik. Flestir hefðu búist við frekar auðveldum sigri hjá KR en annað kom á daginn því leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni sem KR vann svo 7-6. Í marki KR lengst af í leiknum stóð Jakob Eggertsson í sínum fyrsta alvöru leik en hann kom inná sem varamaður eftir að Sindri Snær Jensson meiddist. ÍR-ingar fengu tækifæri til að tryggja sér sigur í vítakeppninni en hinn 19 ára gamli markvöður kom þá til bjargar og tryggði KR bráðabana. Jakob varði síðan síðustu vítaspyrnu ÍR og tryggði KR-liðinu sæti í átta liða úrslitunum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, tók vel eftir því þegar Willum Þór var að fylgjast með vítaspyrnukeppninni í þingsal. „Aldrei séð jafn stressaðan mann í þingsal og Willum sem fylgdist með vitakeppni sinna manna úr þingsal,“ skrifaði Áslaug Arna inn á Twitter. Þeir sem ekki sáu Willum Þór í þingsalnum í gærkvöldi en eru vanir að sjá hann arka fram og til baka í þjálfaraboxinu á hliðarlínunni geta örugglega auðveldað ímyndað sér hvernig gekk hjá honum í gærkvöldi þegar hann fylgdist með liði sínu úr fjarska í svona spennandi leik.Aldrei séð jafn stressaðan mann í þingsal og Willum sem fylgdist með vitakeppni sinna manna úr þingsal. https://t.co/SbUsgxHeDG — Áslaug Arna (@aslaugarna) May 31, 2017 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum komst ekki af Alþingi til þess að stýra KR Það er enginn Willum Þór Þórsson á bekknum hjá KR í kvöld þar sem það er brjálað að gera hjá honum niður á þingi. 31. maí 2017 20:23 Willum Þór: Við verðum bara betri Willum Þór Þórsson var nokkuð sáttur með leik KR-inga gegn Val í kvöld þó auðvitað væri hann ekki sáttur með að fara stigalaus frá Hlíðarenda. 22. maí 2017 23:15 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 7-8 | KR skreið í átta liða úrslitin KR er komið í átta liða úrslitin í Borgunarbikar karla eftir sigur á ÍR í vítaspyrnukeppni. 31. maí 2017 22:00 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þjálfari karlaliðs KR, þurfti að fylgjast með því úr þingsal í gær þegar lið hans keppti við b-deildarlið ÍR í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins. Willum Þór er varaþingmaður Suðvesturkjördæmis og var kallaður inn í fjarveru Eyglóar Harðardóttur. Í gærkvöldi var mikið í gangi á Alþingi þar sem þingmenn voru að reyna að ganga frá öllum lausum endum áður en þeir komust sumarfrí. Willum komst því ekki upp í Mjódd til að stýra sínu liði í bikarleiknum en Arnar Gunnlaugsson, aðstoðarþjálfari hans hjá KR, var þjálfari KR-liðsins í þessum leik. Flestir hefðu búist við frekar auðveldum sigri hjá KR en annað kom á daginn því leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni sem KR vann svo 7-6. Í marki KR lengst af í leiknum stóð Jakob Eggertsson í sínum fyrsta alvöru leik en hann kom inná sem varamaður eftir að Sindri Snær Jensson meiddist. ÍR-ingar fengu tækifæri til að tryggja sér sigur í vítakeppninni en hinn 19 ára gamli markvöður kom þá til bjargar og tryggði KR bráðabana. Jakob varði síðan síðustu vítaspyrnu ÍR og tryggði KR-liðinu sæti í átta liða úrslitunum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, tók vel eftir því þegar Willum Þór var að fylgjast með vítaspyrnukeppninni í þingsal. „Aldrei séð jafn stressaðan mann í þingsal og Willum sem fylgdist með vitakeppni sinna manna úr þingsal,“ skrifaði Áslaug Arna inn á Twitter. Þeir sem ekki sáu Willum Þór í þingsalnum í gærkvöldi en eru vanir að sjá hann arka fram og til baka í þjálfaraboxinu á hliðarlínunni geta örugglega auðveldað ímyndað sér hvernig gekk hjá honum í gærkvöldi þegar hann fylgdist með liði sínu úr fjarska í svona spennandi leik.Aldrei séð jafn stressaðan mann í þingsal og Willum sem fylgdist með vitakeppni sinna manna úr þingsal. https://t.co/SbUsgxHeDG — Áslaug Arna (@aslaugarna) May 31, 2017
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum komst ekki af Alþingi til þess að stýra KR Það er enginn Willum Þór Þórsson á bekknum hjá KR í kvöld þar sem það er brjálað að gera hjá honum niður á þingi. 31. maí 2017 20:23 Willum Þór: Við verðum bara betri Willum Þór Þórsson var nokkuð sáttur með leik KR-inga gegn Val í kvöld þó auðvitað væri hann ekki sáttur með að fara stigalaus frá Hlíðarenda. 22. maí 2017 23:15 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 7-8 | KR skreið í átta liða úrslitin KR er komið í átta liða úrslitin í Borgunarbikar karla eftir sigur á ÍR í vítaspyrnukeppni. 31. maí 2017 22:00 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
Willum komst ekki af Alþingi til þess að stýra KR Það er enginn Willum Þór Þórsson á bekknum hjá KR í kvöld þar sem það er brjálað að gera hjá honum niður á þingi. 31. maí 2017 20:23
Willum Þór: Við verðum bara betri Willum Þór Þórsson var nokkuð sáttur með leik KR-inga gegn Val í kvöld þó auðvitað væri hann ekki sáttur með að fara stigalaus frá Hlíðarenda. 22. maí 2017 23:15
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 7-8 | KR skreið í átta liða úrslitin KR er komið í átta liða úrslitin í Borgunarbikar karla eftir sigur á ÍR í vítaspyrnukeppni. 31. maí 2017 22:00