Erlent

Lögregla telur að hryðjuverk hafi verið framið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá London Bridge.
Frá London Bridge. Vísir/AFP
Lögreglan í London telur að atvikið þar sem sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur og hnífstunguárásir í grennd við brúnna hafi verið hryðjuverk.

Þetta staðfestir lögreglan á Twitter-síðu sinni en skömmu áður hafði Theresa May sagt að atvikin væru rannsökuð sem möguleg hryðjuverk

Rétt eftir klukkan 10 að staðartíma í London í kvöld var sendibifreið ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge. Lögregla hefur staðfest að fleiri en einn hafi látist á brúnni.

Þá hafa vitni sagt að þrír árásarmenn hafi gengið um Borough Market, hverfi í grennd við brúnna, og stungið gangandi vegfarendur. Lögregla hefur staðfest að skotum var hleypt af á svæðinu.

Óvíst er hversu margir eru látnir eða særðir en fylgst er með framvindu mála hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×