Erlent

Bandaríkin íhuga að hætta þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna

Atli Ísleifsson skrifar
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Vísir/AFP

Bandarísk stjórnvöld segjast nú íhuga þátttöku sína í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna eftir það sem þau kalla hlutdræga afstöðu ráðsins gegn Ísraels.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að það hafi reynst erfitt að sætta sig við að ályktanir sem beinast gegn Ísrael hafi verið samþykktar en ekki væri verið að íhuga neinar ályktanir gegn stjórnvöldum í Venesúela.Þá segir Haley að ekki hafi verið nóg að gert til að gagnrýna Íran, „ríki með afleita sögu í mannréttindamálum“.Haley lét orðin falla í fyrsta ávarpi hennar í ráðinu í Genf. „Bandaríkin eru fara vel yfir þetta ráð og þátttöku okkar í því. Við sjáum nokkur svið sem má styrkja mikið,“ sagði Haley.Hún sagði það forréttindi að vera aðili að ráðinu og að ekkert ríki sem brjóti mannréttindi eigi að fá að eiga sæti í því.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.