May segir Trump hafa gert rangt með að gagnrýna borgarstjóra London Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2017 18:05 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti fór með rangt mál þegar hann gagnrýndi Saqid Khan, borgarstjóra London, eftir hryðjuverkin á Londonbrúnni á laugardagskvöld, að sögn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Hún hafnar kröfum um að opinberri heimsókn Trump til Bretlands verði aflýst. Morguninn eftir árásina þar sem sjö létu lífið og 48 særðust gagnrýndi Trump borgarstjóra London á Twitter fyrir að hafa sagt borgarbúum að ekkert væri að óttast. Sleit hann þar ummæli Khan úr samhengi. Borgarstjórinn hafði sagt íbúum London að engin ástæða væri að óttast þó að lögregulið yrði fjölmennara á götum borgarinnar eftir árásina. Talsmaður Khan svaraði Trump með þeim orðum að borgarstjórinn hefði ekki tíma til að eltast við „illa upplýst“ tíst Bandaríkjaforseta. Það virtist fara öfugt ofan í Trump sem bætti enn í á Twitter. „Ömurleg afsökun hjá borgarstjóra London Sadiq Khan sem þurfti að hugsa hratt um „engin ástæða til að óttast“ yfirlýsingu sína. Fjölmiðlar eru á fullu við að selja hana!“ skrifaði forsetinn.Pathetic excuse by London Mayor Sadiq Khan who had to think fast on his "no reason to be alarmed" statement. MSM is working hard to sell it!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 5, 2017 Heimsóknin enn á dagskráMay var spurð út í þessa fordæmalausu árás forseta Bandaríkjanna á borgarstjóra í bandalagsríki sem varð fyrir hryðjuverkaárás í dag. „Ég tel að Donald Trump hafi haft á röngu að standa með það sem hann sagði um Sadiq Khan. Við höfum unnið með Sadiq Khan, flokkspólítik er sett til hliðar, við vinnum saman,“ sagði May og breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir. Khan og Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, hafa kallað eftir því að fyrirhugaðri heimsókn Trump til Bretlands verði aflýst. May sagði hins vegar að heimsóknin væri enn á dagskránni og lagði áherslu á einstakt samband Bretlands og Bandaríkjanna. Tengdar fréttir Trump skýtur aftur á borgarstjóra London Donald Trump hæðist að svörum borgarstjórans vegna gagnrýni Trump á ummæli borgarstjórans í kjölfar árásarinnar í London. 5. júní 2017 15:04 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fór með rangt mál þegar hann gagnrýndi Saqid Khan, borgarstjóra London, eftir hryðjuverkin á Londonbrúnni á laugardagskvöld, að sögn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Hún hafnar kröfum um að opinberri heimsókn Trump til Bretlands verði aflýst. Morguninn eftir árásina þar sem sjö létu lífið og 48 særðust gagnrýndi Trump borgarstjóra London á Twitter fyrir að hafa sagt borgarbúum að ekkert væri að óttast. Sleit hann þar ummæli Khan úr samhengi. Borgarstjórinn hafði sagt íbúum London að engin ástæða væri að óttast þó að lögregulið yrði fjölmennara á götum borgarinnar eftir árásina. Talsmaður Khan svaraði Trump með þeim orðum að borgarstjórinn hefði ekki tíma til að eltast við „illa upplýst“ tíst Bandaríkjaforseta. Það virtist fara öfugt ofan í Trump sem bætti enn í á Twitter. „Ömurleg afsökun hjá borgarstjóra London Sadiq Khan sem þurfti að hugsa hratt um „engin ástæða til að óttast“ yfirlýsingu sína. Fjölmiðlar eru á fullu við að selja hana!“ skrifaði forsetinn.Pathetic excuse by London Mayor Sadiq Khan who had to think fast on his "no reason to be alarmed" statement. MSM is working hard to sell it!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 5, 2017 Heimsóknin enn á dagskráMay var spurð út í þessa fordæmalausu árás forseta Bandaríkjanna á borgarstjóra í bandalagsríki sem varð fyrir hryðjuverkaárás í dag. „Ég tel að Donald Trump hafi haft á röngu að standa með það sem hann sagði um Sadiq Khan. Við höfum unnið með Sadiq Khan, flokkspólítik er sett til hliðar, við vinnum saman,“ sagði May og breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir. Khan og Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, hafa kallað eftir því að fyrirhugaðri heimsókn Trump til Bretlands verði aflýst. May sagði hins vegar að heimsóknin væri enn á dagskránni og lagði áherslu á einstakt samband Bretlands og Bandaríkjanna.
Tengdar fréttir Trump skýtur aftur á borgarstjóra London Donald Trump hæðist að svörum borgarstjórans vegna gagnrýni Trump á ummæli borgarstjórans í kjölfar árásarinnar í London. 5. júní 2017 15:04 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Trump skýtur aftur á borgarstjóra London Donald Trump hæðist að svörum borgarstjórans vegna gagnrýni Trump á ummæli borgarstjórans í kjölfar árásarinnar í London. 5. júní 2017 15:04