May segir Trump hafa gert rangt með að gagnrýna borgarstjóra London Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2017 18:05 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti fór með rangt mál þegar hann gagnrýndi Saqid Khan, borgarstjóra London, eftir hryðjuverkin á Londonbrúnni á laugardagskvöld, að sögn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Hún hafnar kröfum um að opinberri heimsókn Trump til Bretlands verði aflýst. Morguninn eftir árásina þar sem sjö létu lífið og 48 særðust gagnrýndi Trump borgarstjóra London á Twitter fyrir að hafa sagt borgarbúum að ekkert væri að óttast. Sleit hann þar ummæli Khan úr samhengi. Borgarstjórinn hafði sagt íbúum London að engin ástæða væri að óttast þó að lögregulið yrði fjölmennara á götum borgarinnar eftir árásina. Talsmaður Khan svaraði Trump með þeim orðum að borgarstjórinn hefði ekki tíma til að eltast við „illa upplýst“ tíst Bandaríkjaforseta. Það virtist fara öfugt ofan í Trump sem bætti enn í á Twitter. „Ömurleg afsökun hjá borgarstjóra London Sadiq Khan sem þurfti að hugsa hratt um „engin ástæða til að óttast“ yfirlýsingu sína. Fjölmiðlar eru á fullu við að selja hana!“ skrifaði forsetinn.Pathetic excuse by London Mayor Sadiq Khan who had to think fast on his "no reason to be alarmed" statement. MSM is working hard to sell it!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 5, 2017 Heimsóknin enn á dagskráMay var spurð út í þessa fordæmalausu árás forseta Bandaríkjanna á borgarstjóra í bandalagsríki sem varð fyrir hryðjuverkaárás í dag. „Ég tel að Donald Trump hafi haft á röngu að standa með það sem hann sagði um Sadiq Khan. Við höfum unnið með Sadiq Khan, flokkspólítik er sett til hliðar, við vinnum saman,“ sagði May og breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir. Khan og Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, hafa kallað eftir því að fyrirhugaðri heimsókn Trump til Bretlands verði aflýst. May sagði hins vegar að heimsóknin væri enn á dagskránni og lagði áherslu á einstakt samband Bretlands og Bandaríkjanna. Tengdar fréttir Trump skýtur aftur á borgarstjóra London Donald Trump hæðist að svörum borgarstjórans vegna gagnrýni Trump á ummæli borgarstjórans í kjölfar árásarinnar í London. 5. júní 2017 15:04 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fór með rangt mál þegar hann gagnrýndi Saqid Khan, borgarstjóra London, eftir hryðjuverkin á Londonbrúnni á laugardagskvöld, að sögn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Hún hafnar kröfum um að opinberri heimsókn Trump til Bretlands verði aflýst. Morguninn eftir árásina þar sem sjö létu lífið og 48 særðust gagnrýndi Trump borgarstjóra London á Twitter fyrir að hafa sagt borgarbúum að ekkert væri að óttast. Sleit hann þar ummæli Khan úr samhengi. Borgarstjórinn hafði sagt íbúum London að engin ástæða væri að óttast þó að lögregulið yrði fjölmennara á götum borgarinnar eftir árásina. Talsmaður Khan svaraði Trump með þeim orðum að borgarstjórinn hefði ekki tíma til að eltast við „illa upplýst“ tíst Bandaríkjaforseta. Það virtist fara öfugt ofan í Trump sem bætti enn í á Twitter. „Ömurleg afsökun hjá borgarstjóra London Sadiq Khan sem þurfti að hugsa hratt um „engin ástæða til að óttast“ yfirlýsingu sína. Fjölmiðlar eru á fullu við að selja hana!“ skrifaði forsetinn.Pathetic excuse by London Mayor Sadiq Khan who had to think fast on his "no reason to be alarmed" statement. MSM is working hard to sell it!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 5, 2017 Heimsóknin enn á dagskráMay var spurð út í þessa fordæmalausu árás forseta Bandaríkjanna á borgarstjóra í bandalagsríki sem varð fyrir hryðjuverkaárás í dag. „Ég tel að Donald Trump hafi haft á röngu að standa með það sem hann sagði um Sadiq Khan. Við höfum unnið með Sadiq Khan, flokkspólítik er sett til hliðar, við vinnum saman,“ sagði May og breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir. Khan og Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, hafa kallað eftir því að fyrirhugaðri heimsókn Trump til Bretlands verði aflýst. May sagði hins vegar að heimsóknin væri enn á dagskránni og lagði áherslu á einstakt samband Bretlands og Bandaríkjanna.
Tengdar fréttir Trump skýtur aftur á borgarstjóra London Donald Trump hæðist að svörum borgarstjórans vegna gagnrýni Trump á ummæli borgarstjórans í kjölfar árásarinnar í London. 5. júní 2017 15:04 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Sjá meira
Trump skýtur aftur á borgarstjóra London Donald Trump hæðist að svörum borgarstjórans vegna gagnrýni Trump á ummæli borgarstjórans í kjölfar árásarinnar í London. 5. júní 2017 15:04