Erlent

ISIS-liðar myrtu 200 óbreytta borgara yfir þriggja daga tímabil

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Baráttan um Mosul hefur staðið yfir síðan árið 2014 þegar Isis samtökin tóku yfir borgina.
Baráttan um Mosul hefur staðið yfir síðan árið 2014 þegar Isis samtökin tóku yfir borgina. Vísir/ Nordic AFP
Íslamska ríkið ber ábyrgð á dauða 200 óbreyttra borgara sem reyndu að flýja borgina Mosul í Írak í síðustu viku. Að sögn CNN áttu árásirnar sér stað yfir þriggja daga tímabil. 

Zeid Ra'ad Al Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir ástandið hræðilegt.

„Þeir skjóta börn sem reyna að flýja svæðið ásamt fjölskyldum sínum. Það eru engin orð sem geta lýst þessum hryllingi. Ég bið yfirvöld í Írak að tryggja það að þeir sem standi að baki árásunum verði dregnir til ábyrgðar. Við megum ekki gleyma fórnarlömbum árásanna,“ segir Hussein.

Baráttan um Mosul hefur staðið yfir síðan árið 2014 þegar Isis samtökin tóku yfir borgina. Yfirvöld í Írak ásamt hernum hafa reynt að ná aftur stjórn á borginni síðan í október 2016 en það hefur ekki gengið sem skildi. Talið er að um 740 þúsund manns hafi þegar yfirgefið borgina. Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því í síðasta mánuði að fólksflóttinn væri orðinn mun meiri.


Tengdar fréttir

Hátt í 400 almennir borgarar verið felldir í árásum Bandaríkjahers

Tölur Bandaríkjahers yfir dauðsföll almennra borgara stangast á við tölur frá stýrihópum sem fylgjast með árásunum. Hópurinn Airwars gerir ráð fyrir að rúmlega þrjúþúsund almennir borgarar hafi látist í árásum Bandaríkjamanna á Sýrland og Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×