Trump mun kvarta formlega yfir minnisblaðaleka Comey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2017 13:42 James Comey. Vísir/AFP Lögfræðingur Donald Trump mun leggja fram formlega kvörtun til dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem og dómsmálanefndar Bandaríkjaþings, vegna þess að James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, lét leka minnisblöðum um fundi hans og Trump til fjölmiðla.CNN greinir frá. Kvörtunin mun snúa að því að Comey hafi látið vini sínum í té minnisblöðin og síðan beðið hann um að leka efni þeirra í fjölmiðla. Í vitnaleiðslu Comey fyrir njósnamálanefnd Bandaríkjaþings kom fram að forstjórinn fyrrverandi hafi ákveðið að leka minnisblöðunum eftir að Trump gaf til kynna á Twitter að til væru upptökur af fundum þeirra. Comey lét vin sinn, lögfræðiprófessorinn Daniel Richman, fá eintök af minnisblöðunum og kom hann þeim áleiðis til fjölmiðla. Frétt New York Times um efni minnisblaðanna, þar sem meðal annars kom fram að Trump hafði farið fram á það við Comey að hann myndi láta af rannsókn FBI á tengslum fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa við Rússland, vakti mikla athygli. Í vitnisburði Comey í gær kom meðal annars fram að hann sá sig knúinn til þess að rita minnisblöð eftir fundi hans með Trump. Taldi hann að mikilvægt væri fyrir sig að geta gripið til þeirra síðar meir þar sem hann taldi líklegt að Trump myndi reyna að ljúga til um efni fundanna. Þá kom einnig fram að Comey taldi ekki þörf á því að rita sérstök minnisblöð þegar hann hitti forvera Trump í starfi. Þar sem Comey er ekki lengur starfsmaður á vegum ríkisins er þó talið ólíklegt að kvörtunin muni hafa mikil áhrif. Komi til þess að dómsmálaráðuneytið komist að því að Comey hafi brotið af sér í starfi getur ráðuneytið í mesta lagi skráð brotið í starfsmannaskrá Comey sem skoðuð verður sæki hann um starf á vegum ráðuneytisins. Donald Trump Tengdar fréttir Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Trump véfengir vitnisburð Comey varðandi tvö veigamikil atriði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, véfengir tvö veigamikil atriði í vitnisburði James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. 8. júní 2017 15:34 Trump tjáir sig um vitnisburð Comey eftir langa þögn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóðst freistinguna og tísti ekkert á meðan James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, svaraði spurningum njósnamálanefndar Bandaríkjaþings í gær um samskipti hans við Trump. Hann er þó mættur aftur á Twitter. 9. júní 2017 10:58 Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Fyrsta sprengjan í vitnisburði fyrrverandi forstjóra FBI er sprungin. 8. júní 2017 15:01 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Lögfræðingur Donald Trump mun leggja fram formlega kvörtun til dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem og dómsmálanefndar Bandaríkjaþings, vegna þess að James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, lét leka minnisblöðum um fundi hans og Trump til fjölmiðla.CNN greinir frá. Kvörtunin mun snúa að því að Comey hafi látið vini sínum í té minnisblöðin og síðan beðið hann um að leka efni þeirra í fjölmiðla. Í vitnaleiðslu Comey fyrir njósnamálanefnd Bandaríkjaþings kom fram að forstjórinn fyrrverandi hafi ákveðið að leka minnisblöðunum eftir að Trump gaf til kynna á Twitter að til væru upptökur af fundum þeirra. Comey lét vin sinn, lögfræðiprófessorinn Daniel Richman, fá eintök af minnisblöðunum og kom hann þeim áleiðis til fjölmiðla. Frétt New York Times um efni minnisblaðanna, þar sem meðal annars kom fram að Trump hafði farið fram á það við Comey að hann myndi láta af rannsókn FBI á tengslum fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa við Rússland, vakti mikla athygli. Í vitnisburði Comey í gær kom meðal annars fram að hann sá sig knúinn til þess að rita minnisblöð eftir fundi hans með Trump. Taldi hann að mikilvægt væri fyrir sig að geta gripið til þeirra síðar meir þar sem hann taldi líklegt að Trump myndi reyna að ljúga til um efni fundanna. Þá kom einnig fram að Comey taldi ekki þörf á því að rita sérstök minnisblöð þegar hann hitti forvera Trump í starfi. Þar sem Comey er ekki lengur starfsmaður á vegum ríkisins er þó talið ólíklegt að kvörtunin muni hafa mikil áhrif. Komi til þess að dómsmálaráðuneytið komist að því að Comey hafi brotið af sér í starfi getur ráðuneytið í mesta lagi skráð brotið í starfsmannaskrá Comey sem skoðuð verður sæki hann um starf á vegum ráðuneytisins.
Donald Trump Tengdar fréttir Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Trump véfengir vitnisburð Comey varðandi tvö veigamikil atriði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, véfengir tvö veigamikil atriði í vitnisburði James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. 8. júní 2017 15:34 Trump tjáir sig um vitnisburð Comey eftir langa þögn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóðst freistinguna og tísti ekkert á meðan James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, svaraði spurningum njósnamálanefndar Bandaríkjaþings í gær um samskipti hans við Trump. Hann er þó mættur aftur á Twitter. 9. júní 2017 10:58 Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Fyrsta sprengjan í vitnisburði fyrrverandi forstjóra FBI er sprungin. 8. júní 2017 15:01 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30
Trump véfengir vitnisburð Comey varðandi tvö veigamikil atriði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, véfengir tvö veigamikil atriði í vitnisburði James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. 8. júní 2017 15:34
Trump tjáir sig um vitnisburð Comey eftir langa þögn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóðst freistinguna og tísti ekkert á meðan James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, svaraði spurningum njósnamálanefndar Bandaríkjaþings í gær um samskipti hans við Trump. Hann er þó mættur aftur á Twitter. 9. júní 2017 10:58
Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Fyrsta sprengjan í vitnisburði fyrrverandi forstjóra FBI er sprungin. 8. júní 2017 15:01
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent