Erlent

Trump véfengir vitnisburð Comey varðandi tvö veigamikil atriði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
James Comey áður en hann hóf að svara spurningum þingnefndar öldungadeildarinnar í dag.
James Comey áður en hann hóf að svara spurningum þingnefndar öldungadeildarinnar í dag. vísir/getty
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, véfengir tvö veigamikil atriði í vitnisburði James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, samkvæmt ónafngreindum heimildarmanni miðla á borð við Reuters og AP.

Þau atriði sem Trump véfengir í vitnisburði Comey er annars vegar það að hann hafi beðið forstjórann um að FBI myndi hætta rannsókn á meintum tengslum Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, við Rússa í kosningabaráttunni. Flynn sagði af sér í kjölfar þess að ljós kom að hann hefði sagt ósatt um samskipti sín við rússneska embættismenn.

Þá véfengir Trump jafnframt það sem Comey hefur sagt varðandi það að forsetinn hafi beðið hann um hollustu við sig.

Comey situr nú fyrir svörum hjá þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar vegna samskipta hans og Trump. Við skýrslutökuna í dag hefur meðal annars komið fram að Comey skrifaði minnisblöð eftir fundi sína við forsetann vegna þess að hann óttaðist að Trump myndi ljúga til um eðli funda þeirra.  

Fylgjast má með beinni útsendingu frá vitnisburði Comey hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×