Mun hvetja leiðtoga Íslam til að berjast gegn öfgum Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2017 13:05 Donald Trump í athöfn í Sádi-Arabíu í gær. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í dag hvetja leiðtoga Íslam til þess að berjast af meira afli gegn öfgahópum. Hann mun í dag flytja ræðu í Sádi-Arabíu þar sem forsetinn mun segja að tími sé kominn til að takast á við íslamska öfgamenn af heiðarleika. Þá mun Trump hvetja trúarleiðtoga til að fordæma árásir öfgamanna. Trump sjálfur hefur þó verið sakaður um hatur gagnvart múslimum. Samkvæmt AFP fréttaveitunni hefur Hvíta húsið birt hluta úr ræðunni sem Trump mun flytja í dag. Þar segir hann að ekki sé um að ræða baráttu á milli mismunandi trúarbragða. „Þetta er barátta á milli grimmilegra glæpamanna sem sækjast eftir því að binda endi á líf fólks, og góðs fólks af öllum trúum sem reyna að vernda líf. Þetta er barátta á milli góðs og ills.“ Ríkisstjórn Barack Obama beitti sér fyrir bættum mannréttinum í Sádi-Arabíu, en það hefur Trump ekki gert og vill hann í raun forðast það. „Við erum ekki hér til að predika. Við erum ekki hér til að segja öðrum hvernig þeir eiga að lifa, né hvernig þeir eiga að tilbiðja. Þess í stað erum við hér til þess að bjóða samvinnu, sem byggir á sameiginlegum hagsmunum og gildum.“ Um 35 þjóðarleiðtogar munu hlusta á ræðu Trump, en að mestu er um að ræða fólk frá löndum þar sem súnnítar eru við völd og lönd sem eru vinveitt Sádi-Arabíu. Trump mun biðja þá um að beita afli í meira mæli. „Bandaríkin eru tilbúin til að standa með ykkur. En þjóðir Mið-Austurlanda geta ekki beðið eftir því að Bandaríkin gangi frá óvinum þeirra.“Sjálfur sakaður um hatur Donald Trump olli miklum usla í desember 2015 þegar hann var í framboði og kallaði eftir því að múslimum yrði bannað yrði bannað að koma til Bandaríkjanna um tíma. Þá hefur hann tvisvar sinnum reynt að setja í lög að íbúum nokkurra ríkja, þar sem múslimar eru í meirihluta, yrði meinað að koma til Bandaríkjanna. Dómstólar þar í landi hafa þó komið í veg fyrir það, með þeim rökum að mismunun á grunni trúar sé bönnuð í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þá hefur forsetinn sagt að hann telji „Íslam“ hata Bandaríkin. Það gerði hann í viðtali við CNN í fyrra. „Það er gífurlegt hatur þarna og við þurfum að komast til botns í því.“ Donald Trump Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í dag hvetja leiðtoga Íslam til þess að berjast af meira afli gegn öfgahópum. Hann mun í dag flytja ræðu í Sádi-Arabíu þar sem forsetinn mun segja að tími sé kominn til að takast á við íslamska öfgamenn af heiðarleika. Þá mun Trump hvetja trúarleiðtoga til að fordæma árásir öfgamanna. Trump sjálfur hefur þó verið sakaður um hatur gagnvart múslimum. Samkvæmt AFP fréttaveitunni hefur Hvíta húsið birt hluta úr ræðunni sem Trump mun flytja í dag. Þar segir hann að ekki sé um að ræða baráttu á milli mismunandi trúarbragða. „Þetta er barátta á milli grimmilegra glæpamanna sem sækjast eftir því að binda endi á líf fólks, og góðs fólks af öllum trúum sem reyna að vernda líf. Þetta er barátta á milli góðs og ills.“ Ríkisstjórn Barack Obama beitti sér fyrir bættum mannréttinum í Sádi-Arabíu, en það hefur Trump ekki gert og vill hann í raun forðast það. „Við erum ekki hér til að predika. Við erum ekki hér til að segja öðrum hvernig þeir eiga að lifa, né hvernig þeir eiga að tilbiðja. Þess í stað erum við hér til þess að bjóða samvinnu, sem byggir á sameiginlegum hagsmunum og gildum.“ Um 35 þjóðarleiðtogar munu hlusta á ræðu Trump, en að mestu er um að ræða fólk frá löndum þar sem súnnítar eru við völd og lönd sem eru vinveitt Sádi-Arabíu. Trump mun biðja þá um að beita afli í meira mæli. „Bandaríkin eru tilbúin til að standa með ykkur. En þjóðir Mið-Austurlanda geta ekki beðið eftir því að Bandaríkin gangi frá óvinum þeirra.“Sjálfur sakaður um hatur Donald Trump olli miklum usla í desember 2015 þegar hann var í framboði og kallaði eftir því að múslimum yrði bannað yrði bannað að koma til Bandaríkjanna um tíma. Þá hefur hann tvisvar sinnum reynt að setja í lög að íbúum nokkurra ríkja, þar sem múslimar eru í meirihluta, yrði meinað að koma til Bandaríkjanna. Dómstólar þar í landi hafa þó komið í veg fyrir það, með þeim rökum að mismunun á grunni trúar sé bönnuð í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þá hefur forsetinn sagt að hann telji „Íslam“ hata Bandaríkin. Það gerði hann í viðtali við CNN í fyrra. „Það er gífurlegt hatur þarna og við þurfum að komast til botns í því.“
Donald Trump Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira