Innlent

Lokaball Verzló blásið af

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Dræm miðasala, segir nemendafélagið.
Dræm miðasala, segir nemendafélagið.
Lokaballi Verzlunarskólans, sem átti að fara fram annað kvöld, hefur verið aflýst. Nemendur voru upplýstir um þessa ákvörðun í gegnum smáskilaboð frá nemendafélaginu í dag en þar segir að það sé vegna dræmrar miðasölu.

„Okkur þykir fyrir þessu,“ segir í skilaboðunum.

Nokkuð hefur gengið á í kringum lokaballið eftir að nemendafélagið, NFVÍ, afboðaði skemmtiatriði frá Agli Egilssyni vegna þrýstings frá óánægðum nemendum – að sögn félagsins.

Í framhaldinu tilkynnti félagið að Áttan myndi fylla í skarðið. Áttan neitaði hins vegar og sagði það skoðun hópsins að ekki sé í lagi að afboða listamann vegna láta í fámennum en háværum hópi. Hópurinn hafi aldrei samþykkt að fylla í skarðið en skilji vel þá erfiðu aðstöðu sem nemendafélagið hafi verið í.

Þessi ákvörðun féll sömuleiðis í grýttan jarðveg sumra nemenda skólans og úr varð að fáir keyptu miða á ballið.

Egill Einarsson, sem oftast er þekktur undir nafninu Gillz, hugðist koma fram í hlutverki Dj Muscleboy. Egill hefur verið milli tannanna á fólki undanfarin áratug, þá aðallega fyrir ummæli hans í karakternum Gillzenegger. Hann hefur gefið út bækur og komið fram í sjónvarpsþáttum þar sem mannasiðir og framkoma gagnvart hinu kyninu hafa verið á dagskrá, svo fátt eitt sé nefnt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×