Egill afbókaður vegna þrýstings femínistafélags Verzló Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2017 09:14 Egill var efins hvort hann ætti að taka að sér verkefnið, einmitt til að forðast uppákomur á borð við þessar. Til stóð að DJ Muscleboy, alías Egill Einarsson, myndi skemmta á lokaballi Nemendafélags Verzlunarskólans sem halda á í næstu viku, eða 23. maí. En, nú hafa orðið breytingar á þeim fyrirætlunum. Agli hefur verið skipt út fyrir Áttuna og mun þar hafa ráðið þrýstingur frá FFVÍ – sem er Femínistafélag Verzlunarskóla Íslands. Viktor Pétur Finnsson, Formaður Málfundafélagsins innan skólans tilkynnir þessar breytingar í Facebookhópi Nemendafélagsins. Hann segir að þau hafi sýnt ákveðið dómgreindarleysi við þá ákvörðunina og lofar því að þeir sem stjórna skemmtanahaldi innan skólans muni í framtíðinni ráðfæra sig við FFVÍ. Tilkynningin er svohljóðandi:Egill Einarsson.Munum ráðfæra okkur við FFVÍ í framtíðinni „Gillz afbókaður á lokaball Verzló í næstu viku, 23. maí. Kæru Verzlingar! Smávægilegar breytingar hafa orðið á plönum. Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast innan og utan skólans höfum við í stjórninni ákveðið að afbóka DJ Muscleboy. Við viljum biðjast afsökunar á að hafa sýnt fram á ákveðið dómgreindarleysi í þessari ákvarðanartöku og við munum sjá til þess að eitthvað þessu líkt kemur ekki fyrir aftur. Við viljum setja gott fordæmi í vali okkar á listamönnum og tökum til greina allar þær ábendingar sem við höfum fengið. Við munum einnig ráðfæra okkur við FFVÍ við val á listamönnum í framtíðinni. Jafnframt viljum við biðja þá sem verða fyrir vonbrigðum með þessa ákvörðun fyrirfram afsökunar en örvæntið ekki! Vinir okkar í raun úr Áttunni og 12:00 munu fylla í skarðið og halda uppi geggjaðri rave stemningu! Hlökkum til að sjá ykkur babes VIVA FOKKING VERZLO.“Ætlar að rukka fyrir giggið Vísir heyrði stuttlega í Agli sem var ekki kátur með þessar vendingar. „Gæinn sem bókaði mig sagði að það væri búið að tala við kennara, nefndir í skólanum og svo framvegis. Allir sammála um að það væri ekkert vesen. Í góðu lagi að bóka Muscleboy. Ég var tvístígandi að segja já við þessu því ég nennti nákvæmlega ekki þessu. En, svo virðist sem það hafi gleymst að tala við femínistafélag Verzló. Sem virðist valdamesta félagið innan skólans,“ segir Egill Einarsson, og furðar sig mjög á þessu. „Ég ætla náttúrlega að rukka. Svo veit ég bara ekki hvað er best að gera í þessu? Maður er bara „bullyaður“ og lítið hægt að gera.“ Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
Til stóð að DJ Muscleboy, alías Egill Einarsson, myndi skemmta á lokaballi Nemendafélags Verzlunarskólans sem halda á í næstu viku, eða 23. maí. En, nú hafa orðið breytingar á þeim fyrirætlunum. Agli hefur verið skipt út fyrir Áttuna og mun þar hafa ráðið þrýstingur frá FFVÍ – sem er Femínistafélag Verzlunarskóla Íslands. Viktor Pétur Finnsson, Formaður Málfundafélagsins innan skólans tilkynnir þessar breytingar í Facebookhópi Nemendafélagsins. Hann segir að þau hafi sýnt ákveðið dómgreindarleysi við þá ákvörðunina og lofar því að þeir sem stjórna skemmtanahaldi innan skólans muni í framtíðinni ráðfæra sig við FFVÍ. Tilkynningin er svohljóðandi:Egill Einarsson.Munum ráðfæra okkur við FFVÍ í framtíðinni „Gillz afbókaður á lokaball Verzló í næstu viku, 23. maí. Kæru Verzlingar! Smávægilegar breytingar hafa orðið á plönum. Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast innan og utan skólans höfum við í stjórninni ákveðið að afbóka DJ Muscleboy. Við viljum biðjast afsökunar á að hafa sýnt fram á ákveðið dómgreindarleysi í þessari ákvarðanartöku og við munum sjá til þess að eitthvað þessu líkt kemur ekki fyrir aftur. Við viljum setja gott fordæmi í vali okkar á listamönnum og tökum til greina allar þær ábendingar sem við höfum fengið. Við munum einnig ráðfæra okkur við FFVÍ við val á listamönnum í framtíðinni. Jafnframt viljum við biðja þá sem verða fyrir vonbrigðum með þessa ákvörðun fyrirfram afsökunar en örvæntið ekki! Vinir okkar í raun úr Áttunni og 12:00 munu fylla í skarðið og halda uppi geggjaðri rave stemningu! Hlökkum til að sjá ykkur babes VIVA FOKKING VERZLO.“Ætlar að rukka fyrir giggið Vísir heyrði stuttlega í Agli sem var ekki kátur með þessar vendingar. „Gæinn sem bókaði mig sagði að það væri búið að tala við kennara, nefndir í skólanum og svo framvegis. Allir sammála um að það væri ekkert vesen. Í góðu lagi að bóka Muscleboy. Ég var tvístígandi að segja já við þessu því ég nennti nákvæmlega ekki þessu. En, svo virðist sem það hafi gleymst að tala við femínistafélag Verzló. Sem virðist valdamesta félagið innan skólans,“ segir Egill Einarsson, og furðar sig mjög á þessu. „Ég ætla náttúrlega að rukka. Svo veit ég bara ekki hvað er best að gera í þessu? Maður er bara „bullyaður“ og lítið hægt að gera.“
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira