Verzló afbókaði Ingó vegna skoðana hans á Free the Nipple Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2017 14:08 Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, var afbókaður af tónleikum í Verzlunarskóla Íslands eftir að nemendur skólans lögðust gegn því að hann spilaði þar.Ingó sagði frá þessu í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun þar sem hann ræddi um þetta mál í tengslum við það að Egill Einarsson var nýverið afbókaður sem plötusnúður á lokaballi Verzlunarskólans eftir að nemendur lögðust gegn því að hann myndi spila þar.Ingó segist hafa blandað sér í umræðuna um Free The Nipple-byltinguna í janúar síðastliðnum þar sem hann sagðist ekki sammála baráttufólki um mikilvægi þess átaks. Í kjölfar þeirrar umræðu var haft samband við hann frá Verzlunarskólanum þar sem honum var tjáð að femínistafélag skólans hefði lagst gegn því að hann myndi spila á sal skólans í einu hádeginu og var hann því afbókaður. Í Harmageddon sagði Ingó tilgang femínismans vera góðan og að nánast allir væru þeirrar skoðunar að jafnrétti eigi að ríkja milli kynjanna. Hann sé hins vegar ekki endilega sammála hvaða aðferðum sé beitt til að ná því markmiði.Í fyrra blandaði Ingó sér einnig í umræðuna um kynjakvóta þegar kemur að tónlistarmönnum sem troða upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Var það skoðun Ingó að kynjakvóti á listamenn sem koma fram á Þjóðhátíð geri lítið úr konum sem listamönnum.Ingó sagði í Harmageddon í morgun að þó honum finnist kynjakvótar vitlausir, þá sé hann tilbúinn að koma með aðrar hugmyndir til að reyna að rétta hlut kvenna. „En ef ég áskil mér þann rétt til að hafna kynjakvóta sem hugmynd, þá er það túlkað af femínistafélagi Verzló að ég hati konur,“ sagði Ingó. Hann velti fyrir sér hvort að femínismi hafi farið út af brautinni og gert marga fráhverfa honum í leiðinni. „Ég var aldrei að setja neitt út á baráttu kvenna, samt er mér bannað að koma og syngja í stærsta framhaldsskóla landsins,“ sagði Ingó. Tengdar fréttir Ingó gagnrýnir listamannalaunin: „Mætti ekki sleppa ríkinu sem millilið í þessu öllu?“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gagnrýnir úthlutun listamannalauna harðlega. 6. janúar 2017 20:34 Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15 Egill afbókaður vegna þrýstings femínistafélags Verzló DJ Muscleboy skipt út fyrir Áttuna á lokaballi Verzlunarskólans. 17. maí 2017 09:14 "Konur þurfa enga kynjakvóta sem listamenn“ Ingólfur Þórarinsson veðurguð baunar á gagnrýnendur þjóðhátíðar í Facebook-færslu. 7. júlí 2016 17:40 Áttan segir nei við Verzló og stendur með Agli "Hvar er jafnréttið?“ spyr Sonja Rut Valdin, liðsmaður Áttunnar. Nökkvi Fjalar Orrason segir NFVÍ hafa gert mjög mikil mistök. 18. maí 2017 13:00 Ingó hjólar í Iceland Airwaves: „Jón væntanlega ekki nógu hip og kúl fyrir skipuleggjendur“ Ingó Veðurguð vandar skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves ekki kveðjurnar á Facebook síðu sinni fyrir að hafna umsókn Jóns Jónssonar. 7. nóvember 2016 20:13 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, var afbókaður af tónleikum í Verzlunarskóla Íslands eftir að nemendur skólans lögðust gegn því að hann spilaði þar.Ingó sagði frá þessu í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun þar sem hann ræddi um þetta mál í tengslum við það að Egill Einarsson var nýverið afbókaður sem plötusnúður á lokaballi Verzlunarskólans eftir að nemendur lögðust gegn því að hann myndi spila þar.Ingó segist hafa blandað sér í umræðuna um Free The Nipple-byltinguna í janúar síðastliðnum þar sem hann sagðist ekki sammála baráttufólki um mikilvægi þess átaks. Í kjölfar þeirrar umræðu var haft samband við hann frá Verzlunarskólanum þar sem honum var tjáð að femínistafélag skólans hefði lagst gegn því að hann myndi spila á sal skólans í einu hádeginu og var hann því afbókaður. Í Harmageddon sagði Ingó tilgang femínismans vera góðan og að nánast allir væru þeirrar skoðunar að jafnrétti eigi að ríkja milli kynjanna. Hann sé hins vegar ekki endilega sammála hvaða aðferðum sé beitt til að ná því markmiði.Í fyrra blandaði Ingó sér einnig í umræðuna um kynjakvóta þegar kemur að tónlistarmönnum sem troða upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Var það skoðun Ingó að kynjakvóti á listamenn sem koma fram á Þjóðhátíð geri lítið úr konum sem listamönnum.Ingó sagði í Harmageddon í morgun að þó honum finnist kynjakvótar vitlausir, þá sé hann tilbúinn að koma með aðrar hugmyndir til að reyna að rétta hlut kvenna. „En ef ég áskil mér þann rétt til að hafna kynjakvóta sem hugmynd, þá er það túlkað af femínistafélagi Verzló að ég hati konur,“ sagði Ingó. Hann velti fyrir sér hvort að femínismi hafi farið út af brautinni og gert marga fráhverfa honum í leiðinni. „Ég var aldrei að setja neitt út á baráttu kvenna, samt er mér bannað að koma og syngja í stærsta framhaldsskóla landsins,“ sagði Ingó.
Tengdar fréttir Ingó gagnrýnir listamannalaunin: „Mætti ekki sleppa ríkinu sem millilið í þessu öllu?“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gagnrýnir úthlutun listamannalauna harðlega. 6. janúar 2017 20:34 Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15 Egill afbókaður vegna þrýstings femínistafélags Verzló DJ Muscleboy skipt út fyrir Áttuna á lokaballi Verzlunarskólans. 17. maí 2017 09:14 "Konur þurfa enga kynjakvóta sem listamenn“ Ingólfur Þórarinsson veðurguð baunar á gagnrýnendur þjóðhátíðar í Facebook-færslu. 7. júlí 2016 17:40 Áttan segir nei við Verzló og stendur með Agli "Hvar er jafnréttið?“ spyr Sonja Rut Valdin, liðsmaður Áttunnar. Nökkvi Fjalar Orrason segir NFVÍ hafa gert mjög mikil mistök. 18. maí 2017 13:00 Ingó hjólar í Iceland Airwaves: „Jón væntanlega ekki nógu hip og kúl fyrir skipuleggjendur“ Ingó Veðurguð vandar skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves ekki kveðjurnar á Facebook síðu sinni fyrir að hafna umsókn Jóns Jónssonar. 7. nóvember 2016 20:13 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Ingó gagnrýnir listamannalaunin: „Mætti ekki sleppa ríkinu sem millilið í þessu öllu?“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gagnrýnir úthlutun listamannalauna harðlega. 6. janúar 2017 20:34
Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15
Egill afbókaður vegna þrýstings femínistafélags Verzló DJ Muscleboy skipt út fyrir Áttuna á lokaballi Verzlunarskólans. 17. maí 2017 09:14
"Konur þurfa enga kynjakvóta sem listamenn“ Ingólfur Þórarinsson veðurguð baunar á gagnrýnendur þjóðhátíðar í Facebook-færslu. 7. júlí 2016 17:40
Áttan segir nei við Verzló og stendur með Agli "Hvar er jafnréttið?“ spyr Sonja Rut Valdin, liðsmaður Áttunnar. Nökkvi Fjalar Orrason segir NFVÍ hafa gert mjög mikil mistök. 18. maí 2017 13:00
Ingó hjólar í Iceland Airwaves: „Jón væntanlega ekki nógu hip og kúl fyrir skipuleggjendur“ Ingó Veðurguð vandar skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves ekki kveðjurnar á Facebook síðu sinni fyrir að hafna umsókn Jóns Jónssonar. 7. nóvember 2016 20:13