Verzló afbókaði Ingó vegna skoðana hans á Free the Nipple Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2017 14:08 Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, var afbókaður af tónleikum í Verzlunarskóla Íslands eftir að nemendur skólans lögðust gegn því að hann spilaði þar.Ingó sagði frá þessu í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun þar sem hann ræddi um þetta mál í tengslum við það að Egill Einarsson var nýverið afbókaður sem plötusnúður á lokaballi Verzlunarskólans eftir að nemendur lögðust gegn því að hann myndi spila þar.Ingó segist hafa blandað sér í umræðuna um Free The Nipple-byltinguna í janúar síðastliðnum þar sem hann sagðist ekki sammála baráttufólki um mikilvægi þess átaks. Í kjölfar þeirrar umræðu var haft samband við hann frá Verzlunarskólanum þar sem honum var tjáð að femínistafélag skólans hefði lagst gegn því að hann myndi spila á sal skólans í einu hádeginu og var hann því afbókaður. Í Harmageddon sagði Ingó tilgang femínismans vera góðan og að nánast allir væru þeirrar skoðunar að jafnrétti eigi að ríkja milli kynjanna. Hann sé hins vegar ekki endilega sammála hvaða aðferðum sé beitt til að ná því markmiði.Í fyrra blandaði Ingó sér einnig í umræðuna um kynjakvóta þegar kemur að tónlistarmönnum sem troða upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Var það skoðun Ingó að kynjakvóti á listamenn sem koma fram á Þjóðhátíð geri lítið úr konum sem listamönnum.Ingó sagði í Harmageddon í morgun að þó honum finnist kynjakvótar vitlausir, þá sé hann tilbúinn að koma með aðrar hugmyndir til að reyna að rétta hlut kvenna. „En ef ég áskil mér þann rétt til að hafna kynjakvóta sem hugmynd, þá er það túlkað af femínistafélagi Verzló að ég hati konur,“ sagði Ingó. Hann velti fyrir sér hvort að femínismi hafi farið út af brautinni og gert marga fráhverfa honum í leiðinni. „Ég var aldrei að setja neitt út á baráttu kvenna, samt er mér bannað að koma og syngja í stærsta framhaldsskóla landsins,“ sagði Ingó. Tengdar fréttir Ingó gagnrýnir listamannalaunin: „Mætti ekki sleppa ríkinu sem millilið í þessu öllu?“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gagnrýnir úthlutun listamannalauna harðlega. 6. janúar 2017 20:34 Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15 Egill afbókaður vegna þrýstings femínistafélags Verzló DJ Muscleboy skipt út fyrir Áttuna á lokaballi Verzlunarskólans. 17. maí 2017 09:14 "Konur þurfa enga kynjakvóta sem listamenn“ Ingólfur Þórarinsson veðurguð baunar á gagnrýnendur þjóðhátíðar í Facebook-færslu. 7. júlí 2016 17:40 Áttan segir nei við Verzló og stendur með Agli "Hvar er jafnréttið?“ spyr Sonja Rut Valdin, liðsmaður Áttunnar. Nökkvi Fjalar Orrason segir NFVÍ hafa gert mjög mikil mistök. 18. maí 2017 13:00 Ingó hjólar í Iceland Airwaves: „Jón væntanlega ekki nógu hip og kúl fyrir skipuleggjendur“ Ingó Veðurguð vandar skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves ekki kveðjurnar á Facebook síðu sinni fyrir að hafna umsókn Jóns Jónssonar. 7. nóvember 2016 20:13 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, var afbókaður af tónleikum í Verzlunarskóla Íslands eftir að nemendur skólans lögðust gegn því að hann spilaði þar.Ingó sagði frá þessu í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun þar sem hann ræddi um þetta mál í tengslum við það að Egill Einarsson var nýverið afbókaður sem plötusnúður á lokaballi Verzlunarskólans eftir að nemendur lögðust gegn því að hann myndi spila þar.Ingó segist hafa blandað sér í umræðuna um Free The Nipple-byltinguna í janúar síðastliðnum þar sem hann sagðist ekki sammála baráttufólki um mikilvægi þess átaks. Í kjölfar þeirrar umræðu var haft samband við hann frá Verzlunarskólanum þar sem honum var tjáð að femínistafélag skólans hefði lagst gegn því að hann myndi spila á sal skólans í einu hádeginu og var hann því afbókaður. Í Harmageddon sagði Ingó tilgang femínismans vera góðan og að nánast allir væru þeirrar skoðunar að jafnrétti eigi að ríkja milli kynjanna. Hann sé hins vegar ekki endilega sammála hvaða aðferðum sé beitt til að ná því markmiði.Í fyrra blandaði Ingó sér einnig í umræðuna um kynjakvóta þegar kemur að tónlistarmönnum sem troða upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Var það skoðun Ingó að kynjakvóti á listamenn sem koma fram á Þjóðhátíð geri lítið úr konum sem listamönnum.Ingó sagði í Harmageddon í morgun að þó honum finnist kynjakvótar vitlausir, þá sé hann tilbúinn að koma með aðrar hugmyndir til að reyna að rétta hlut kvenna. „En ef ég áskil mér þann rétt til að hafna kynjakvóta sem hugmynd, þá er það túlkað af femínistafélagi Verzló að ég hati konur,“ sagði Ingó. Hann velti fyrir sér hvort að femínismi hafi farið út af brautinni og gert marga fráhverfa honum í leiðinni. „Ég var aldrei að setja neitt út á baráttu kvenna, samt er mér bannað að koma og syngja í stærsta framhaldsskóla landsins,“ sagði Ingó.
Tengdar fréttir Ingó gagnrýnir listamannalaunin: „Mætti ekki sleppa ríkinu sem millilið í þessu öllu?“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gagnrýnir úthlutun listamannalauna harðlega. 6. janúar 2017 20:34 Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15 Egill afbókaður vegna þrýstings femínistafélags Verzló DJ Muscleboy skipt út fyrir Áttuna á lokaballi Verzlunarskólans. 17. maí 2017 09:14 "Konur þurfa enga kynjakvóta sem listamenn“ Ingólfur Þórarinsson veðurguð baunar á gagnrýnendur þjóðhátíðar í Facebook-færslu. 7. júlí 2016 17:40 Áttan segir nei við Verzló og stendur með Agli "Hvar er jafnréttið?“ spyr Sonja Rut Valdin, liðsmaður Áttunnar. Nökkvi Fjalar Orrason segir NFVÍ hafa gert mjög mikil mistök. 18. maí 2017 13:00 Ingó hjólar í Iceland Airwaves: „Jón væntanlega ekki nógu hip og kúl fyrir skipuleggjendur“ Ingó Veðurguð vandar skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves ekki kveðjurnar á Facebook síðu sinni fyrir að hafna umsókn Jóns Jónssonar. 7. nóvember 2016 20:13 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Ingó gagnrýnir listamannalaunin: „Mætti ekki sleppa ríkinu sem millilið í þessu öllu?“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gagnrýnir úthlutun listamannalauna harðlega. 6. janúar 2017 20:34
Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15
Egill afbókaður vegna þrýstings femínistafélags Verzló DJ Muscleboy skipt út fyrir Áttuna á lokaballi Verzlunarskólans. 17. maí 2017 09:14
"Konur þurfa enga kynjakvóta sem listamenn“ Ingólfur Þórarinsson veðurguð baunar á gagnrýnendur þjóðhátíðar í Facebook-færslu. 7. júlí 2016 17:40
Áttan segir nei við Verzló og stendur með Agli "Hvar er jafnréttið?“ spyr Sonja Rut Valdin, liðsmaður Áttunnar. Nökkvi Fjalar Orrason segir NFVÍ hafa gert mjög mikil mistök. 18. maí 2017 13:00
Ingó hjólar í Iceland Airwaves: „Jón væntanlega ekki nógu hip og kúl fyrir skipuleggjendur“ Ingó Veðurguð vandar skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves ekki kveðjurnar á Facebook síðu sinni fyrir að hafna umsókn Jóns Jónssonar. 7. nóvember 2016 20:13