Erlent

Páfinn gerði grín að Donald Trump

Samúel Karl Ólason skrifar
Melania Trump, Donald Trump og Fransis páfi.
Melania Trump, Donald Trump og Fransis páfi. Vísir/AFP
Frans páfi gerði léttvægt grín að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eftir fund þeirra í Vatíkaninu í dag. Þar gerði páfinn grín að holdafari forsetans þegar hann spurði Melaniu Trump, forsetafrú, hvað hún gæfi Trump eiginlega að borða. Þá spurði hann sérstaklega hvort það væri potica, sem er bakkelsi frá Slóveníu, heimalandi Melaniu.

Uppáhaldsmatur forsetans er þó þekktur víða. Á ferðalagi sínu um Mið-Austurlönd sáu kokkar um að steik með tómatsósu væri ávalt í boði samhliða heimaréttum.

Þeir Trump og Frans, sem elduðugráttsilfur saman í kosningabaráttunni, funduðu á bak við luktar dyr og lítið hefur verið gefið út um hvað þeir töluðu um. Hins vegar sagði Trump á leiðinni af fundi þeirra að hann myndi ekki gleyma því sem páfinn hefði sagt.

Samkvæmt CNN gaf Vatíkanið út að þeir hefðu rætt um heimsfrið í gegnum viðræður, samskipti á milli mismunandi trúarbragða og nauðsyn þess að vernda kristið fólk í Mið-Austurlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×