Trump vill að bandamenn sínir borgi Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2017 16:33 Leiðtogar NATO-ríkjanna funda í Brussel í dag. Hér má sjá Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Daliu Grybauskaite, forseta Litháens, í fremri röð. Í aftari röð sitja hollenski forsætisráðherrann, Mark Rutte, og forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orban. Vísir/afp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins á fundi í dag að þau þyrftu að borga sinn skerf af framlögum til varnarmála. BBC greinir frá. „Þau skulda gríðarmikið af peningum,“ sagði hann, og kom þar á framfæri áhyggjum bandarískra stjórnvalda yfir því að hin NATO-ríkin láti ekki nógu háar fjárhæðir af hendi rakna til bandalagsins. Hann sagði 23 lönd hins 28-landa bandalags ekki standa sína plikt í þessum efnum. Markmið NATO-ríkjanna, þ.e. að tvö prósent af vergri landsframleiðslu hvers ríkis renni til varnarmála, mun ekki nást fyrr en árið 2024 ef fram fer sem horfir.Trump ávarpar fund Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag.Vísir/AFPTrump minntist einnig fórnarlamba árásarinnar í Manchester og sagði að hryðjuverk yrði að kæfa í fæðingu. „Það streyma þúsundir manna inn í mismunandi lönd og dreifa sér þar, og í mörgum tilvikum höfum við ekki hugmynd um hverjir þeir eru. Við verðum að vera hörð af okkur, við verðum að vera sterk og við verðum að sýna aðgát.“ NATO hefur samþykkt að taka að sér stærra hlutverk í baráttunni gegn hryðjuverkum, sérstaklega hinu svokallaða Íslamska ríki eða ISIS. Frakkland og Þýskaland segja þó að samþykki sitt sé fyrst og fremst táknrænt. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar snúa heim frá Grænlandi Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins á fundi í dag að þau þyrftu að borga sinn skerf af framlögum til varnarmála. BBC greinir frá. „Þau skulda gríðarmikið af peningum,“ sagði hann, og kom þar á framfæri áhyggjum bandarískra stjórnvalda yfir því að hin NATO-ríkin láti ekki nógu háar fjárhæðir af hendi rakna til bandalagsins. Hann sagði 23 lönd hins 28-landa bandalags ekki standa sína plikt í þessum efnum. Markmið NATO-ríkjanna, þ.e. að tvö prósent af vergri landsframleiðslu hvers ríkis renni til varnarmála, mun ekki nást fyrr en árið 2024 ef fram fer sem horfir.Trump ávarpar fund Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag.Vísir/AFPTrump minntist einnig fórnarlamba árásarinnar í Manchester og sagði að hryðjuverk yrði að kæfa í fæðingu. „Það streyma þúsundir manna inn í mismunandi lönd og dreifa sér þar, og í mörgum tilvikum höfum við ekki hugmynd um hverjir þeir eru. Við verðum að vera hörð af okkur, við verðum að vera sterk og við verðum að sýna aðgát.“ NATO hefur samþykkt að taka að sér stærra hlutverk í baráttunni gegn hryðjuverkum, sérstaklega hinu svokallaða Íslamska ríki eða ISIS. Frakkland og Þýskaland segja þó að samþykki sitt sé fyrst og fremst táknrænt.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar snúa heim frá Grænlandi Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila