Trump vill að bandamenn sínir borgi Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2017 16:33 Leiðtogar NATO-ríkjanna funda í Brussel í dag. Hér má sjá Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Daliu Grybauskaite, forseta Litháens, í fremri röð. Í aftari röð sitja hollenski forsætisráðherrann, Mark Rutte, og forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orban. Vísir/afp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins á fundi í dag að þau þyrftu að borga sinn skerf af framlögum til varnarmála. BBC greinir frá. „Þau skulda gríðarmikið af peningum,“ sagði hann, og kom þar á framfæri áhyggjum bandarískra stjórnvalda yfir því að hin NATO-ríkin láti ekki nógu háar fjárhæðir af hendi rakna til bandalagsins. Hann sagði 23 lönd hins 28-landa bandalags ekki standa sína plikt í þessum efnum. Markmið NATO-ríkjanna, þ.e. að tvö prósent af vergri landsframleiðslu hvers ríkis renni til varnarmála, mun ekki nást fyrr en árið 2024 ef fram fer sem horfir.Trump ávarpar fund Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag.Vísir/AFPTrump minntist einnig fórnarlamba árásarinnar í Manchester og sagði að hryðjuverk yrði að kæfa í fæðingu. „Það streyma þúsundir manna inn í mismunandi lönd og dreifa sér þar, og í mörgum tilvikum höfum við ekki hugmynd um hverjir þeir eru. Við verðum að vera hörð af okkur, við verðum að vera sterk og við verðum að sýna aðgát.“ NATO hefur samþykkt að taka að sér stærra hlutverk í baráttunni gegn hryðjuverkum, sérstaklega hinu svokallaða Íslamska ríki eða ISIS. Frakkland og Þýskaland segja þó að samþykki sitt sé fyrst og fremst táknrænt. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins á fundi í dag að þau þyrftu að borga sinn skerf af framlögum til varnarmála. BBC greinir frá. „Þau skulda gríðarmikið af peningum,“ sagði hann, og kom þar á framfæri áhyggjum bandarískra stjórnvalda yfir því að hin NATO-ríkin láti ekki nógu háar fjárhæðir af hendi rakna til bandalagsins. Hann sagði 23 lönd hins 28-landa bandalags ekki standa sína plikt í þessum efnum. Markmið NATO-ríkjanna, þ.e. að tvö prósent af vergri landsframleiðslu hvers ríkis renni til varnarmála, mun ekki nást fyrr en árið 2024 ef fram fer sem horfir.Trump ávarpar fund Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag.Vísir/AFPTrump minntist einnig fórnarlamba árásarinnar í Manchester og sagði að hryðjuverk yrði að kæfa í fæðingu. „Það streyma þúsundir manna inn í mismunandi lönd og dreifa sér þar, og í mörgum tilvikum höfum við ekki hugmynd um hverjir þeir eru. Við verðum að vera hörð af okkur, við verðum að vera sterk og við verðum að sýna aðgát.“ NATO hefur samþykkt að taka að sér stærra hlutverk í baráttunni gegn hryðjuverkum, sérstaklega hinu svokallaða Íslamska ríki eða ISIS. Frakkland og Þýskaland segja þó að samþykki sitt sé fyrst og fremst táknrænt.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira