Sex hópar mótmæla sameiningu FÁ og Tækniskólans á Austurvelli Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2017 09:39 Tækniskólinn á Skólavörðuholti VÍSIR/PJETUR Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan 15 vegna umræðunnar um sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla. Á bak við mótmælin standa Samband íslenskra framhaldsskólanema, Nemendafélag FÁ, Jæja-hópurinn, Ungir Píratar, Ungir Jafnaðarmenn og Ung vinstri græn. Að auki mun kennarasamfélag FÁ eiga fulltrúa meðal ræðufólks. „Við mótmælum ólýðræðislegum vinnubrögðum við sameiningu FÁ og Tækniskólans.Opin umræða um mikilvægar breytingar á samfélagi okkar er grunnstoð lýðræðisins. Menntakerfið þarf alvöru stefnumótun og fyrirsjáanleika. Samráð þarf að hafa við stórar breytingar,“ segja aðstandendur mótmælana í tilkynningu sem send var til fjölmiðla í morgun.Sjá einnig: Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ „Við krefjumst þess að einkavæðingaráform, eins og hefur verið fjallað um í fjölmiðlum undanfarið um sameiningu FÁ og Tækniskólans, fari í gegnum lýðræðislega ferla til að tryggja gæði menntakerfisins og hag nemenda og kennara. Það er með öllu óásættanlegt að það sé reynt að koma svo stórum breytingum í gegn án almennilegrar umræðu, samráðs við nemendur og starfsfólk skólans og meðhöndlun þings. Ríkisstjórnin er í vinnu fyrir þing og þjóð. Við krefjumst þess að hún standi sig og hlusti á og virði vinnuveitendur sína!“ segja þeir jafnframt. Erindi flytja -Andrés Ingi Jónsson, nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanfnd og þingmaður VG -Ísabella Ýrr Hallgrímsdóttir, fulltrúi nemenda FÁ -Björn Leví Gunnarsson, nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd og þingmaður Pírata -Róbert Örvar Ferdinandsson, kennari í FÁ *Tónlist flytur Dagný Halla Ágústsdóttir *Fundarstjórn er í höndum Söru Oskarsson frá Jæja-hópnum Hér má nálgast Facebook-viðburð mótmælanna þar sem finna má ítarupplýsingar. Tengdar fréttir Kristján Þór: Eðlilegt að starfsmenn hafi áhyggjur af stöðunni Krstján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segist ekki geta fullyrt um að starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla muni halda sinni réttarstöðu sem opinberir starfsmenn ef af sameiningu Tækniskólans og FÁ verður. Hann skilji efasemdir þeirra og áhyggjur. 13. maí 2017 13:21 Skólameistari FÁ færir sig yfir í Hamrahlíðina Steinn Jóhannsson segir að ólíkt öðru starfsfólki FÁ hafi hann ekki haft tryggingu um áframhaldandi starf. 11. maí 2017 11:46 Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Samtöl um sameiningu Tækniskólans og FÁ hófust seint í febrúar. Skólameistari Tækniskólans segir töluverða samlegð nást með sameiningu. Enginn kennari myndi missa vinnuna ef af sameiningu yrði. 6. maí 2017 07:00 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira
Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan 15 vegna umræðunnar um sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla. Á bak við mótmælin standa Samband íslenskra framhaldsskólanema, Nemendafélag FÁ, Jæja-hópurinn, Ungir Píratar, Ungir Jafnaðarmenn og Ung vinstri græn. Að auki mun kennarasamfélag FÁ eiga fulltrúa meðal ræðufólks. „Við mótmælum ólýðræðislegum vinnubrögðum við sameiningu FÁ og Tækniskólans.Opin umræða um mikilvægar breytingar á samfélagi okkar er grunnstoð lýðræðisins. Menntakerfið þarf alvöru stefnumótun og fyrirsjáanleika. Samráð þarf að hafa við stórar breytingar,“ segja aðstandendur mótmælana í tilkynningu sem send var til fjölmiðla í morgun.Sjá einnig: Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ „Við krefjumst þess að einkavæðingaráform, eins og hefur verið fjallað um í fjölmiðlum undanfarið um sameiningu FÁ og Tækniskólans, fari í gegnum lýðræðislega ferla til að tryggja gæði menntakerfisins og hag nemenda og kennara. Það er með öllu óásættanlegt að það sé reynt að koma svo stórum breytingum í gegn án almennilegrar umræðu, samráðs við nemendur og starfsfólk skólans og meðhöndlun þings. Ríkisstjórnin er í vinnu fyrir þing og þjóð. Við krefjumst þess að hún standi sig og hlusti á og virði vinnuveitendur sína!“ segja þeir jafnframt. Erindi flytja -Andrés Ingi Jónsson, nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanfnd og þingmaður VG -Ísabella Ýrr Hallgrímsdóttir, fulltrúi nemenda FÁ -Björn Leví Gunnarsson, nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd og þingmaður Pírata -Róbert Örvar Ferdinandsson, kennari í FÁ *Tónlist flytur Dagný Halla Ágústsdóttir *Fundarstjórn er í höndum Söru Oskarsson frá Jæja-hópnum Hér má nálgast Facebook-viðburð mótmælanna þar sem finna má ítarupplýsingar.
Tengdar fréttir Kristján Þór: Eðlilegt að starfsmenn hafi áhyggjur af stöðunni Krstján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segist ekki geta fullyrt um að starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla muni halda sinni réttarstöðu sem opinberir starfsmenn ef af sameiningu Tækniskólans og FÁ verður. Hann skilji efasemdir þeirra og áhyggjur. 13. maí 2017 13:21 Skólameistari FÁ færir sig yfir í Hamrahlíðina Steinn Jóhannsson segir að ólíkt öðru starfsfólki FÁ hafi hann ekki haft tryggingu um áframhaldandi starf. 11. maí 2017 11:46 Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Samtöl um sameiningu Tækniskólans og FÁ hófust seint í febrúar. Skólameistari Tækniskólans segir töluverða samlegð nást með sameiningu. Enginn kennari myndi missa vinnuna ef af sameiningu yrði. 6. maí 2017 07:00 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira
Kristján Þór: Eðlilegt að starfsmenn hafi áhyggjur af stöðunni Krstján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segist ekki geta fullyrt um að starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla muni halda sinni réttarstöðu sem opinberir starfsmenn ef af sameiningu Tækniskólans og FÁ verður. Hann skilji efasemdir þeirra og áhyggjur. 13. maí 2017 13:21
Skólameistari FÁ færir sig yfir í Hamrahlíðina Steinn Jóhannsson segir að ólíkt öðru starfsfólki FÁ hafi hann ekki haft tryggingu um áframhaldandi starf. 11. maí 2017 11:46
Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49
Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Samtöl um sameiningu Tækniskólans og FÁ hófust seint í febrúar. Skólameistari Tækniskólans segir töluverða samlegð nást með sameiningu. Enginn kennari myndi missa vinnuna ef af sameiningu yrði. 6. maí 2017 07:00