Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. maí 2017 07:00 Um fátt hefur verið rætt meira á göngum Fjölbrautarskólans við Ármúla seinni hluta vikunnar, en fyrirhuguð sameining við Tækniskólann. vísir/ernir „Tækniskólinn er ekki einkavæddur, heldur er hann einkarekinn,“ segir Jón B. Stefánsson, skólastjóri Tækniskólans, um fyrirhugaða sameiningu skólans við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, sagði í Fréttablaðinu í gær að ef sameining skólanna yrði að veruleika myndi það fela í sér einkavæðingu Ármúlaskólans. Jón bendir á að samþykktir Tækniskólans séu í anda sjálfseignarstofnana. „Hluthafar í skólanum geta aldrei tekið krónu í arð út úr skólanum,“ segir Jón. Þá bætir hann við að ef ríkið kjósi að hætta með þjónustusamning við Tækniskólann, þá segi menntamálaráðuneytið samningnum upp. Sex mánuðum seinna gangi stjórnendur skólans burt og allar eignir skólans standi eftir hjá skólanum. „Við erum að reka starfsemi skólans fyrir ríkið,“ segir hann.Jón B. Stefánsson, skólameistari TækniskólansJón segir að ráðuneytið hafi byrjað að tala við skólana um sameiningu seinni hlutann í febrúar. Með sameiningu myndi nást stærðarhagkvæmni sem sé mjög mikilvæg í verknámsskólum. Þá sé mikilvægt að bregðast við fyrirsjáanlegri fækkun í árgöngum og fækkun vegna styttingar náms til stúdentsprófs. Jón segir að hægt væri að ná fram töluverðri samlegð með sameiningu skólanna. Til dæmis séu báðir skólarnir með töluvert bóknám, Fjölbraut í Ármúla sé sterk í fjarnámi og Tækniskólinn hafi verið bæði með fjarnám og endurmenntun. „Báðir skólarnir eru með sérdeildir. Þeir eru með nám fyrir fólk með hreyfihömlun en við erum með einhverfudeild. Báðir skólarnir eru með töluvert af nýbúum. Það passar vel saman,“ segir Jón. Þá séu báðir skólar með nám á fagháskólastigi. Aðrir hlutir passi síður saman, til dæmis sé Tækniskólinn með iðngreinar en Ármúlaskóli með heilbrigðisgreinar. Þetta myndi gefa sameinuðum skóla fjölbreytni og nemendunum ný tækifæri. Nemendur Tækniskólans eru í dag um 2.100 en yrðu um 3.000 eftir stækkun. En síðan er gert ráð fyrir fækkun nemenda og Jón gerir ráð fyrir að eftir 2020 yrði skólinn álíka stór og þegar hann var stærstur fyrir efnahagshrunið. Jón segist hafa fundað með starfsmönnum Ármúlaskóla í dag. Þar hafi hann gert starfsfólki grein fyrir því að öll réttindi starfsmanna sem ráðast til Tækniskólans yrðu óbreytt og flyttust yfir. „Það munu náttúrlega einhverjir hætta vegna biðlauna, eins og gerist og gengur. En þeir kennarar sem vilja vinnu verða allir ráðnir á sömu kjörum og með sömu réttindum. Eina tæknilega breytingin sem verður er sú að fólk fær launaseðilinn sinn frá öðrum aðila,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30 Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
„Tækniskólinn er ekki einkavæddur, heldur er hann einkarekinn,“ segir Jón B. Stefánsson, skólastjóri Tækniskólans, um fyrirhugaða sameiningu skólans við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, sagði í Fréttablaðinu í gær að ef sameining skólanna yrði að veruleika myndi það fela í sér einkavæðingu Ármúlaskólans. Jón bendir á að samþykktir Tækniskólans séu í anda sjálfseignarstofnana. „Hluthafar í skólanum geta aldrei tekið krónu í arð út úr skólanum,“ segir Jón. Þá bætir hann við að ef ríkið kjósi að hætta með þjónustusamning við Tækniskólann, þá segi menntamálaráðuneytið samningnum upp. Sex mánuðum seinna gangi stjórnendur skólans burt og allar eignir skólans standi eftir hjá skólanum. „Við erum að reka starfsemi skólans fyrir ríkið,“ segir hann.Jón B. Stefánsson, skólameistari TækniskólansJón segir að ráðuneytið hafi byrjað að tala við skólana um sameiningu seinni hlutann í febrúar. Með sameiningu myndi nást stærðarhagkvæmni sem sé mjög mikilvæg í verknámsskólum. Þá sé mikilvægt að bregðast við fyrirsjáanlegri fækkun í árgöngum og fækkun vegna styttingar náms til stúdentsprófs. Jón segir að hægt væri að ná fram töluverðri samlegð með sameiningu skólanna. Til dæmis séu báðir skólarnir með töluvert bóknám, Fjölbraut í Ármúla sé sterk í fjarnámi og Tækniskólinn hafi verið bæði með fjarnám og endurmenntun. „Báðir skólarnir eru með sérdeildir. Þeir eru með nám fyrir fólk með hreyfihömlun en við erum með einhverfudeild. Báðir skólarnir eru með töluvert af nýbúum. Það passar vel saman,“ segir Jón. Þá séu báðir skólar með nám á fagháskólastigi. Aðrir hlutir passi síður saman, til dæmis sé Tækniskólinn með iðngreinar en Ármúlaskóli með heilbrigðisgreinar. Þetta myndi gefa sameinuðum skóla fjölbreytni og nemendunum ný tækifæri. Nemendur Tækniskólans eru í dag um 2.100 en yrðu um 3.000 eftir stækkun. En síðan er gert ráð fyrir fækkun nemenda og Jón gerir ráð fyrir að eftir 2020 yrði skólinn álíka stór og þegar hann var stærstur fyrir efnahagshrunið. Jón segist hafa fundað með starfsmönnum Ármúlaskóla í dag. Þar hafi hann gert starfsfólki grein fyrir því að öll réttindi starfsmanna sem ráðast til Tækniskólans yrðu óbreytt og flyttust yfir. „Það munu náttúrlega einhverjir hætta vegna biðlauna, eins og gerist og gengur. En þeir kennarar sem vilja vinnu verða allir ráðnir á sömu kjörum og með sömu réttindum. Eina tæknilega breytingin sem verður er sú að fólk fær launaseðilinn sinn frá öðrum aðila,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30 Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30
Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49
Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00