Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. maí 2017 07:00 Um fátt hefur verið rætt meira á göngum Fjölbrautarskólans við Ármúla seinni hluta vikunnar, en fyrirhuguð sameining við Tækniskólann. vísir/ernir „Tækniskólinn er ekki einkavæddur, heldur er hann einkarekinn,“ segir Jón B. Stefánsson, skólastjóri Tækniskólans, um fyrirhugaða sameiningu skólans við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, sagði í Fréttablaðinu í gær að ef sameining skólanna yrði að veruleika myndi það fela í sér einkavæðingu Ármúlaskólans. Jón bendir á að samþykktir Tækniskólans séu í anda sjálfseignarstofnana. „Hluthafar í skólanum geta aldrei tekið krónu í arð út úr skólanum,“ segir Jón. Þá bætir hann við að ef ríkið kjósi að hætta með þjónustusamning við Tækniskólann, þá segi menntamálaráðuneytið samningnum upp. Sex mánuðum seinna gangi stjórnendur skólans burt og allar eignir skólans standi eftir hjá skólanum. „Við erum að reka starfsemi skólans fyrir ríkið,“ segir hann.Jón B. Stefánsson, skólameistari TækniskólansJón segir að ráðuneytið hafi byrjað að tala við skólana um sameiningu seinni hlutann í febrúar. Með sameiningu myndi nást stærðarhagkvæmni sem sé mjög mikilvæg í verknámsskólum. Þá sé mikilvægt að bregðast við fyrirsjáanlegri fækkun í árgöngum og fækkun vegna styttingar náms til stúdentsprófs. Jón segir að hægt væri að ná fram töluverðri samlegð með sameiningu skólanna. Til dæmis séu báðir skólarnir með töluvert bóknám, Fjölbraut í Ármúla sé sterk í fjarnámi og Tækniskólinn hafi verið bæði með fjarnám og endurmenntun. „Báðir skólarnir eru með sérdeildir. Þeir eru með nám fyrir fólk með hreyfihömlun en við erum með einhverfudeild. Báðir skólarnir eru með töluvert af nýbúum. Það passar vel saman,“ segir Jón. Þá séu báðir skólar með nám á fagháskólastigi. Aðrir hlutir passi síður saman, til dæmis sé Tækniskólinn með iðngreinar en Ármúlaskóli með heilbrigðisgreinar. Þetta myndi gefa sameinuðum skóla fjölbreytni og nemendunum ný tækifæri. Nemendur Tækniskólans eru í dag um 2.100 en yrðu um 3.000 eftir stækkun. En síðan er gert ráð fyrir fækkun nemenda og Jón gerir ráð fyrir að eftir 2020 yrði skólinn álíka stór og þegar hann var stærstur fyrir efnahagshrunið. Jón segist hafa fundað með starfsmönnum Ármúlaskóla í dag. Þar hafi hann gert starfsfólki grein fyrir því að öll réttindi starfsmanna sem ráðast til Tækniskólans yrðu óbreytt og flyttust yfir. „Það munu náttúrlega einhverjir hætta vegna biðlauna, eins og gerist og gengur. En þeir kennarar sem vilja vinnu verða allir ráðnir á sömu kjörum og með sömu réttindum. Eina tæknilega breytingin sem verður er sú að fólk fær launaseðilinn sinn frá öðrum aðila,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30 Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Sjá meira
„Tækniskólinn er ekki einkavæddur, heldur er hann einkarekinn,“ segir Jón B. Stefánsson, skólastjóri Tækniskólans, um fyrirhugaða sameiningu skólans við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, sagði í Fréttablaðinu í gær að ef sameining skólanna yrði að veruleika myndi það fela í sér einkavæðingu Ármúlaskólans. Jón bendir á að samþykktir Tækniskólans séu í anda sjálfseignarstofnana. „Hluthafar í skólanum geta aldrei tekið krónu í arð út úr skólanum,“ segir Jón. Þá bætir hann við að ef ríkið kjósi að hætta með þjónustusamning við Tækniskólann, þá segi menntamálaráðuneytið samningnum upp. Sex mánuðum seinna gangi stjórnendur skólans burt og allar eignir skólans standi eftir hjá skólanum. „Við erum að reka starfsemi skólans fyrir ríkið,“ segir hann.Jón B. Stefánsson, skólameistari TækniskólansJón segir að ráðuneytið hafi byrjað að tala við skólana um sameiningu seinni hlutann í febrúar. Með sameiningu myndi nást stærðarhagkvæmni sem sé mjög mikilvæg í verknámsskólum. Þá sé mikilvægt að bregðast við fyrirsjáanlegri fækkun í árgöngum og fækkun vegna styttingar náms til stúdentsprófs. Jón segir að hægt væri að ná fram töluverðri samlegð með sameiningu skólanna. Til dæmis séu báðir skólarnir með töluvert bóknám, Fjölbraut í Ármúla sé sterk í fjarnámi og Tækniskólinn hafi verið bæði með fjarnám og endurmenntun. „Báðir skólarnir eru með sérdeildir. Þeir eru með nám fyrir fólk með hreyfihömlun en við erum með einhverfudeild. Báðir skólarnir eru með töluvert af nýbúum. Það passar vel saman,“ segir Jón. Þá séu báðir skólar með nám á fagháskólastigi. Aðrir hlutir passi síður saman, til dæmis sé Tækniskólinn með iðngreinar en Ármúlaskóli með heilbrigðisgreinar. Þetta myndi gefa sameinuðum skóla fjölbreytni og nemendunum ný tækifæri. Nemendur Tækniskólans eru í dag um 2.100 en yrðu um 3.000 eftir stækkun. En síðan er gert ráð fyrir fækkun nemenda og Jón gerir ráð fyrir að eftir 2020 yrði skólinn álíka stór og þegar hann var stærstur fyrir efnahagshrunið. Jón segist hafa fundað með starfsmönnum Ármúlaskóla í dag. Þar hafi hann gert starfsfólki grein fyrir því að öll réttindi starfsmanna sem ráðast til Tækniskólans yrðu óbreytt og flyttust yfir. „Það munu náttúrlega einhverjir hætta vegna biðlauna, eins og gerist og gengur. En þeir kennarar sem vilja vinnu verða allir ráðnir á sömu kjörum og með sömu réttindum. Eina tæknilega breytingin sem verður er sú að fólk fær launaseðilinn sinn frá öðrum aðila,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30 Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Sjá meira
Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30
Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49
Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00