Enski boltinn

De Bruyne búinn að stinga Gylfa af

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að verða stoðsendingakóngur ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Sá möguleiki rann eiginlega út í sandinn um síðustu helgi.

Belginn Kevin De Bruyne er nú kominn með þriggja stoðsendinga forskot á toppi listans yfir flestar stoðsendingar þökk sé góðum leik hans um síðustu helgi.

Kevin De Bruyne lagði þá upp tvö mörk í 5-0 sigri Manchester City á Crystal Palace. Miðverðir Manchester City liðsins nutu heldur betur góðs af sendingum Belgans í leiknum því  De Bruyne lagði upp annað mark City fyrir Vincent Kompany og svo fimmta markið fyrir Nicolás Otamendi.

De Bruyne hafði komist upp fyrir Gylfa með því að leggja upp tvö mörk í 3-0 sigri City á Southampton um miðjan apríl.

Christian Eriksen hefur einnig náð Gylfa og það er ljóst að þeir berjast um annað sætið á listanum við Chelsea-manninn Cesc Fabregas enda þeir allir með nokkra stoðsendinga forskot á mennina í fimmta sætinu.

Kevin De Bruyne,  Christian Eriksen og Cesc Fabregas spila allir með léttleikandi og sókndjörfum liðum ólíkt okkar manni og Gylfi hefur hátt í miklu fleiri mörkum hlutfallslega hjá sínu liði.

De Bruyne og Eriksen og Fabregas hafa líka allir náð því að gefa tvær stoðsendingar í einhverjum leikjum en Gylfi hefur aldrei gefið meira en eina stoðsendingu í leik. Gylfi hefur þar með gefið stoðsendingar í tólf leikjum Swansea í vetur sem er útaf fyrir sig mögnuð staðreynd.



Flestar stoðsendingar í ensky úrvalsdeildinni á þessu tímabili:

15

Kevin De Bruyne, Manchester City     

12

Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea City

Christian Eriksen, Tottenham

11

Cesc Fàbregas, Chelsea    

9

Alexis Sánchez, Arsenal

Wilfried Zaha, Crystal Palace

8

Ross Barkley, Everton

Matt Phillips, West Bromwich Albion

Pedro, Chelsea    

7

Adam Lallana, Liverpool     

Nemanja Matic, Chelsea    

Alex Oxlade-Chamberlain, Arsenal     

David Silva, Manchester City     

Raheem Sterling, Manchester City    


Tengdar fréttir

Gylfi sló met Eiðs Smára á Old Trafford

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði ekki bara stórglæsilegt og mjög mikilvægt mark fyrir Swansea um síðustu helgi heldur bætti hann einnig með því fimmtán ára met Eiðs Smára Guðjohnsen. Gylfi hefur nú komið að 21 marki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Ekki sammála fullyrðingu Glenn Hoddle um Gylfa

Glenn Hoddle, fyrrum leikmaður og þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, er mjög hrifinn af Gylfa Þór Sigurðssyni og talaði afar vel um íslenska miðjumanninn þegar Hoddle var að lýsa leik Everton og Swansea City um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×