Gylfi hefur ekki misst af mínútu hjá Swansea í sjö mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2017 10:45 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson lék að sjálfsögðu allar 90 mínúturnar í leik Swansea City í ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar liðið varð að sætta sig við tap á móti West Ham. Gylfi hefur þar með leikið allar 90 mínúturnar í 28 leikjum Swansea í röð eða öllum leikjum liðsins frá og með leik á móti Chelsea 11. september 2016. Gylfi hefur þar með ekki af einni einustu mínútu hjá Swansea undanfarna 211 daga en á morgun verða nákvæmlega sjö mánuðir síðan að Gylfi var síðast tekinn af velli í bestu deild Evrópu. Staðan var þá 2-2 og þáverandi knattspyrnustjóri Swansea, Francesco Guidolin, ákvað að setja bakvörðinn Angel Rangel inná til að þétta vörnina. Swansea náði að halda út og ná í stig á móti verðandi Englandsmeisturum Chelsea. Gylfi hafði áður jafnað metin í 2-2 með marki úr vítaspytrnu á 59. mínútu leiklsins en þremur mínútum síðar kom Leroy Fer Swansea 2-1 yfir. Chelsea hafði jafnað metin í 2-2 með marki Diego Costa sex mínútum áður en Gylfi var tekinn af velli. Þessi Chelsea-leikur er aðeins einn af þremur leikjum Swansea í ensku úrvalsdeildinni þar sem Gylfi hefur ekki leikið allar 90 mínúturnar í boði. Francesco Guidolin tók Gylfa líka af velli í leiknum á undan Chelsea-leiknum þegar liðið tapaði fyrir Leicester City. Gylfi byrjaði síðan á bekknum í fyrsta leik tímabilsins á móti Burnley en kom þá inná sem varamaður hálftíma fyrir leikslok. Leroy Fer skoraði eina mark þessa leiks átta mínútum fyrir leikslok en þessi 1-0 sigur á Burnley er eini sigurleikur Swansea í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þar sem Gylfi hefur ekki komið að marki. Gylfi hefur alls leikið 2787 mínútur af 2880 mínútum í boði hjá Swansea City í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili eða 97 prósent af mínútum í boði. Nú er svo komið að aðeins fimm leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa spilað fleiri mínútur en íslenski landsliðsmaðurinn á þessu tímabili. Þeir eru: Ben Mee hjá Burnley, Steve Cook hjá Bournemouth, Michael Keane hjá Burnley, Gareth McAuley hjá West Bromwich Albion og Ben Gibson hjá Middlesbrough. Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson lék að sjálfsögðu allar 90 mínúturnar í leik Swansea City í ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar liðið varð að sætta sig við tap á móti West Ham. Gylfi hefur þar með leikið allar 90 mínúturnar í 28 leikjum Swansea í röð eða öllum leikjum liðsins frá og með leik á móti Chelsea 11. september 2016. Gylfi hefur þar með ekki af einni einustu mínútu hjá Swansea undanfarna 211 daga en á morgun verða nákvæmlega sjö mánuðir síðan að Gylfi var síðast tekinn af velli í bestu deild Evrópu. Staðan var þá 2-2 og þáverandi knattspyrnustjóri Swansea, Francesco Guidolin, ákvað að setja bakvörðinn Angel Rangel inná til að þétta vörnina. Swansea náði að halda út og ná í stig á móti verðandi Englandsmeisturum Chelsea. Gylfi hafði áður jafnað metin í 2-2 með marki úr vítaspytrnu á 59. mínútu leiklsins en þremur mínútum síðar kom Leroy Fer Swansea 2-1 yfir. Chelsea hafði jafnað metin í 2-2 með marki Diego Costa sex mínútum áður en Gylfi var tekinn af velli. Þessi Chelsea-leikur er aðeins einn af þremur leikjum Swansea í ensku úrvalsdeildinni þar sem Gylfi hefur ekki leikið allar 90 mínúturnar í boði. Francesco Guidolin tók Gylfa líka af velli í leiknum á undan Chelsea-leiknum þegar liðið tapaði fyrir Leicester City. Gylfi byrjaði síðan á bekknum í fyrsta leik tímabilsins á móti Burnley en kom þá inná sem varamaður hálftíma fyrir leikslok. Leroy Fer skoraði eina mark þessa leiks átta mínútum fyrir leikslok en þessi 1-0 sigur á Burnley er eini sigurleikur Swansea í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þar sem Gylfi hefur ekki komið að marki. Gylfi hefur alls leikið 2787 mínútur af 2880 mínútum í boði hjá Swansea City í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili eða 97 prósent af mínútum í boði. Nú er svo komið að aðeins fimm leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa spilað fleiri mínútur en íslenski landsliðsmaðurinn á þessu tímabili. Þeir eru: Ben Mee hjá Burnley, Steve Cook hjá Bournemouth, Michael Keane hjá Burnley, Gareth McAuley hjá West Bromwich Albion og Ben Gibson hjá Middlesbrough.
Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira