Skólameistari FÁ færir sig yfir í Hamrahlíðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2017 11:46 Steinn Jóhannsson, fráfarandi skólameistari Fjölbrautarskólans í Ármúla. Steinn Jóhannsson, skólameistari við Fjölbrautarskólann í Ármúla, verður næsti konrektor við Menntaskólann við Hamrahlíð. Ráðningin er frá og með næsta hausti en kennurum við MH hefur verið tilkynnt um ráðninguna. Fréttir af ráðningunni koma í kjöfar tíðinda af mögulegri sameiningu Fjölbrautaskólans í Ármúla og Tækniskóla Íslands. Óhætt er að segja að tíðindin af sameiningunni hafi farið öfugt ofan í starfsfólk við FÁ sem komst að henni í fréttum. Sigurborg Matthíasdóttir, fráfarandi konrektor, tilkynnti kollegum sínum í MH að hún myndi láta af störfum á dögunum og alfarið snúa sér að kennslu. Í framhaldinu var staða konrektors auglýst og sóttu fimm um stöðuna. Varð úr að Steini var boðin staðan og ráðinn.Réttindi starfsfólks í forgangi Steinn var skipaður í vinnuhóp af menntamálaráðherra til að skoða möguleikann á sameingingu. Hann segir í samtali við Vísi að erfitt hafi verið að taka þátt í vinnunni enda vissu kollegar hans í Ármúla ekkert af þeirri vinnu. Hann hafi hins vegar verið bundinn trúnaði sem embættismaður, að beiðni menntamálaráðherra. „Ég setti alltaf í forgang, í öllum viðræðum um hugsanlega sameiningu, réttindi starfsfólks og nemenda,“ segir Steinn. Hann hafi þó ekki haft tryggingu um áframhaldandi starf, ólíkt starfsfólki FÁ, kæmi til sameiningar. Aðalsparnaður við sameiningu sé oft fólginn í yfirstjórn. Augljóst sé að í nýjum skóla verði aðeins einn skólameistari. „Ég leit í kringum mig og ákvað að sækja um í MH,“ segir Steinn sem fór í gegnum ráðningarferli, var metinn hæfastur umsækjendanna fimm og boðin staðan. „Það er mjög óþægilegt að vita ekki hvert stefnir, verður af sameiningu eða ekki? Það eru margir kostir að sameinast Tækniskólanum þó því geti líka fylgt gallar.“Rætt var við Stein Jóhannsson og fleiri vegna mögulegrar sameiningar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum.Maðurinn á gólfinu Umfram allt leggur Steinn áherslu á hve heppinn Tækniskólinn sé að fá starfsfólkið í Ármúla til liðs við sig. „Ég er að vinna í alveg frábærum skóla, með einstöku starfsfólki og það er svo sárt að hugsa til þess að ég sé ekki að fara að vinna með sama fólki áfram, vinum og félögum til margra ára,“ segir Steinn. Skólinn hafi náð frábærum árangri og sé árlega í toppsætum yfir stofnanir ársins. „Ég hef verið spenntur hvern einasta dag þessi fimm ár sem ég hjólaði í vinnuna. Það væri ekki nema af því við umgöngumst hvort annað af virðingu. Ég er bara maðurinn á gólfinu eins og allir. Þannig starfa ég. Allar tölur segja að við séum frábær liðsheild.“ Kennarar í Ármúla hafi alltaf sett hagsmuni nemenda í forgang og það hafi stjórnendur líka reynt að gera. Auðvitað sé starfsfólkið í Ármúla vonsvikið með stöðu mála og hann skilji það vel. „Mestu skiptir að allar upplýsingar séu uppi á borðinu. Ég er alveg viss um að það verði tekin upplýst ákvörðun,“ segir Steinn um sameininguna. Tengdar fréttir Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Samtöl um sameiningu Tækniskólans og FÁ hófust seint í febrúar. Skólameistari Tækniskólans segir töluverða samlegð nást með sameiningu. Enginn kennari myndi missa vinnuna ef af sameiningu yrði. 6. maí 2017 07:00 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Steinn Jóhannsson, skólameistari við Fjölbrautarskólann í Ármúla, verður næsti konrektor við Menntaskólann við Hamrahlíð. Ráðningin er frá og með næsta hausti en kennurum við MH hefur verið tilkynnt um ráðninguna. Fréttir af ráðningunni koma í kjöfar tíðinda af mögulegri sameiningu Fjölbrautaskólans í Ármúla og Tækniskóla Íslands. Óhætt er að segja að tíðindin af sameiningunni hafi farið öfugt ofan í starfsfólk við FÁ sem komst að henni í fréttum. Sigurborg Matthíasdóttir, fráfarandi konrektor, tilkynnti kollegum sínum í MH að hún myndi láta af störfum á dögunum og alfarið snúa sér að kennslu. Í framhaldinu var staða konrektors auglýst og sóttu fimm um stöðuna. Varð úr að Steini var boðin staðan og ráðinn.Réttindi starfsfólks í forgangi Steinn var skipaður í vinnuhóp af menntamálaráðherra til að skoða möguleikann á sameingingu. Hann segir í samtali við Vísi að erfitt hafi verið að taka þátt í vinnunni enda vissu kollegar hans í Ármúla ekkert af þeirri vinnu. Hann hafi hins vegar verið bundinn trúnaði sem embættismaður, að beiðni menntamálaráðherra. „Ég setti alltaf í forgang, í öllum viðræðum um hugsanlega sameiningu, réttindi starfsfólks og nemenda,“ segir Steinn. Hann hafi þó ekki haft tryggingu um áframhaldandi starf, ólíkt starfsfólki FÁ, kæmi til sameiningar. Aðalsparnaður við sameiningu sé oft fólginn í yfirstjórn. Augljóst sé að í nýjum skóla verði aðeins einn skólameistari. „Ég leit í kringum mig og ákvað að sækja um í MH,“ segir Steinn sem fór í gegnum ráðningarferli, var metinn hæfastur umsækjendanna fimm og boðin staðan. „Það er mjög óþægilegt að vita ekki hvert stefnir, verður af sameiningu eða ekki? Það eru margir kostir að sameinast Tækniskólanum þó því geti líka fylgt gallar.“Rætt var við Stein Jóhannsson og fleiri vegna mögulegrar sameiningar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum.Maðurinn á gólfinu Umfram allt leggur Steinn áherslu á hve heppinn Tækniskólinn sé að fá starfsfólkið í Ármúla til liðs við sig. „Ég er að vinna í alveg frábærum skóla, með einstöku starfsfólki og það er svo sárt að hugsa til þess að ég sé ekki að fara að vinna með sama fólki áfram, vinum og félögum til margra ára,“ segir Steinn. Skólinn hafi náð frábærum árangri og sé árlega í toppsætum yfir stofnanir ársins. „Ég hef verið spenntur hvern einasta dag þessi fimm ár sem ég hjólaði í vinnuna. Það væri ekki nema af því við umgöngumst hvort annað af virðingu. Ég er bara maðurinn á gólfinu eins og allir. Þannig starfa ég. Allar tölur segja að við séum frábær liðsheild.“ Kennarar í Ármúla hafi alltaf sett hagsmuni nemenda í forgang og það hafi stjórnendur líka reynt að gera. Auðvitað sé starfsfólkið í Ármúla vonsvikið með stöðu mála og hann skilji það vel. „Mestu skiptir að allar upplýsingar séu uppi á borðinu. Ég er alveg viss um að það verði tekin upplýst ákvörðun,“ segir Steinn um sameininguna.
Tengdar fréttir Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Samtöl um sameiningu Tækniskólans og FÁ hófust seint í febrúar. Skólameistari Tækniskólans segir töluverða samlegð nást með sameiningu. Enginn kennari myndi missa vinnuna ef af sameiningu yrði. 6. maí 2017 07:00 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Samtöl um sameiningu Tækniskólans og FÁ hófust seint í febrúar. Skólameistari Tækniskólans segir töluverða samlegð nást með sameiningu. Enginn kennari myndi missa vinnuna ef af sameiningu yrði. 6. maí 2017 07:00
Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00