Ólíkar útskýringar Hvíta hússins á brottrekstri Comey Atli Ísleifsson skrifar 12. maí 2017 10:12 Talskona Donald Trump sagði að síðasta hálstráið hafi verið þegar James Comey kom fyrir þingnefnd í síðustu viku til að ræða tölvupóstmál Hillary Clinton. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Síðast í gær kom Trump með nýja útskýringu í viðtali við NBC.Danska ríkisútvarpið hefur tekið saman yfirlit yfir þær ólíku útskýringar sem hafa verið gefnar á brottrekstri Comey sem Barack Obama skipaði í embættið til tíu ára árið 2013. Comey og félagar hans hjá FBI hafa að undanförnu unnið að rannsókn á mögulegum samskiptum og tengslum Rússa við starfsmenn kosningaliðs Trump í aðdraganda forsetakosninganna.Kæri Comey „Kæri Comey forstjóri,“ hóf Trump bréf sitt til Comey þar sem forsetinn tilkynnti Comey að hann hafi verið látinn fara. Trump vísar þar í bréf frá dómsmálaráðherranum Jeff Sessions og aðstoðardómsmálaráðherranum Rod Rosenstein þar sem þeir mæla með því að Comey yrði látinn fara. Í bréfi Rosenstein lýsir hann að Comey hafi ekki staðið sig þegar kæmi að hvernig farið var með Hillary Clinton og tölvupóstmál hennar. Segir Trump að hann hafi farið að ráðleggingum ráðherranna og að Comey hafi hér með verið vikið frá störfum.BREAKING: Full letter from Trump to Comey says former FBI Director "not able to effectively lead the Bureau." pic.twitter.com/P7Y1nowqCF— Peter Alexander (@PeterAlexander) May 9, 2017 Á miðvikudag segir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, að Trump hafi tekið rétta ákvörðun á réttum tímapunkti að gefnu tilliti til hinna „réttu ráðlegginga“. Sarah Huckabee Sanders, talskona Trump, sagði svo að Rosenstein og Sessions hafi fundað með Trump forseta á mánudag. Á þeim fundi hafi ráðherrarnir ráðlagt forsetanum að láta Comey fara, en Trump hafi þá beðið ráðherrana um skriflegar ráðleggingar. Þá sagði Sanders að Trump hafi íhugað að reka Comey allt frá því að hann tók við embætti forseta. „Ég tel að traust hafi smá saman minnkað,“ segir Sanders.Ný skýring Í sjónvarpsviðtali á NBC í gær kom Trump svo með þá skýringu að hann hefði rekið Comey sama þótt engar ráðleggingar hefðu borist frá ráðherrunum í dómsmálaráðuneytinu. Sagði hann Comey hafa verið monthani og athyglissjúkur. Skömmu síðar sagði Sanders að síðasta hálmstráið hafi verið þegar Comey kom fyrir þingnefnd í síðustu viku til að ræða tölvupóstmál Clinton. Ráðleggingar ráðherranna hafi einungis styrkt þá ákvörðun sem forsetinn hafði þegar tekið. Comey sagði meðal annars fyrir þingnefndinni að honum hafi ekki liðið vel með að tilkynna um að FBI hafi hafið rannsókn á tölvupóstmálunum svo skömmu fyrir kosningarnar, en Clinton hefur sjálf sagt að ákvörðun Comey hafi átt stóran þátt í ósigri hennar í forsetakosningunum. Donald Trump Tengdar fréttir Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft 11. maí 2017 07:00 Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10 Í mótsögn við sitt eigið starfsfólk "Ég ætlaði alltaf að reka Comey,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti um brottrekstur sinn á James Comey, yfirmanni alríkislögreglunnar, í viðtali við NBC í gær. Sagði hann að hvatning aðstoðardómsmálaráðherrans, Rods Rosenstein, þess efnis hefði ekki haft úrslitaáhrif. 12. maí 2017 07:00 Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Síðast í gær kom Trump með nýja útskýringu í viðtali við NBC.Danska ríkisútvarpið hefur tekið saman yfirlit yfir þær ólíku útskýringar sem hafa verið gefnar á brottrekstri Comey sem Barack Obama skipaði í embættið til tíu ára árið 2013. Comey og félagar hans hjá FBI hafa að undanförnu unnið að rannsókn á mögulegum samskiptum og tengslum Rússa við starfsmenn kosningaliðs Trump í aðdraganda forsetakosninganna.Kæri Comey „Kæri Comey forstjóri,“ hóf Trump bréf sitt til Comey þar sem forsetinn tilkynnti Comey að hann hafi verið látinn fara. Trump vísar þar í bréf frá dómsmálaráðherranum Jeff Sessions og aðstoðardómsmálaráðherranum Rod Rosenstein þar sem þeir mæla með því að Comey yrði látinn fara. Í bréfi Rosenstein lýsir hann að Comey hafi ekki staðið sig þegar kæmi að hvernig farið var með Hillary Clinton og tölvupóstmál hennar. Segir Trump að hann hafi farið að ráðleggingum ráðherranna og að Comey hafi hér með verið vikið frá störfum.BREAKING: Full letter from Trump to Comey says former FBI Director "not able to effectively lead the Bureau." pic.twitter.com/P7Y1nowqCF— Peter Alexander (@PeterAlexander) May 9, 2017 Á miðvikudag segir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, að Trump hafi tekið rétta ákvörðun á réttum tímapunkti að gefnu tilliti til hinna „réttu ráðlegginga“. Sarah Huckabee Sanders, talskona Trump, sagði svo að Rosenstein og Sessions hafi fundað með Trump forseta á mánudag. Á þeim fundi hafi ráðherrarnir ráðlagt forsetanum að láta Comey fara, en Trump hafi þá beðið ráðherrana um skriflegar ráðleggingar. Þá sagði Sanders að Trump hafi íhugað að reka Comey allt frá því að hann tók við embætti forseta. „Ég tel að traust hafi smá saman minnkað,“ segir Sanders.Ný skýring Í sjónvarpsviðtali á NBC í gær kom Trump svo með þá skýringu að hann hefði rekið Comey sama þótt engar ráðleggingar hefðu borist frá ráðherrunum í dómsmálaráðuneytinu. Sagði hann Comey hafa verið monthani og athyglissjúkur. Skömmu síðar sagði Sanders að síðasta hálmstráið hafi verið þegar Comey kom fyrir þingnefnd í síðustu viku til að ræða tölvupóstmál Clinton. Ráðleggingar ráðherranna hafi einungis styrkt þá ákvörðun sem forsetinn hafði þegar tekið. Comey sagði meðal annars fyrir þingnefndinni að honum hafi ekki liðið vel með að tilkynna um að FBI hafi hafið rannsókn á tölvupóstmálunum svo skömmu fyrir kosningarnar, en Clinton hefur sjálf sagt að ákvörðun Comey hafi átt stóran þátt í ósigri hennar í forsetakosningunum.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft 11. maí 2017 07:00 Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10 Í mótsögn við sitt eigið starfsfólk "Ég ætlaði alltaf að reka Comey,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti um brottrekstur sinn á James Comey, yfirmanni alríkislögreglunnar, í viðtali við NBC í gær. Sagði hann að hvatning aðstoðardómsmálaráðherrans, Rods Rosenstein, þess efnis hefði ekki haft úrslitaáhrif. 12. maí 2017 07:00 Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft 11. maí 2017 07:00
Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10
Í mótsögn við sitt eigið starfsfólk "Ég ætlaði alltaf að reka Comey,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti um brottrekstur sinn á James Comey, yfirmanni alríkislögreglunnar, í viðtali við NBC í gær. Sagði hann að hvatning aðstoðardómsmálaráðherrans, Rods Rosenstein, þess efnis hefði ekki haft úrslitaáhrif. 12. maí 2017 07:00
Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50