Macron nýr forseti Frakklands Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. maí 2017 11:35 Emmanuel Macron. vísir/afp Emmanuel Macron var í dag settur í embætti Frakklandsforseta í Elysée-höllinni í París. Macron, sem er 39 ára, er yngsti forseti í sögu fimmta lýðveldis Frakkalands og sá fyrsti sem ekki kemur úr röðum hinna hefðbundnu valdaflokka; sósíalista eða repúblikana. Macron tekur við embætti af Francois Hollande sem er einn óvinsælasti forseti Frakklands. Hollande varð forseti árið 2012 en sóttist ekki eftir endurkjöri. Nýr forseti gekk í dag rauða dregilinn að höllinni og heilsaði forvera sínum á hallartröppunum. Eiginkona Macron, Brigitte, gekk ekki með honum til hallarinnar en var viðstödd innsetninguna. Formlegri athöfn lauk svo þegar 21 fallbyssuskoti var skotið upp á bökkum Signu og nýjum forseta ekið að Sigurboganum þar sem hann vottar óþekkta hermanninum virðingu sína. Mikil öryggisgæsla er í París vegna athafnarinnar en lögreglumönnum á vakt var fjölgað um mörg hundruð. Viðbúnaðarstig er enn í gildi í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á Bataclan árið 2015. Macron fékk 66 prósent atkvæða í forsetakosningunum um síðustu helgi en mótframbjóðandi hans, Marine Le Pen, fékk tæp 34 prósent. Tengdar fréttir Macron kynnti frambjóðendur sína til þings Um fjölbreyttan hóp er að ræða og aðeins 24 þeirra hafa áður setið á þingi en flokkur Macrons, La Republic en Marche, er nýr af nálinni. 12. maí 2017 08:16 Merkel tekur á móti Macron á mánudag Emmanuel Macron var kjörinn forseti Frakklands síðastliðinn sunnudag og tekur formlega við embættinu nú á sunnudag. 12. maí 2017 11:13 Hvorki leki né dræm kjörsókn gat stöðvað Macron Emmanuel Macron var spáð sigri í frönsku forsetakosningunum strax og fyrstu tölur birtust. Hann tekur við embætti þann 14. maí næstkomandi. Macron sagði nýjan kafla skrifaðan í sögu landsins. Le Pen vill leiða stjórnarandstöðuna. 8. maí 2017 07:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Emmanuel Macron var í dag settur í embætti Frakklandsforseta í Elysée-höllinni í París. Macron, sem er 39 ára, er yngsti forseti í sögu fimmta lýðveldis Frakkalands og sá fyrsti sem ekki kemur úr röðum hinna hefðbundnu valdaflokka; sósíalista eða repúblikana. Macron tekur við embætti af Francois Hollande sem er einn óvinsælasti forseti Frakklands. Hollande varð forseti árið 2012 en sóttist ekki eftir endurkjöri. Nýr forseti gekk í dag rauða dregilinn að höllinni og heilsaði forvera sínum á hallartröppunum. Eiginkona Macron, Brigitte, gekk ekki með honum til hallarinnar en var viðstödd innsetninguna. Formlegri athöfn lauk svo þegar 21 fallbyssuskoti var skotið upp á bökkum Signu og nýjum forseta ekið að Sigurboganum þar sem hann vottar óþekkta hermanninum virðingu sína. Mikil öryggisgæsla er í París vegna athafnarinnar en lögreglumönnum á vakt var fjölgað um mörg hundruð. Viðbúnaðarstig er enn í gildi í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á Bataclan árið 2015. Macron fékk 66 prósent atkvæða í forsetakosningunum um síðustu helgi en mótframbjóðandi hans, Marine Le Pen, fékk tæp 34 prósent.
Tengdar fréttir Macron kynnti frambjóðendur sína til þings Um fjölbreyttan hóp er að ræða og aðeins 24 þeirra hafa áður setið á þingi en flokkur Macrons, La Republic en Marche, er nýr af nálinni. 12. maí 2017 08:16 Merkel tekur á móti Macron á mánudag Emmanuel Macron var kjörinn forseti Frakklands síðastliðinn sunnudag og tekur formlega við embættinu nú á sunnudag. 12. maí 2017 11:13 Hvorki leki né dræm kjörsókn gat stöðvað Macron Emmanuel Macron var spáð sigri í frönsku forsetakosningunum strax og fyrstu tölur birtust. Hann tekur við embætti þann 14. maí næstkomandi. Macron sagði nýjan kafla skrifaðan í sögu landsins. Le Pen vill leiða stjórnarandstöðuna. 8. maí 2017 07:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Macron kynnti frambjóðendur sína til þings Um fjölbreyttan hóp er að ræða og aðeins 24 þeirra hafa áður setið á þingi en flokkur Macrons, La Republic en Marche, er nýr af nálinni. 12. maí 2017 08:16
Merkel tekur á móti Macron á mánudag Emmanuel Macron var kjörinn forseti Frakklands síðastliðinn sunnudag og tekur formlega við embættinu nú á sunnudag. 12. maí 2017 11:13
Hvorki leki né dræm kjörsókn gat stöðvað Macron Emmanuel Macron var spáð sigri í frönsku forsetakosningunum strax og fyrstu tölur birtust. Hann tekur við embætti þann 14. maí næstkomandi. Macron sagði nýjan kafla skrifaðan í sögu landsins. Le Pen vill leiða stjórnarandstöðuna. 8. maí 2017 07:00