Milos: Erum að fá kantmann/framherja Gabríel Sighvatsson skrifar 14. maí 2017 21:03 Milos og lærisveinar hans hafa tapað tveimur leikjum í röð. vísir/andri marinó Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var svekktur með tapið fyrir ÍBV en sáttur með frammistöðuna. „Við gerðum ein varnarmistök og þeir skora úr sínu fyrsta, og ef ég man rétt eina færinu sínu, en það er nóg til að vinna leik. Þú þarft ekki að skora 10 mörk, það er nóg að skora eitt og verjast síðan,“ sagði Milos eftir leik. Víkingar voru á móti vindi í seinni hálfleik og það er klárt mál að veðrið setti smá svip á leikinn. „Það er staðreynd að við náðum miklu betra spili í seinni hálfleik en við vorum eiginlega ekki að skapa neitt. Það var erfitt að finna lokasendinguna þar sem þeir voru þéttir til baka og sniðugir að nota líkamann. Þetta var 0-0 veður en við náðum ekki að opna þá þrátt fyrir að fá 2-3 dauðafæri,“ sagði Milos. „Þetta er búið að vera saga þessa tímabils, við spilum mjög vel en uppskerum ekki neitt og það er mjög svekkjandi.“ Milos sá sig tilneyddan til að gera breytingu á liði sínu og gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik. „Geoffrey meiddist og fór út af í hálfleik. Hin skiptingin var vegna þess að þeir voru að skapa smá usla vinstra megin og Ívar var smá sjóveikur á leiðinni en ég tek það ekki sem afsökun. Mér fannst þessar skiptingar koma vel út en við gerðum ekki nóg í seinni hálfleik til að jafna eða vinna þennan leik,“ sagði Milos. Síðustu tvö töp Víkinga koma gegn liðum sem er spáð neðar en þeim, Grindavík og ÍBV í dag. „Já, þetta eru mikil vonbrigði og svona þróun segir ekkert annað en að við verðum í sama pakka og þessi tvö lið og við þurfum að hreinsa upp þennan skít í næstu viku, þar er erfiður leikur á móti Breiðablik,“ sagði Milos. Hann býst við einum leikmanni til vibótar áður en félagsskiptaglugginn lokar á morgun. „Við erum búnir að fá leikmann inn en ég veit ekki hvort félagsskiptin eru búin að ganga í gegn þau ættu að gera það á morgun í síðasta lagi. Það er kantmaður/framherji. Eins gott fyrir okkur að næla í hann sérstaklega þar sem Geoffrey [Castillion] meiðist í dag og þau meiðsli líta ekki vel út,“ sagði Milos að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur R. 1-0 | Eyjamenn komnir á sigurbraut | Sjáðu markið Alvaro Montejo skoraði sigurmarkið fyrir ÍBV í rokleik í Vestmannaeyjum. 14. maí 2017 20:15 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var svekktur með tapið fyrir ÍBV en sáttur með frammistöðuna. „Við gerðum ein varnarmistök og þeir skora úr sínu fyrsta, og ef ég man rétt eina færinu sínu, en það er nóg til að vinna leik. Þú þarft ekki að skora 10 mörk, það er nóg að skora eitt og verjast síðan,“ sagði Milos eftir leik. Víkingar voru á móti vindi í seinni hálfleik og það er klárt mál að veðrið setti smá svip á leikinn. „Það er staðreynd að við náðum miklu betra spili í seinni hálfleik en við vorum eiginlega ekki að skapa neitt. Það var erfitt að finna lokasendinguna þar sem þeir voru þéttir til baka og sniðugir að nota líkamann. Þetta var 0-0 veður en við náðum ekki að opna þá þrátt fyrir að fá 2-3 dauðafæri,“ sagði Milos. „Þetta er búið að vera saga þessa tímabils, við spilum mjög vel en uppskerum ekki neitt og það er mjög svekkjandi.“ Milos sá sig tilneyddan til að gera breytingu á liði sínu og gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik. „Geoffrey meiddist og fór út af í hálfleik. Hin skiptingin var vegna þess að þeir voru að skapa smá usla vinstra megin og Ívar var smá sjóveikur á leiðinni en ég tek það ekki sem afsökun. Mér fannst þessar skiptingar koma vel út en við gerðum ekki nóg í seinni hálfleik til að jafna eða vinna þennan leik,“ sagði Milos. Síðustu tvö töp Víkinga koma gegn liðum sem er spáð neðar en þeim, Grindavík og ÍBV í dag. „Já, þetta eru mikil vonbrigði og svona þróun segir ekkert annað en að við verðum í sama pakka og þessi tvö lið og við þurfum að hreinsa upp þennan skít í næstu viku, þar er erfiður leikur á móti Breiðablik,“ sagði Milos. Hann býst við einum leikmanni til vibótar áður en félagsskiptaglugginn lokar á morgun. „Við erum búnir að fá leikmann inn en ég veit ekki hvort félagsskiptin eru búin að ganga í gegn þau ættu að gera það á morgun í síðasta lagi. Það er kantmaður/framherji. Eins gott fyrir okkur að næla í hann sérstaklega þar sem Geoffrey [Castillion] meiðist í dag og þau meiðsli líta ekki vel út,“ sagði Milos að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur R. 1-0 | Eyjamenn komnir á sigurbraut | Sjáðu markið Alvaro Montejo skoraði sigurmarkið fyrir ÍBV í rokleik í Vestmannaeyjum. 14. maí 2017 20:15 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur R. 1-0 | Eyjamenn komnir á sigurbraut | Sjáðu markið Alvaro Montejo skoraði sigurmarkið fyrir ÍBV í rokleik í Vestmannaeyjum. 14. maí 2017 20:15