Erlent

Fylgdarlaus börn seld mansali

Barnaníðingar í Svíþjóð ræddu rán á börnum frá fátækum löndum.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Barnaníðingar í Svíþjóð ræddu rán á börnum frá fátækum löndum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA vísir/epa
Svíþjóð Aðeins ein af 68 kærum vegna mansals með börn í Svíþjóð leiddi til ákæru. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum yfirvalda í Stokkhólmi sem gerð var 2015 og fyrstu sex mánuði ársins 2016. Meirihluti barnanna, eða 66 prósent, kom fylgdarlaus til Svíþjóðar. Fyrr á þessu ári greip lögreglan til aðgerða gegn hring sjö barnaníðinga í Svíþjóð sem höfðu verið hleraðir. Barnaníðingarnir, sem þekkst höfðu í nær 20 ár, ræddu meðal annars um að ræna börnum frá fátækum löndum. – ibs


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×